Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

COVID-próf

Hægt er að bóka einkennasýnatöku ef þú ert með einkenni eða þig grunar að þú sért með smit, þó þú sért bólusett/ur. Skráðu þig í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru eða hafðu samband í síma 513 1700 eða á netspjalli Heilsuveru.

Hér eru upplýsingar um opnunartíma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæslustöðva um allt land.

Einkennasýnataka er alltaf ókeypis, líka fyrir ferðamenn. Hægt er að athuga stöðu á sýnatöku með strikamerkinu sem notað var.

Á Íslandi notar heilsugæslan PCR eða hraðpróf til að greina COVID-19. Sjálfspróf sem hægt er að kaupa í búðum eru almennt ekki talin áreiðanleg, jákvæða niðurstöðu úr þeim þarf að staðfesta hjá heilsugæslu til að fá vottorð um sýkingu.

Einkennalaust fólk á leið til útlanda

Upplýsingar um sýnatökur fyrir einkennalausa á leið til útlanda má finna hér. Vottorð um neikvætt PCR vegna COVID-19 er í boði hjá heilsugæslu en hraðpróf vegna ferðalaga er hægt að fá hjá einkaaðilum á hradprof.is eða testcovid.is.

Hvað þýðir að niðurstaða prófs sé óviss (vafasvar)?

Vafasvar eftir PCR-próf þýðir að niðurstöður rannsóknar gaf ekki afgerandi svar. Veiran fannst ekki, en það er heldur ekki hægt að fullyrða með þessu sýni að hún sé ekki til staðar. Ástæður fyrir þessari niðurstöðu geta verið ýmsar.

Nauðsynlegt er að fara í nýtt PCR-próf en þú þarft að bíða í einn dag með að endurtaka það. Ef farið er of fljótt aftur í próf er meiri hætta á að fá aftur vafasvar. Þú færð sent nýtt strikamerki fyrir prófið.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum