Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Gildandi takmarkanir

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. janúar og gildir til 2. febrúar 2022.

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 10 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Sjá þó undantekningar varðandi 50 gesti á sitjandi viðburðum.

Börn eru ekki undanþegin fjöldatakmörkunum.

Heimilt er að hafa allt að 50 manns í hólfi á viðburðum að uppfylltum öllum neðangreindum skilyrðum:

1. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
2. Viðhöfð sé 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta.
3. Allir gestir noti andlitsgrímu.
4. Ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir viðburð, á meðan hann stendur yfir og eftir að honum lýkur.
5. Gestir skulu beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum, ef hlé er gert á viðburði, sé þess kostur.

Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Á viðburðum þar sem allir sitja gildir 1 metra nálægðarmörk og þar er grímuskylda.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar.

Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk svo sem á söfnum, heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.

Undanþegið grímuskyldu er fólk sem hefur ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða getur það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Sérstök reglugerð gildir um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar er í gildi frá og með 13. janúar til og með 2. febrúar 2022. Sjá neðar.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Lyfja- og matvöruverslanir og aðrar verslanir mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi, en að auki fimm manns á hverja 10 m² umfram 100 m² en að hámarki 200 viðskiptavini svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Grímuskilda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Andlitsgrímur skulu notaðar þegar því verður við komið nema þegar listflutningur fer fram. Leitast skal við að viðhafa 2 metra fjarlægð. Heimilt er að taka á móti 50 sitjandi gestum að því gefnu að fylgt sé öllum reglum sem listaðar eru hér að framan.

Við athafnir trú- og lífskoðunarfélaga, mega allt að 50 vera viðstaddir að því gefnu að fylgt sé öllum reglum sem listaðar eru hér að framan. Um erfidrykkjur gilda reglur um samkomur.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 21 alla daga vikunnar með að hámarki 20 gesti í rými og 2 metra nálægðarmörkum, en 1 metra þegar setið er. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 22.

Skemmtistaðir og krár eru lokuð.

Spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Ekki er heimilt að halda einkasamkvæmi eftir kl 22.00 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi.

Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 22.00.

Sund og baðstaðir, heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sótthreinsa skal búnað milli gesta. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með.

Skíðasvæði mega hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að 2 metra nándarreglu og grímuskylda ef ekki verður hægt að tryggja hana. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi eru 50 manns. Gætt skal að sóttvörnum og sameiginleg áhöld sótthreinsuð eftir notkun og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað út reglulega. Sérsambönd innan ÍSÍ setja sér leiðbeiningar sniðnar að hverri íþrótt.

Íþróttakeppnir barna og fullorðinna eru heimilar en lokað fyrir áhorfendur.

Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

Undanþágur:

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Heilbrigðisráðherra veitti síðastliðið vor undanþágur frá reglum um sóttvarnaaðgerðir fyrir þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki svo unnt væri að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að áður veittar undanþágur haldi gildi sínu þannig að hertar sóttvarnaráðstafanir raski ekki umræddri starfsemi. Sömu skilyrði fyrir undanþágum gilda og áður, en þær voru veittar að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun.

Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.

Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.

Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.

Gildandi takmörkun í skólastarfi

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða gildir til og með 2. febrúar 2022.

Leikskólar og dagforeldrar

Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt. Ekki er grímuskylda í samskiptum við leikskólabörn
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil
Hámarksfjöldi barna í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Útisvæði: engin fjöldatakmörkun
Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi leikskóla, svo sem leiksýningar og tónleikar, eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og kennara.  

Grunnskólar og frístundastarf barna

1.- 10. bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks og gagnvart nemendum er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil
Hámarksfjöldi barna í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli barna: 1 metri í skólastofum
Grímunotkun barna: Engin.
Íþróttakennsla og skólasund: Heimil
Hámarksfjöldi nemenda í mötuneyti: 50
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef starfsfólk notar andlitsgrímur
Útisvæði: engin takmörkun en leitast skal við að takmarka fjölda nemenda á hverju útisvæði nema það komi niður á útiveru.
Fjöldatakmarkanir gilda ekki í skólaakstri.
Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og starfsfólk.

Frístundastarf

Sömu takmarkanir og gilda í leik- og grunnskólum. Einum einstaklingi er heimilt að fylgja barni á leikskólaaldri í frístundastarfi.
Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi leik- og grunnskóla, svo sem leiksýningar og tónleikar, fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og starfsfólk.
Blöndun milli hópa: Heimil

Tónlistarskólar

Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og gildir um skólastarf þeirra.
Hámarksfjöldi starfsfólks í hverju rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Nemendur fæddir 2005 og fyrr, sem og starfsmenn skulu nota grímur ef nálægðartakmörkunum verður ekki við komið, sé þess kostur.
Tilfærsla starfsfólks rýma: Heimil.
Hámarksfjöldi nemenda í rými: 50
Nálægðarmörk nemenda: fylgja reglum um hvert skólastig.
Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi tónlistarskóla, svo sem tónleikar, eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og kennara.

Framhaldsskólar

Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50
Hámarksfjöldi starfsmanna í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Í skólastofum er heimilt að hafa 1 metra bil milli nemenda en þá er grímuskylda.
Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla
Hámarksfjöldi nemenda í mötuneyti: 50
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef starfsfólk notar andlitsgrímur
Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur og kennarar nota andlits¬grímu
Nemendur geta dvalið á heimavist.
Viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum.
Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglu-gerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Háskólar

Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50
Hámarksfjöldi starfsmanna í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Í skólastofum er heimilt að hafa 1 metra bil milli nemenda en þá er grímuskylda.
Tilfærsla milli hópa: Heimil
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla
Hámarksfjöldi nemenda í mötuneyti: 50
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef starfsfólk notar andlitsgrímur
Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi, er skólastarf heimilt að gættum sóttvörnum og með því skil¬yrði að nemendur og kennarar noti andlitsgrímu.
Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum.
Ákvæði þetta kemur ekki í veg fyrir að nemendur geti dvalið á heimavist.

Spurt og svarað

Algengum spurningum um faraldurinn, smitleiðir, sóttkví, einangrun og bólusetningar svarað.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum