Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

COVID-próf

Þrjár gerðir COVID-prófa eru í notkun. PCR-próf er notað af heilbrigðisyfirvöldum fyrir einkennasýnatöku, þegar grunur er um smit og til að stytta sóttkví. Hraðpróf eru notuð af heilsugæslunni og viðurkenndum einkaaðilum við skimun hjá einkennalausu fólki, til dæmis fyrir viðburði, en líka í upphafi og enda smitgátar. Sjálfspróf sem hægt er að kaupa í búðum eru almennt ekki talin áreiðanleg, jákvæða niðurstöðu úr þeim þarf alltaf að staðfesta með PCR-prófi.

Hér má sjá upplýsingar um sýnatökustaði og opnunartíma um allt land

Hér eru upplýsingar um opnunartíma á Suðurlandsbraut 34

Einkennasýnatökur - PCR-próf:

Farðu í PCR-sýnatöku ef þú ert með einkenni eða þig grunar að þú sért með smit, þó þú sért bólusett/ur.
Haltu þig heima og skráðu þig strax í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þá er hægt að hafa samband í síma við heilsugæsluna þína, Læknavaktina 1700 eða á netspjalli Heilsuveru. Ekki er skylda að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst nema þú hafir verið í námunda við smitaða manneskju. Þó er mikilvægt að sýna varúð, passa upp á fjarlægð, handþvott og nota grímur ef nauðsynlegt er að vera meðal fólks. Ekki fara á heilsugæslustöð, Bráðamóttöku LSH eða Læknavaktina ef þú ert með einkenni nema hringja fyrst og fá ráð.
PCR-próf eru einnig notuð til að stytta sóttkví. Sjá neðar.
Einkennin geta virst lítil, en mikilvægt er að fara strax í sýnatöku hversu lítilvæg sem þau eru.
Einkennasýnataka er alltaf ókeypis, líka fyrir ferðamenn.

Hraðpróf

Hraðpróf eru ætluð til að skima fyrir COVID-19 veirunni hjá fólki sem ekki sýnir nein einkenni. Ef þig grunar að þú hafir smitast skaltu fara í PCR-próf.

Sýnataka til að ljúka sóttkví/smitgát

Ekki panta tíma ef þú ert skráð/ur í sóttkví eða smitgát, þú færð sjálfkrafa sent boð í sýnatöku en ekki er hægt að stytta sóttkví fyrr en með sýnatökunni 5 dögum eftir útsetningu. Sóttkví líkur með neikvæðu PCR-prófi en í smitgát er notast við hraðpróf.  
Börn í sóttkví fá sent boð í sýnatöku. Ef þú ert í sóttkví með barni þarftu ekki að fara í sýnatöku líka, nema þú kjósir svo eða þú sért með einkenni.

Einkennalaust fólk á leið til útlanda

Upplýsingar um sýnatökur fyrir einkennalausa á leið til útlanda má finna hér.  

Ferðafólk með tengslanet á Íslandi

Fólk sem ferðast frá útlöndum og er með tengsl við Ísland skráir sig á fyrir komuna til landsins og fær skilaboð með strikamerki til að nota í sýnatöku við heimkomuna. Hægt er að fara í PCR-sýnatöku á Keflavíkurflugvelli, eða hraðpróf hjá heilsugæslunni innan 48 tíma.
Hér er listi yfir heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á hraðpróf.

Sjálfspróf

Sjálfspróf eru ekki talin áreiðanleg. Ef þú færð jákvæða niðurstöðu úr sjálfsprófi skaltu fara strax í PCR-próf og fylgja reglum um einangrun þar til niðurstaða fæst.

Beðið eftir niðurstöðu

Á þessari síðu er hægt að slá inn strikamerki og sjá hvort niðurstaða sé komin úr sýnatöku.

Hvað þýðir að niðurstaða prófs sé óviss (vafasvar)?

Vafasvar þýðir að niðurstöður rannsóknar gaf ekki afgerandi svar. Veiran fannst ekki en það er heldur ekki hægt að fullyrða með þessu sýni að hún sé ekki til staðar. Ástæða fyrir þessari niðurstöðu geta verið ýmsar.
COVID göngudeild Landspitala mun hafa samband við þig innan 24–48 klst til að meta stöðuna og ákveða næstu skref. Þangað til þarftu að fylgja leiðbeiningum um sóttkví og fara varlega því það er mögulegt að þú getir hafa smitast.

Um skyldu til að sæta sóttkví eða einangrun eða fara í sýnatöku vegna COVID-19 má lesa nánar á heimasíðu Landlæknis.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum