Táknmál
Táknmál
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Smitgát

Smitgát er notuð þegar einstaklingur hefur fengið upplýsingar um mögulega útsetningu fyrir COVID-19 en ekki er talin þörf á sóttkví. Einstaklingur hefur umgengist eða verið á sama stað og einhver sem síðar greinist með COVID-19. Dagurinn sem einstaklingurinn var í nálægð við þann smitaða er kallaður útsetningadagur. Tilkynning um mögulega útsetningu getur komið frá:

Smitrakningarteymi: nálægð við smitaðan einstakling er/hefur verið í lágmarki.
Rakning C-19 smáforritinu.

Smitgát er ekki formlega skipuð sóttkví en mjög mikilvægt er að sýna aðgát og gæta sérstaklega vel að persónubundnum sóttvörnum:

Takmarkaðu samneyti við viðkvæma einstaklinga og aðra eins og hægt er. Ekki á að umgangast fólk í sóttkví.
Fylgstu vel með einkennum. Ef einkenni koma fram, farðu þá beint í sýnatöku.

Hraðpróf

Þeim sem eru í smitgát vegna nálægðar við smitaðan einstakling er skylt að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi en með því að skrá þig í smitgát hér færðu sjálfkrafa skráningu í hraðpróf og strikamerki fyrir hana. Niðurstöður úr hraðprófi berast með sms skilaboðum. Þú getur fylgst með stöðunni á prófinu þínu á hér. Ef niðurstaða úr hraðprófi hefur ekki borist eftir 1 klst. má spyrjast fyrir á netspjalli Heilsuveru.

Ef niðurstaða prófs á fjórða degi er neikvæð ertu laus úr smitgát en áfram nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennum í 14 daga eftir útsetningu.

Helstu einkenni COVID-19: Hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, beinverkir, höfuðverkur, skyndileg breyting á lyktar- og bragðskyni, uppköst og niðurgangur.

Fólk með einkenni COVID-19 á að fara sem fyrst í sýnatöku. Ekki á að mæta á heilsugæsluna án þess að hafa samband fyrst.

Ef með rafræn skilríki er hægt að panta einkennasýnatöku á Mínum síðum á heilsuvera.is.
Ef ekki með rafræn skilríki þá er hægt að panta sýnatöku hjá heilsugæslunni á dagvinnutíma, eða utan dagvinnutíma á Læknavaktinni í 1700. Í neyðartilvikum hringið í 112.

Til athugunar:

Ef niðurstaða sýnatöku er neikvæð (veiran fannst ekki) berast skilaboð með sms. Þú getur fylgst með stöðunni á sýninu þínu á heimkoma.covid.is. Ef niðurstaðan er jákvæð (veiran fannst) verður haft samband við þig símleiðis. Jákvæð niðurstaða leiðir ávallt til einangrunar, óháð bólusetningu. Upplýsingar og netspjall er hér neðar í hægra horninu.

Við neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku er áfram nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennum sem geta komið fram í 14 daga eftir útsetningu.