Táknmál
Táknmál

Íþróttir, sund og líkamsrækt

Gildandi takmörkun á samkomum hefur áhrif á starfsemi sund- og baðstaða, líkamsræktarstöðva og íþróttastarfs í landinu.

Íþróttastarf

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk í íþróttum. Snertingar eru heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra nálægðarmörk í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu einnig virða 2 metra nálægðarmörk. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur, svo sem um einstak­lings­bundnar sóttvarnir og sótthreinsun búnaðar, um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Þær íþróttagreinar sem ekki heyra undir ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) skulu setja sér leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ.

Sund og baðstaðir

Fjölda- og nálægðartakmörkun á sund- og baðstöðum. Gestafjöldi á sund- og baðstöðum má vera helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Ef hámarksfjöldi gesta er ekki skráður í starfsleyfi á að miða gestafjölda við helming þess fjölda sem fataskiptirými gerir ráð fyrir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnarlæknir gefur út nánari leiðbeiningar um sund- og baðstaði vegna COVID-19

Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi

Fjölda- og nálægðartakmörkun á líkamsræktarstöðvum. Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.