Táknmál
Táknmál
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Sýnataka

Einkennasýnataka:

Farðu í sýnatöku ef þú ert með einkenni eða þig grunar að þú sért með smit, þó þú sért bólusett/ur.
Haltu þig heima og skráðu þig strax í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þá er hægt að hafa samband í síma við heilsugæsluna þína, Læknavaktina 1700 eða á netspjalli Heilsuveru. Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst. Það má alls ekki fara í eigin persónu á heilsugæslustöð, Bráðamóttöku LSH eða Læknavaktina ef þú ert með einkenni nema hringja fyrst og fá ráð.
Einkennin geta virst lítil, en mikilvægt er að fara strax í sýnatöku hversu lítilvæg sem einkennin eru.
Einkennasýnataka er alltaf ókeypis, líka fyrir ferðamenn.

Sýnataka til að ljúka sóttkví/smitgát

Ekki panta tíma ef þú ert skráð/ur í sóttkví eða smitgát, þú færð sjálfkrafa sent boð í sýnatöku en ekki er hægt að stytta sóttkví fyrr en með sýnatökunni á 7. degi frá útsetningu.
Ef einhver á heimilinu hefur verið í sóttkví ert þú laus um leið og viðkomandi fær neikvæða niðurstöðu úr sinni sýnatöku.
Börn í sóttkví fá sent boð í sýnatöku. Ef þú ert í sóttkví með barni þarftu ekki að fara í sýnatöku líka, nema þú kjósir svo eða þú sért með einkenni.  

Sýnataka fyrir einkennalausa á leið til útlanda

Upplýsingar um sýnatökur fyrir einkennalausa á leið til útlanda má finna hér.  

Sýnataka fólks með tengslanet við komuna til landsins

Fólk sem ferðast frá útlöndum og er með tengsl við Ísland skráir sig á fyrir komuna til landsins og fær skilaboð með strikamerki til að nota í sýnatöku við heimkomuna.
Hér er listi yfir heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á hraðpróf.

Skráning í hraðpróf vegna viðburðar

Heimilt er að hafa ótakmarkaðan fjölda fólks í rými á viðburðum að því gefnu að allir gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. ATH. sjálfspróf eru ekki tekin gild. Hægt er að skrá sig í hraðpróf hjá Heilsugæslunni hér og hjá testcovid.is hér.
Embætti landlæknis hefur gefið út nýtt smáforrit sem hefur fengið heitið Skanni C-19. Tilgangurinn er að auðvelda viðburðahöldurum að staðfesta að vottorð um neikvæða niðurstöðu skimunar fyrir COVID-19 sé gilt. Hægt er að nálgast smáforritið bæði í fyrir android og apple stýrikerfi.

Beðið eftir niðurstöðu

Á þessari síðu er hægt að slá inn strikamerki og sjá hvort niðurstaða sé komin úr sýnatöku.