Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Vinnumarkaðurinn

Stjórnendur bera ábyrgð á að upplýsa starfsfólk um viðbragðsáætlun vinnustaðarins og hvaða reglur gilda um starfsemi hans meðan á varúðarráðstöfunum stendur vegna COVID-19. Meta þarf nauðsyn fundarhalda og nýta fremur fjarfundatækni þar sem því verður við komið, jafnvel innan vinnustaðarins ef hægt er. Gæta skal varúðar vegna ferða starfsfólks til útlanda, meta þörf fyrir utanferðir hverju sinni og forðast ferðalög starfsfólks nema brýna nauðsyn beri til.

Mikilvægt er að stjórnendur hvetji starfsfólk til að huga að heilsu sinni og halda sig heima ef veikinda verður vart. Starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni og ættu því að kanna í samráði við stjórnendur þann möguleika að vinna heima við eins og frekast er unnt, verði því komið við.

Grunur um COVID-19 sýkingu

Ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu á vinnustað, þarf að hafa samband við heilbrigðisþjónustuna í síma 1700, heilsugæslu eða í gegnum heilsuvera.is.
Mikilvægt er að starfsfólk fari í sýnatöku ef það byrjar að finna fyrir einkennum.
Ekki er skylda að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst nema þú hafir verið í námunda við smitaða manneskju. Þó er mikilvægt að sýna varúð, passa upp á fjarlægð, handþvott og nota grímur ef nauðsynlegt er að vera meðal fólks.

COVID-19 smit á vinnustað

Ef smit kemur upp á vinnustað hefur hefur smitrakningarteymið samband við þann sem hefur smitast og eftir atvikum viðvinnuveitanda. Spurt er út í aðstæður á vinnustaðnum og samskipti þess smitaða við aðra á tilgreindu sóttvarnarsvæði/hólfi.
Lengd sóttkvíar. Til að stytta 14 daga sóttkví er hægt að fara fimm daga í sóttkví sem endar með sýnatöku. Sóttkví lýkur ekki fyrr en neikvæð niðurstaða liggur fyrir.
Mildari reglur gilda um sóttkví þeirra sem fengið hafa þrjár bólusetningar, eða hafa sögu um COVID-19 auk tveggja bólusetninga. Því fólki er heimilt að mæta til vinnu þrátt fyrir að vera í sóttkví en skylt að nota grímu í umgengni við alla og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð.
Úrvinnslusóttkví. Ef vafamál um umgengni starfsfólks koma upp, þá er engin áhætta tekin starfsfólk sett í úrvinnslusóttkví. Hún stendur yfir þar til það er á hreinu hvort viðkomandi hafi verið útsettur eða ekki. Ef svo er, þá heldur viðkomandi áfram í hefðbundinni sóttkví.

Hér eru leiðbeiningar um það ferli sem fer í gang á vinnustað þegar upp kemur COVID-19 smit.

Úrræði Vinnumálastofnunar

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar er að finna upplýsingar vegna úrrræða vegna COVID-19, til að mynda um minnkað starfshlutfall og greiðslur í sóttkví. Hér er hægt að nálgast spurningar og svör þessu tengt.

Listi með upplýsingum og leiðbeiningum

Andlitsgrímur gera gagn ef þær eru notaðar rétt
Einnota hanskar og grímur
Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra vegna COVID-19
Leiðbeiningar fyrir framlínustarfsfólk - Forvarnir, þrif og viðbrögð við smiti á vinnustað
Leiðbeiningar fyrir snyrtistofur, hárstyrtistofur, nuddstofur, augnmælingar og sambærilega starfsemi vegna COVID-19
Leiðbeiningar fyrir sjúkraþjálfun og sambærilega starfsemi í COVID-19 faraldri
Sóttvarnaráðstafanir eftir innleiðingu skimunar á landamærum leiðbeiningar til stofnana og fyrirtækja sem sinna ómissandi innviðastarfssemi
Leiðbeiningar um órofinn rekstur fyrirtækja
Leiðbeiningar fyrir flugrekstraraðila, flugvelli og áhafnir varðandi sóttvarnaráðstafanir á flugvöllum og um borð í flugvél
Leiðbeiningar fyrir hafnir, umboðsmenn og áhafnir skipa
Leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra
Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila vegna kórónuveirunnar á síðu Ferðamálastofu
Upplýsingasíða Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna COVID-19

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum