Bólusetning

Hvernig fæ ég boð í bólusetningu?

Ef þú býrð eða starfar á Íslandi áttu rétt á bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning er og verður gjaldfrjáls og engin verður skyldaður í bólusetningu.

Þau bóluefni sem notuð eru hér á landi við COVID-19 eru örugg og veita bestu mögulegu vernd gegn sjúkdómnum. Markmið bólusetningar við COVID-19 er að vernda fólk fyrir sjúkdómnum og ná upp hjarðónæmi sem hindrar útbreiðslu faraldursins.

Boð um bólusetningu koma í SMS-skilaboðum þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Mikilvægt er að hafa símanúmer skráð í sjúkraskrá til að boðin berist.

Hægt er að óska eftir bólusetningu á netspjalli heilsuveru.is (höfuðborgarsvæðið) eða á heilsugæslustöð (á landsbyggðinni). Það á líka við um alla sem búa og/eða starfa á Íslandi. Það er ekki hægt að panta tíma, en boð berast með sms (eingöngu íslensk símanúmer).

Bólusetningarskírteini er aðgengilegt á mínum síðum á heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið sem og á heilsugæslustöðinni þinni.

Ef þú ert ekki sjúkratryggð/ur á Íslandi en býrð hér eða starfar áttu samt rétt á bólusetningu.

Ef þú ert sjúkratryggð/ur á Íslandi þá:

Færðu boð í íslenska símanúmerið þitt ef það er skráð á heilsuveru.is eða hjá heilsugæslunni þinni.
Þú getur opnað heilsuveru með rafrænum skilríkjum og lagfært símanúmerið þitt ef þarf.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá hefur þú samband við heilsugæsluna þína og biður þau að setja inn réttar upplýsingar.

Að skrá sig á heilsugæslustöð:

Á landsbyggðinni skráist þú sjálfkrafa samkvæmt lögheimili þínu.
Á höfuðborgarsvæðinu þarftu að skrá þig á heilsugæslustöð. Það er hægt í eigin persónu á heilsugæslustöðinni sem þú velur eða í réttindagátt sjúkratrygginga (rafræn skilríki nauðsynleg)

Veistu ekki hvort þú ert sjúkratryggð/ur á Íslandi?  

Sjúkratrygging á Íslandi er byggð á lögheimilisskráningu.
6 mánuðum eftir fulla skráningu hjá Þjóðskrá ertu sjálfkrafa sjúkratryggð/ur
Ath. að kerfiskennitala dugar ekki.

Áður en 6 mánuðir eru frá fullri skráningu hjá Þjóðskra þarftu að uppfylla skilyrði til að fá sjúkratryggingu:

Að vera frá öðru EES landi og með sjúkratryggingu þar.  Sækja þarf um slíkt hjá sjukra.is  

Ef þú ert ekki sjúkratryggð/ur á Íslandi en býrð hér eða starfar áttu samt rétt á bólusetningu.

Upplýsingar um skráningu starfsmanna og íbúa af erlendum uppruna sem ekki hafa íslenska kennitölu

Rafræn skilríki

Þú þarft að hafa íslenska kennitölu (full skráning hjá Þjóðskrá, ekki kerfiskennitala) og skilríki sem sýna kennitöluna
Þú þarft að hafa snjallsíma og íslenskt símanúmer
Þú þarft að fara á skráningarstað í eigin persónu með símann og skilríkin til að virkja rafræn skilríki

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband á íslensku eða ensku á netspjalli covid.is eða hjá Ráðgjafastofu fyrir innflytjendur (New in Iceland) sem geta aðstoðað þig á fleiri tungumálum.

Tilkynna brot