Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu
og staða á sýnatöku
Forskráning fyrir heimkomu
og staða á sýnatöku
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Ferðir til útlanda

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum til áhættusvæða án bólusetningar, en öll lönd og svæði erlendis að undanskildu Grænlandi eru nú skilgreind sem áhættusvæði vegna COVID-19.

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum að nauðsynjalausu til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. Það á við óháð bólusetningastöðu og sögu um fyrri sýkingu COVID-19.

Ef ferðalög erlendis eru talin nauðsynleg þá eru mörg ríki sem óska eftir neikvæðu COVID-19 prófi. Misjafnt er eftir áfangastöðum hvort farið er fram á PCR-próf (sýnatökupróf) eða hvort hraðpróf (e. rapid antigen test) duga.

Athugið að jákvæði niðurstaða úr skimun leiðir alltaf til einangrunar og frekari rannsókna. Einnig hjá bólusettum og fólki með fyrra smit.

Sýnataka einkennalausra vegna ferðalaga til útlanda.

Hraðpróf

COVID-19 hraðpróf (e. rapid antigen test) er hægt að fá hjá:

Heilsugæslunni á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík
Öryggismiðstöðinni
COVIDTEST.IS

PCR-próf

Ef þú ætlar að ferðast og þarft neikvætt PCR próf verður þú að skipuleggja sýnatöku með það í huga að vottorðið sé komið tímalega fyrir ferð. Sýnatöku og vottorð á pappír er greitt sérstaklega þar sem ekki er um að ræða sóttvarnaráðstöfun.

Á höfuðborgarsvæðinu: Þú skráir þig og greiðir rafrænt og vottorðin eru send rafrænt með tölvupósti. Vanti þig vottorð á pappír með stimpli þá skaltu hafa samband við heilsugæslustöð og greiða sérstaklega fyrir vottorðið þar.

Á landsbyggðinni: Athugið að hvert umdæmi ákveður hvort boðið er upp á brottfararskimun á heilsugæslustöðvum. Ef óskað er eftir brottfararskimun þarf að hafa samband við heilsugæslustöð sem sér um að sinna komuskimun fyrir ferðalanga.

Taka skal fram hvenær ferð er fyrirhuguð, til að hægt sé að skipuleggja tímasetningu sýnatöku.
Taka verður fram hvernig vottorð þarf.  
Hægt er að fá vottorð á íslensku eða ensku send rafrænt í heilsuveru eða sækja útprentuð vottorð á heilsugæslustöð.  
Gengið er frá greiðslum þegar sýnataka er pöntuð.

Sýnatakan sjálf er eins og aðrar sýnatökur vegna COVID-19

Sýnatökur einkennalausra vegna ferðalaga á vegum heilsugæslunnar fara fram á Suðurlandsbraut 34, jarðhæð, og eftir atvikum á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni.
Væntanlegir ferðamenn fá strikamerki í farsíma og jafnframt tíma fyrir sýnatöku.  
Til að geta sinnt sóttvarnareglum á sýnatökustað er mælst til þess að mætt sé á uppgefnum tíma.  
Sýnatökur ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berast innan 24 klukkustunda.
Allir sem fara í sýnatöku fá sjálfvirkt svar á Mínum síðum heilsuveru

Einkennalausir einstaklingar sem þurfa ekki skimun vegna reglna sóttvarnalæknis greiða samkvæmt gjaldskrá og reglugerð.

Þau sem koma í brottfararskimun greiða fyrir komu, skimun og vottorð. Þetta eru einstaklingar sem eru ekki með einkenni sem geta bent til COVID-19 og þurfa skimun vegna annarra hagsmuna en sóttvarna á Íslandi.

Hraðpróf

Auk PCR-prófa bjóða Heilsugæslan, Öryggismiðstöðin og COVIDTET.IS upp á svokölluð COVID-19 hraðpróf (e. Rapid antigen test) sem gefa niðurstöðu á 15 mínútum. Mikilvægt er eftir sem áður að athuga kröfurnar í því landi sem á að heimsækja varðandi hvernig próf er valið.

Bólusetningarskírteini

Þau sem hafa lokið bólusetningu gegn COVID-19 og hafa um það skírteini eru geta ferðast milli landa án þess að þurfa að fara í sóttkví við komuna til Íslands. Athugið að bólusetningarvottorðið telst ekki fullgilt á landamærunum fyrr en tveimur vikum eftir fulla bólusetningu (einn skammtur hjá Janssen en annars seinni skammt). Misjafnt er þó hvaða reglur gilda þó á landamærum annarra landa. Bólusetningarskírteini er aðgengilegt á mínum síðum á heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið. Á bólusetningarskírteini kemur fram að það sé ekki ferðaskilríki (þ.e.a.s. ekki vegabréf) en vottorðin gilda sem staðfesting á bólusetningu við eftirlit vegna sóttvarna, hvort sem er á landamærum eða annarsstaðar.

Ferðalög erlendis

Gefnar hafa verið út ráðleggingar fyrir Íslendinga á ferð erlendis. Þar er fjallað um notkun hlífðargríma, sýkingavarnir sem hver og einn þarf að viðhafa, ekki hvað síst erlendis og hvað skal gera við heimkomu.

Mjög mikilvægt er að ferðast ekki ef einkenni um smit eru til staðar. Æskilegt er að hver og einn kanni, áður en lagt er í ferð, hvaða reglur gilda í því landi sem farið er til með því að kynna sér ferðaráð utanríkisráðuneytisins.

Við heimkomu til Íslands er bæði hægt að sýna vottorð um staðfesta COVID-19 sýkingu frá Íslandi, vottorð um bólusetningu á Íslandi og sambærileg vottorð samkvæmt leiðbeiningum frá sóttvarnalækni.

Aðstoð borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins

Íslendingar sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19 er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Skilgreind hættusvæði

Mikilvægt er að kynna sér hvað gildir hverju sinni um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri.
Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði.

Ferðalög frá Íslandi
Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum