Táknmál
Táknmál
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Vottorð

Vottorð um neikvætt PCR-próf

Allir sem koma til landsins verða að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 (SARS-CoV-2) áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands og einnig við komuna. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför (á fyrsta legg ferðar). Eingöngu eru tekin gild vottorð á íslensku, norsku, sænsku, dönsku eða ensku. Forskrá þarf niðurstöður rannsóknar. Skyndipróf (e. rapid antigen test) eru ekki tekin gild. Hafi komufarþegi undir höndum viðurkennt bólusetningar vottorð vegna COVID-19 eða vottorð sem sýnir fram á fyrri COVID-19 sýkingu er honum ekki skylt að framvísa vottorði um neikvætt PCR próf. Sekt fyrir brot á reglu um neikvætt PCR- próf eru 100.000.- krónur. Þeim sem hvorki eru íslenskir ríkisborgarar né með dvalarleyfi á Íslandi er vísað frá á landamærunum ef þeir eru ekki með vottorð.

Vottorð vegna undanþágu við landamærin þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Vottorð vegna fyrri COVID-19 sýkingar

Vottorð þarf að vera á íslensku, sænsku, dönsku, norsku eða ensku.
Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).
Fæðingardagur.
Hvenær sýnataka fór fram (dagsetning).
Hvar sýnatakan fór fram (land/borg/heimilisfang).
Heiti rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs.
Dagsetning vottorðs.
Símanúmer hjá þeim aðila sem er ábyrgur fyrir útgáfu vottorðsins eða rannsóknarstofu.
Tegund prófs (PCR- próf eða mótefnamæling með ELISA blóðvatnsprófi).
Niðurstaða rannsóknar (PCR-próf jákvætt fyrir SARS-CoV-2 eða mótefni til staðar).

Ekki er tekið við mótefnavottorðum ef eingöngu var mælt mótefni gegn S-prótíni eftir að bólusetningar hófust (rannsókn gerð 1.1.2021 eða síðar).

Vottorð um bólusetningu

Bólusetningavottorð með skráðu einhverju af eftirfarandi bóluefni sem hefur markaðsleyfi í Evrópu:

1. Comirnaty; Pfizer BioNTech

2. COVID-19 Vaccine Moderna

3. COVID-19 Vaccine AstraZeneca

4. COVID-19 Vaccine Janssen

Skírteini á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) eru einnig tekin gild (gula bókin) þegar WHO hefur fjallað um og viðurkennt bóluefni sem skráð er í skírteinið óháð því hvar bólusetning var gerð. Hér er listi yfir bóluefni sem má skrá í gulu bókina:

1. Tozinameran-COVID-19 mRNA Vaccine (Comirnaty®) Pfizer/BioNTech Manufacturing GmbH.

2. COVID-19 Vaccine (ChAdOx1-S) AstraZeneca/SK Bio (SK Bioscience Co. Ltd).

3. COVID-19 (ChAdOx1-S) Vaccine AstraZeneca (Covishield™ Serum Institute of India Pvt. Ltd).

4. COVID-19 Vaccine (Ad26.COV2-S) Janssen-Cilag International NV.

Vottorð má vera á pappír eða á rafrænu formi. Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er metið ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnaráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. að framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf og gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli.

Bólusetningavottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku eða frönsku. Vottorð á öðru tungumáli má taka gilt ef þýðing stimpluð af löggildum skjalaþýðanda fylgir á einu af tungumálunum sem krafist er
Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki)
Fæðingardagur
Heiti sjúkdóms sem bólusett var gegn (COVID-19)
Hvenær og hvar bólusetningar fóru fram
Skilyrði er að bólusetningu sé lokið; fjöldi skammta skal vera i samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
Upplýsingar um útgefanda vottorðs (heilbrigðisstarfsmann/stofnun), með undirskrift ef alþjóðabólusetningaskírteinið
Heiti bóluefnis
Framleiðandi bóluefnis og lotunúmer

Staðfesting/vottorð um sóttkví

Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt. Þeir hafa þá annað hvort farið í sóttkví vegna ferðalaga eða hafa verið skráðir í sóttkví af heilsugæslunni eða rakningateymi samkvæmt fyrirskipun sóttvarnalæknis. Gert hefur verið myndband um hvernig sótt er um vottorð inni á heilsuveru.is. Þeir sem þurfa að vera í sóttkví geta farið inn á heilsuveru.is og fengið vottorð. Þau eru án endurgjalds. Skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

Hægt er að fá vottorð vegna fjarvista frá vinnu vegna:

Sóttkví vegna nándar við tilfelli, sóttkví fyrirskipuð af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Barns sem er skipað í sóttkví, foreldrar fá vottorð vegna barns.
Sjálfskráð sóttkví vegna aðila í sóttkví á heimili og aðskilnaður ekki mögulegur. ATH. Veitir mögulega ekki rétt til bóta vegna vinnutaps.