Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Vottorð

Vottorð um COVID-19 sýkingu

Vottorð sem staðfestir COVID-19 sýkingu er hægt að fá á Mínum síðum heilsuveru undir flipanum COVID-19 eða með tölvupósti á mottaka(hjá)landlaeknir.is með efnislínuna „Vottorð um fyrri COVID-19 sýkingu“. Vottorðin eru ókeypis.

Vottorð um bata kemur 10 dögum eftir greiningu. Ef þú þarft batavottorð til að ferðast fyrr þarftu að hafa samband við heilsugæsluna, t.d. í gegnum netspjallið.

Vottorð um bólusetningu

Bólusetningarvottorð gilda í 270 daga (9 mánuðir) frá grunnbólusetningu. Grunnbólusetningu telst lokið þegar seinni skammtur af tveimur hefur verið gefinn eða þegar Janssen sprauta var gefin. Eftir örvunarskammt er ekki sérstakur gildistími á vottorðum.

Vottorð um bólusetningu gegn COVID-19 eru aðgengileg á vefnum Heilsuvera.is undir flipanum COVID-19. Þau eru án endurgjalds. Skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki. Til að fá útgefið bólusetningarvottorð þarf að setja inn vegabréfsnúmer (ferðaskilríki).Fyrir þau sem ekki hafa rafræn skilríki má nálgast vottorðið á heilsugæslustöðinni þinni.

Vottorð um neikvætt COVID-19 próf

Sýnatökur fyrir ferðalög til útlanda er hægt að fá á nokkrum stöðum, en reglur eru mismunandi eftir löndum. Mikilvægt er að kynna sér reglur á áfangastöðum um hvers er krafist.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum