Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Börn í sóttkví

Hafa ber í huga að fólk er í sóttkví vegna þess að hugsanlegt er að það hafi smitast af COVID-19 og markmiðið að koma í veg fyrir að fleiri smitist.

Sömu reglur gilda um alla, þ.m.t. börn í sóttkví. Það er:

Halda sig heima og vera á sama stað allan tímann.
Ekki fara í skóla eða meðal fólks.
Ekki taka á móti gestum.
Takmarka umgengni við annað heimilisfólk eins og þroski og aldur leyfa.
Fara í sýnatöku og einangra sig ef einkenna verður vart.

Foreldrar barna í sóttkví:

Þurfa hvorki að vera skráð í sóttkví né fara í sýnatöku.
Eiga að viðhafa persónubundnar sóttvarnir.
Mega stunda vinnu og/eða skóla utan heimilis.
Geta nýtt vottorð barns vegna sóttkvíar.
Eru útsett ef barnið reynist smitað og fara þá sjálf í sóttkví.

Gott er að:

Takmarka fjölda heimilisfólks sem umgengst barnið.
Aðeins einn sé með barninu ef það hefur ekki þroska til að vera einsamalt.
Hafa í huga hvað gerist á heimilinu ef barnið greinist með COVID-19 í sýnatöku.
Upplýsa vinnuveitendur um sóttkví barns og hafa samráð um mætingu til vinnu.

Sóttkví lýkur með sýnatöku 5 dögum eftir útsetningardag. Ekki þarf að skrá barnið í sýnatökuna heldur berast sjálfkrafa boð og strikamerki í símanúmer foreldra, samkvæmt skráningu rakningarteymis.

Ef barn í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar á það tafarlaust að fara í PRC próf og í einangrun meðan það bíður niðurstöðu. Heimilismenn á sama heimili þurfa þá að fara undir eins í sóttkví og bíða niðurstöðu. Reynist barnið smitað þurfa heimilismenn að vera áfram í sóttkví samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Sá smitaði er þá í einangrun undir eftirliti COVID-19 göngudeildar. Þess vegna er æskilegt að takmarka umgengni við fólk í sóttkví eins og kostur er og hafa áætlun um viðbrögð tilbúna.

Hlekkir á gagnlegar leiðbeiningar á síðu landlæknis:

Leiðbeiningar til forráðamanna barna með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví.

Leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.

Leiðbeiningar varðandi húsnæði í sóttkví.

Vottorð um sóttkví eða staðfesta COVID-19 sýkingu.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum