Bólusetning

Ef þú býrð eða starfar á Íslandi
áttu rétt á bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning er gjaldfrjáls og enginn er skyldaður í bólusetningu.

Þau bóluefni sem notuð eru hér á landi við COVID-19 eru örugg og veita bestu mögulegu vernd gegn sjúkdómnum. Markmið bólusetningar við COVID-19 er að vernda fólk fyrir sjúkdómnum. Nánari upplýsingar um bóluefni, aukaverkanir og algengar spurningar.

Þau sem eru ekki búin að fá COVID-19 bólusetningu

Hægt er að skrá sig í bólusetningu, óháð því hvort einstaklingur er með kennitölu eða ekki (á íslensku / á ensku). Það er yfirleitt Pfizer/BioNTech en hægt er að óska eftir Janssen eða Nuvaxovid í samskiptum við heilsugæsluna. Vandaðu skráninguna því það er ekki hægt að breyta upplýsingunum eftirá.
Taka þarf fram hvar á landinu er óskað eftir að bólusetning sé gerð.

Sérstök tilvik

Alltaf er mælt með tveimur skömmtum til grunnbólusetningar á Íslandi, líka ef notað er bóluefni frá Janssen.

Örvunarbólusetning (þriðji skammtur o.s.frv.) eykur varnir gegn COVID-19 smiti og alvarlegum veikindum umfram tvo skammta. Meiri upplýsingar eru um örvunarbólusetningar á vef landlæknis.

Ef þú hefur fengið einn skammt af bóluefni erlendis. Mælt með því að þú klárir bólusetningu með bóluefni sem er til á bólusetningastað næst þér. Það er yfirleitt Pfizer/BioNTech, en þú getur óskað eftir öðru í athugasemd og mikilvægt er að láta einnig vita á netspjalli heilsuveru.

Ef þú kláraðir grunnbólusetningu með bóluefni sem ekki er til á Íslandi og vilt fá vottorð hér, er mælt með að þú fáir einn skammt af Janssen.

Ef þú hefur fengið COVID-19 gilda allar ráðleggingar hér að ofan um bólusetningar, ekki er reiknað með fyrri sögu um COVID-19 í ráðleggingum um bólusetningar hér á landi.

Börnum 5 - 15 ára er boðin bólusetning og foreldrar/forráðamenn þurfa að veita samþykki sitt fyrir því og fylgja barninu í bólusetningu. Ekki er mælt með almennri örvunarbólusetningu fyrir þennan aldurshóp en hún er möguleg ef óskað er eftir henni.

Bólusetningarvottorð

Bólusetningarvottorð er aðgengilegt á mínum síðum á heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið sem og á heilsugæslustöðinni þinni. Örvunarskammtur gerir gildistíma bólusetningar ótímabundinn en QR kóðinn getur runnið út og því er mælt með að ferðast ávallt með nýsótt skírteini.
Bólusetningarvottorð fyrir börn (yngri en 16 ára) eru á mínum síðum forráðamanna sem og á heilsugæslustöðinni þeirra. Það þarf að skipta um notanda efst í hægra horninu á Mínum síðum foreldris/forráðamanns til að finna síðu barnsins.
Börn 16 ára og eldri hafa sínar eigin síður og þurfa rafræn skilríki, annars geta þau fengið vottorð á heilsugæslustöðinni sinni.

Ef þú ert ekki sjúkratryggð/ur á Íslandi en býrð hér eða starfar áttu samt rétt á bólusetningu

Hægt er að skrá sig í bólusetingu, óháð því hvort einstaklingur er með kennitölu eða ekki (á íslensku / á ensku). Það er yfirleitt Pfizer/BioNTech en hægt er að óska eftir Janssen eða Nuvaxovid í samskiptum við heilsugæsluna.  Vandaðu skráninguna því það er ekki hægt að breyta upplýsingunum eftirá.
Ef þú ert ekki með íslenska kennitölu þarftu að skrá nafn, fæðingardag, kyn, ríkisfang og tegund og númer skilríkja, s.s. vegabréf eða skilríki frá Útlendingastofnun.
Taka þarf fram hvar á landinu er óskað eftir að bólusetning sé gerð.

Ef þú ert sjúkratryggð/ur á Íslandi:

Þú getur opnað heilsuveru með rafrænum skilríkjum og lagfært símanúmerið þitt og aðrar upplýsingar ef með þarf.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá hefur þú samband við heilsugæsluna þína og biður þau að setja inn réttar upplýsingar.

Að skrá sig á heilsugæslustöð:

Á landsbyggðinni skráist þú sjálfkrafa samkvæmt lögheimili þínu.
Á höfuðborgarsvæðinu þarftu að skrá þig á heilsugæslustöð. Það er hægt í eigin persónu á heilsugæslustöðinni sem þú velur eða í réttindagátt sjúkratrygginga (rafræn skilríki nauðsynleg)

Veistu ekki hvort þú ert sjúkratryggð/ur á Íslandi?  

Sjúkratrygging á Íslandi er byggð á lögheimilisskráningu.
6 mánuðum eftir fulla skráningu hjá Þjóðskrá ertu sjálfkrafa sjúkratryggð/ur
Ath. að kerfiskennitala dugar ekki.

Áður en 6 mánuðir eru frá fullri skráningu hjá Þjóðskrá þarftu að uppfylla skilyrði til að fá sjúkratryggingu:

Að vera frá öðru EES landi og með sjúkratryggingu þar.  Umsókn um sjúkratryggingu á Íslandi.

Rafræn skilríki

Þú þarft að hafa íslenska kennitölu (full skráning hjá Þjóðskrá, ekki kerfiskennitala) og skilríki sem sýna kennitöluna
Þú þarft að hafa snjallsíma og íslenskt símanúmer
Þú þarft að fara á skráningarstað í eigin persónu með símann og skilríkin til að virkja rafræn skilríki

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband á íslensku eða ensku á netspjalli covid.is eða hjá Ráðgjafastofu fyrir innflytjendur (New in Iceland) sem geta aðstoðað þig á fleiri tungumálum.

Kynningarefni á fleiri tungumálum