Táknmál
Táknmál

Viðburðir og samkomustaðir

Fjöldasamkomur eru leyfðar þegar 20 einstaklingar eða færri koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Þetta á m.a. við um:

Ráðstefnur, málþing, útifundi o.þ.h.
Kennslu, fyrirlestra og prófahald.
Skemmtanir, svo sem tónleika, menningarviðburði, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburði og einkasamkvæmi.
Kirkjuathafnir, svo sem giftingar, fermingar og aðrar trúarsamkomur.
Aðra sambærilega viðburði.

Takmörkunin gildir ekki um börn sem eru fædd árið 2005 og síðar.

Sviðslist, tónlist og kvikmyndatökur

Fjölda- og nálægðartakmörkun í sviðslist, tónlist og við kvikmyndatökur. Snertingar og nálægð undir 1 metra eru heimil í sviðslistum, tónlist, við kvikmyndatökur og í sambærilegri starfsemi. Þar sem sérstök smithætta er fyrir hendi, svo sem á kóræfingum, skal eftir fremsta megni gætt að 1 metra nálægðartakmörkun og eftir atvikum viðhöfð meiri fjarlægð ef unnt er.

Heimilt er að hafa allt að 50 einstaklinga á sviði og 100 gesti í hverju rými á viðburðum að því gefnu að allir gestir sitji í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Gestir eiga að nota andlitsgrímu.

Skemmtistaðir, krár, veitingastaðir og spilasalir

Takmarkanir á starfsemi vegna sérstakrar smithættu. Skemmtistaðir, krár og spilasalir eiga að vera lokaðir. Aðrir veitingastaðir, þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar mega ekki hafa opið lengur en til 23.00 alla daga vikunnar og eiga að fylgja gildandi fjöldatakmörkun og nándarreglu. Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 23.00.