Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Án vottorðs um fulla bólusetningu eða fyrri COVID-19 sýkingu

EES/EFTA-borgurum og ríkisborgurum Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins er heimilt að koma til landsins án þess að þurfa að sýna fram á sérstakar undanþágur.
Ríkisborgurum þriðju ríkja er enn óheimilt að koma til landsins nema uppfylla þær undanþágur sem eru tilgreindar í reglugerð um för yfir landamæri, til dæmis að landið sé á undanþágulista. Athugið að frá 1. janúar 2021 teljast Bretar til ríkisborgara þriðju ríkja.
Einungis Grænland telst til öruggra svæða en öll önnur lönd til áhættusvæða.
Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Reglur á landamærunum gilda til 28. febrúar 2022

Reglur á landamærunum

Allir ferðamenn skulu forskrá sig fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
Reglur fyrir ferðamenn án tengslanets á Íslandi: Sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 en hraðpróf (e. Rapid antigen test) eru ekki teking gild. Prófið skal hafa verið tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar. Sé vottorði ekki framvísað á landamærunum liggur við því 100.000 kr. sekt.
Sýnataka á landamærunum við komuna til landsins (PCR). Þau sem eru búsett hér á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, þurfa að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands en þurfa ekki að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi á landamærunum.
Sóttkví og önnur sýnataka: Halda þarf fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar (PCR). Athugið að nýr dagur hefst á miðnætti. Heimilt er að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði og umgengnisreglur samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hér er listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.
Fara skal beint á sóttkvíarstað af landamærastöð með flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl. Ferðalöngum er bent á að hvíla sig yfir nótt á gistiheimili nálægt landamærastöð ef þeir eru þreyttir eða veður slæmt.
Sýnataka og sóttkví barna: Ólögráða börnum yngri en 18 ára er í öllum tilvikum heimilt að ferðast til Íslands með foreldrum sínum að því gefnu að foreldrarnir hafi leyfi til að koma til landsins. Börn fædd 2004 og fyrr þurfa þó að fara í sýnatöku á landamærunum, 5 daga sóttkví, og aðra sýnatöku að henni lokinni nema þau sýni vottorð um fulla bólusetningu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin aðgerðum á landamærunum.
Seinni skimun er á heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið og strikamerki er sent í farsíma kvöldið fyrir sýnatöku. Vinsamlega athugið mismunandi opnunartíma fyrir sýnatökur.
Jákvæð niðurstaða úr skimun leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greinist einstaklingur með afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er viðkomandi skilyrðislaust gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Einangrun í Farsóttarhúsi er gjaldfrjáls og tilvísun í höndum smitrakningarteymis og COVID-Göngudeildar Landspítala.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.

Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví.

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun getur leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Íslendingar og íbúar á Íslandi sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytsins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Upplýsingar um persónuverndarstefnu varðandi sóttvarnarráðstafanir á landamærum.

Á vef Stjórnarráðsins má sjá spurt og svarað um sóttvarnarráðstafanir á landamærunum.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum