Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Persónuvernd - Sóttvarnaráðstafanir á landamærum

Stjórnvöld hafa gripið til sóttvarnaráðstafana á landamærum Íslands til að hefta útbreiðslu COVID-19. Þessar ráðstafanir ná til allra þeirra sem ferðast til landsins en mismunandi ráðstafanir geta átt við t.d. eftir því hvaðan viðkomandi einstaklingur ferðast, hvort viðkomandi geti sýnt fram á fyrri sýkingu, sé full bólusettur eða eftir aldri.

Upplýsingar um gildandi sóttvarnaráðstafanir á landamærum má nálgast hér: https://www.covid.is/flokkar/ferdalog-til-og-a-islandi

Öllum sem ferðast til Íslands er skilt að leggja fram neikvætt PCR-próf fyrir brottför sem ekki er eldra en 72 klukkustunda. Þá er öllum gert að fara í sýnatöku við komu til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir. Farþegum sem ekki falla undir undanþágur, s.s. vegna fyrri sýkingar eða bólusetningar, er gert að fara í tvær sýnatökur, eina við komu og aðrar 5-6 dögum síðar og vera í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku.

Þeir sem greinast með COVID-19 við sýnatöku á landamærum eða seinni sýnatöku þurfa að fara í einangrun. Rakningarteymi almannavarna og COVID-19 teymi Landspítalans munu hafa samband við þá sem greinast með COVID-19.

Reglur um sóttkví má nálgast hér: https://www.covid.is/flokkar/sottkvi

Farþegum á leið til Íslands er skilt að forskrá sig fyrir brottför. Á vefsíðu fyrir forskráningu þurfa farþegar að skrá nafn, kennitölu og tengiliðaupplýsingar, ásamt flugupplýsinum, ferðadagsetningum og heimilisfang þar sem viðkomandi ætlar að dvelja í sóttkví ef við á.

Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að upplýsa þá sem ferðast til Íslands um hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram í tengslum við sóttvarnaráðstafanir á landamærum.

Embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 105, Reykjavík, er ábyrgðaraðili vinnslunnar.

Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við ákvæði Persónuverndarlaga, nr. 90/2018, og almennu persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, GDPR.

Hvaða persónuupplýsingar vinnum við?

Farþegum á leið til Íslands ber að fylla út forskráningareyðublað fyrir brottför. Á forskráningareyðublaðinu ber að veita eftirfarandi upplýsingar:

Ferðamáti:
Flugnúmer:
Komudagsetning:
Kennitala:
Fæðingardagur:
Fullt nafna:
Þjóðerni:
Búsetuland:
Heimilisfang í sóttkví (þar sem við á):
Tölvupóstfang:
Farsímanúmer:
Staðfesting á neikvæðu PCR-prófi:

Skráningareyðublaðið er geymt í 21 dag í gagnagrunni sem eingöngu er aðgengilegur starfsmönnum á landamærastöðvum sem nauðsynlega þurfa aðgang að honum starfs síns vegna og starfsmönnum rakningateymis almannavarna.

Sýni sem tekin eru á landamærum, og 5-6 dögum eftir komu til landsins þegar við á, eru send til greiningar hjá Landspítala Íslands, eða rannsóknarstofu sem Landspítalinn hefur gert samninga við um að sinna slíkri greiningu.

Niðurstöðum jákvæðra sýna verður deilt með þeirri heilbrigðisstofnun sem mun veita þér þjónustu vegna COVID-19 og rakningateymi almannvarna í þeim tilgangi að rekja smitið. Jákvæð sýni eru einnig raðgreind til kanna mögulegan uppruna sýkingar og greina hvaða afbrigði veirunnar er um að ræða.

Neikvæðum niðurstöðum er miðlað til þín á heilsuvera.is eða með smáskilaboðum og eingöngu unnar frekar vegna tölfræði og þá á ópersónugreinanlegu formi.

Nauðsynlegum persónuupplýsingum af forskráningareyðublaði kann einnig að vera miðlað til sóttvarnarhúsa, ef viðkomandi einstaklingi er gert að sæta sóttkví þar við komu til landsins.

Upplýsingum er ekki miðlað frekar en greint frá hér að ofan, nema lagaskylda kveðið á um slíka miðlun.

Persónuupplýsingum er ekki miðlað út fyrir Evrópska efnahagssvæðið.

Vinnsluheimild

Vinnsla persónuupplýsinga byggir á heimildum og skyldum sóttvarnalæknis skv. sóttvarnalögum nr. 19/1997, og gildandi reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

Öryggi persónuupplýsinga

Mikil áhersla hefur verið lögð á að tryggja öryggi við alla vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þær verði aðgengilegar óviðkomandi, þær misnotaðar, þeim breytt, eytt eða þær gerðar aðgengilegar.

Öll samskipti eru milli vefsíðu og gagnagrunna eru í gegnum dulkóðaðar tengingar. Aðgengi að gagnagrunnum er stýrt með öruggri auðkenningu og innskráningu og haldinn er skrá yfir innskráningar. Aðgengi er aðeins veitt þeim sem nauðsynlega þurfa starfs síns vegna.

Allri gagnagrunnar eru hýstir í öruggu umhverfi, dulkóðaðir og varðir með eldveggjum. Sjálfvirk vöktun er vegna tölvuárása og tilrauna til að brjótast inn í gagnagrunna.

Þín réttindi

Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar hafa verið skráðar um þig, ásamt því að fá afhent eintak af slíkum gögnum.

Þú átt rétt á að fara fram á að rangar persónuupplýsingar séu leiðréttar og að upplýsingum sé eytt. Þú átt einnig rétt á því að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir því að vinnsla þeirra sé takmörkuð.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa embættis landlæknis með tölvupósti á personuvernd@landlaeknir.is eða í síma 510-1900, óskir þú eftir frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða til að koma á framfæri ábendingum sem varða hana. Þá er einnig hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til Embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík.

Teljir þú að vinnsla persónuupplýsinga sé ekki í samræmi við þau lög sem um hana gilda getur þú sent erindi til Persónuverndar, postur@personuvernd.is.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum