Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Smitgát

Smitgát er notuð þegar einstaklingur hefur fengið upplýsingar um mögulega útsetningu fyrir COVID-19 en ekki er talin þörf á sóttkví. Viðkomandi hefur umgengist eða verið á sama stað og einhver sem síðar greinist með COVID-19 en nálægð hefur verið í lágmarki.

Smitgát er ekki formlega skipuð sóttkví en mikilvægt er að sýna aðgát og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Það er allt í lagi að fara í vinnu eða skóla og sinna nauðsynlegum erindum en hafa í huga að smit er ekki útilokað og smitgát til þess gerð að hindra útbreiðslu COVID-19.

Í smitgát er æskilegt að:

Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.
Forðast mannmarga staði að óþörfu og sleppa fjölmennum viðburðum.
Vera vakandi fyrir einkennum og fara í PCR próf ef þeirra verður vart.
Láta vita á vinnustað eða skóla að maður sé í smitgát.

Í smitgát er ekki æskilegt:

Að umgangast viðkvæma einstaklinga, þar á meðal eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Að dvelja að óþörfu á mannmörgum stöðum eða sækja fjölmenna viðburði.

Hraðpróf

Þeim sem eru í smitgát vegna nálægðar við smitaðan einstakling er skylt að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi smitgátar. Með því að skrá þig í smitgát færðu sjálfkrafa skráningu í hraðpróf og strikamerki fyrir hana. Hér má finna upplýsingar um opnunartíma og sýnatökustaði, en hægt er að mæta hvenær sem er á opnunartíma.

Niðurstöður úr hraðprófi berast með sms skilaboðum. Þú getur fylgst með stöðunni á prófinu þínu á hér. Ef niðurstaða úr hraðprófi hefur ekki borist eftir 1 klst. má spyrjast fyrir á netspjalli Heilsuveru. Ef niðurstaða prófs á fjórða degi er neikvæð ertu laus úr smitgát en áfram nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennum í 10 daga á eftir.

Helstu einkenni COVID-19: Hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, beinverkir, höfuðverkur, skyndileg breyting á lyktar- og bragðskyni, uppköst og niðurgangur.

Fólk með einkenni COVID-19 á að fara sem fyrst í sýnatöku. Ekki á að mæta á heilsugæsluna án þess að hafa samband fyrst.

Hægt að panta einkennasýnatöku með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum á heilsuvera.is. Annars má panta sýnatöku hjá heilsugæslunni á dagvinnutíma, eða utan dagvinnutíma á Læknavaktinni í 1700. Í neyðartilvikum hringið í 112.

Til athugunar:

Niðurstöður sýnatöku berast með SMS og mikilvægt er að kanna niðurstöðuna sem berst. Þú getur líka kannað niðurstöðuna á netinu með strikamerkinu sem þú færð. Ef niðurstaðan er jákvæð þarftu að vera í einangrun og haft verður samband við þig símleiðis eins fljótt og auðið er. Upplýsingar og netspjall er á covid.is.

Við neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku er áfram nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennum sem geta komið fram í 14 daga eftir að smitgát hefst.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum