Skilgreind hættusvæði

Landamæri Íslands eru opin íbúum og ríkisborgurum EES og Sviss en Ísland fylgir ferðatakmörkunum á ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem nú eru í gildi til 1. júlí 2020. Frá 15. júní munu komu-farþegar eiga kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar.

Undanþegnir þessari reglu:

Börn fædd 2005 og síðar
Áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem fylgt hafa sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð

Reglulega verður endurmetið hvort fleiri lönd falli ekki lengur undir áhættusvæði. Ferðamenn bera sjálfir gisti- og uppihaldskostnað meðan á sóttkví stendur enda hafi þeir komið sjálfviljugir hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví.

Frá og með 14. maí eru Færeyjar og Grænland utan svæðis skilgreint með mikla smitáhættu.


Tengt efni