Gildandi takmarkanir í samkomubanni

Gildandi takmarkanir

Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 15. júní 2020 (kl.00.00) og gildir til 5. júlí 2020 (kl. 23.59). Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

Áfram verða gerðar sömu kröfur og áður um sótthreinsun og þrif almenningsrýma.

Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Með tveggja metra reglunni er horft til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.

Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en að mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Undir rými í þessum skilningi falla m.a.: Verslanir, veitingastaðir, sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar, íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, móttaka stofnana og fyrirtækja.

Skipulagðir viðburðir sem fjöldatakmarkanir ná til eru til dæmis:

Ráðstefnur, málþing, fundir, útifundir og hliðstæðir viðburðir.
Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi.
Trúarathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.
Tryggja skal í allri starfsemi og viðburðum að ekki séu fleiri en 500 einstaklingar í sama rými.
Sjá leiðbeiningar um uppskiptingu í sóttvarnarhólf sem eiga við um hólfaskiptingu bæði innandyra og utanhúss

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Eftirfarandi starfsemi er heimil:

Líkamsræktarstöðvum er heimilt er heimilt að hafa leyfilegan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.  Sjá leiðbeiningar.
Veitingastaðir, skemmtistaðir, krár og spilasalir: Heimilt er að hafa opið til kl. 23.00. Spilakassa má nota ef sótthreinsað er milli notenda og tveggja metra reglu milli einstaklinga er fylgt eins og kostur er. Sjá leiðbeiningar.
Heilbrigðisþjónusta, svo sem læknisskoðun, tannlæknaþjónusta og sjúkraþjálfun. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir sjúkraþjálfun og sambærilega starfsemi.
Sund- og baðstöðum er heimilt að hafa opið án fjöldatakmarkana. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda. Taka skal tillit til tveggja metra nálægðartakmarka. Sjá leiðbeiningar.
Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, söfn og önnur sambærileg starfsemi. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir hárgreiðslustofur, nuddstofur, augnmælingar og sambærilega starfsemi sem krefst nálægðar viðviðskiptavini.

Skipulagt íþróttastarf

Æfingar skipulags íþróttastarfs fyrir börn í leik- og grunnskóla eru án takmarkana. Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar og að 2ja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er.

Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar án takmarkana. Sjá vef ÍSÍ COVID-19 og íþróttahreyfingin.

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki vegna COVID-19.

Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Matvöruverslanir og lyfjabúðir

Matvöruverslanir og lyfjabúðir mega hafa allt að 500 manns inni í einu að því gefnu að gætt sé að því að hafa 2 metra á milli manna. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir 1.000 fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra, þó að hámarki 500 viðskiptavinum í allt.

Hvernig verður skólahaldi háttað?

Engar takmarkanir eru á skólahaldi í leik- og grunnskólum frá og með 4. maí. Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti. Félagsmiðstöðvar og frístundaheimili geta verið opin.

Kennarar og annað starfsfólk mega þó ekki vera fleiri en 500 manns á sama stað. Skemmtanir t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram með þeim takmörkunum.

Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Í framhalds- og háskólum miðast fjöldatakmarkanir nemenda við 500 einstaklinga að hámarki og að 2ja metra nándarreglan verði virt. Áfram er hvatt til hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um samneyti barna og ungmenna utan skóla.  

Matvöruverslanir og lyfjabúðir

Matvöruverslanir og lyfjabúðir mega hafa allt að 500 manns inni í einu að því gefnu að gætt sé að því að hafa 2 metra á milli manna. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir 1.000 fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt.

Hvernig verður skólahaldi háttað?

Engar takmarkanir eru á skólahaldi í leik- og grunnskólum frá og með 4. maí. Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti. Félagsmiðstöðvar og frístundaheimili geta verið opin.

Kennarar og annað starfsfólk mega þó ekki vera fleiri en 500 manns á sama stað. Skemmtanir t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram með þeim takmörkunum.

Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Í framhalds- og háskólum miðast fjöldatakmarkanir nemenda við 500 einstaklinga að hámarki og að 2ja metra nándarreglan verði virt. Áfram er hvatt til hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um samneyti barna og ungmenna utan skóla.  

Allar undanþágur sem veittar hafa verið vegna takmarkana á samkomum og sóttkví halda  gildi sínu. Eingöngu verða veittar undanþágur vegna innviða sem eru ómissandi þegar kemur að því að bjarga mannslífum og mega því ekki stöðvast. Þetta á m.a.  við um heilbrigðisstarfsemi, sjúkraflutninga, löggæslu, slökkvilið, samgöngur, raforku og fjarskipti.

Hvað fellur ekki undir samkomubann?

Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til öflugra sóttvarnaráðstafana og að rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Hvenær lýkur samkomubanninu?

Þessar takmarkanir eru í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.

Tengt efni