Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Vinnumarkaðurinn

Stjórnendur bera ábyrgð á að upplýsa starfsfólk um viðbragðsáætlun vinnustaðarins og hvaða reglur gilda um starfsemi hans meðan á varúðarráðstöfunum stendur vegna COVID-19. Meta þarf nauðsyn fundarhalda og nýta fremur fjarfundatækni þar sem því verður við komið, jafnvel innan vinnustaðarins ef hægt er. Gæta skal varúðar vegna ferða starfsfólks til útlanda, meta þörf fyrir utanferðir hverju sinni og forðast ferðalög starfsfólks nema brýna nauðsyn beri til.

Mikilvægt er að stjórnendur hvetji starfsfólk til að huga að heilsu sinni og halda sig heima ef veikinda verður vart. Starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni og ættu því að kanna í samráði við stjórnendur þann möguleika að vinna heima við eins og frekast er unnt, verði því komið við.

Þó að fólk sé einungis beðið um að einangra sig í 5 daga vegna COVID-19 smits er biðlað til atvinnurekenda og skólastjórnenda að sýna skilning á að fólk sé heima í veikindum sem geta staðið lengur.

Grunur um COVID-19 sýkingu

Mikilvægt er að starfsfólk fari í sýnatöku ef það byrjar að finna fyrir einkennum.
Ekki er skylda að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst. Þó er mikilvægt að sýna varúð, passa upp á fjarlægð, handþvott og nota grímur ef nauðsynlegt er að vera meðal fólks.

Úrræði Vinnumálastofnunar

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar er að finna upplýsingar vegna úrrræða vegna COVID-19. Hér er hægt að nálgast spurningar og svör þessu tengt.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum