Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Ferðir til útlanda

Allar sóttvarnareglur vegna COVID-19 hafa verið felldar úr gildi á landamærum Íslands, óháð bólusetningastöðu ferðamanna. Misjafnt er þó hvaða reglur gilda þó á landamærum annarra landa.

Ferðir til útlanda

Gefnar hafa verið út ráðleggingar fyrir Íslendinga á ferð erlendis. Þar er fjallað um notkun hlífðargríma, sýkingavarnir sem hver og einn þarf að viðhafa, ekki hvað síst erlendis og hvað skal gera við heimkomu.

Mjög mikilvægt er að ferðast ekki ef einkenni um smit eru til staðar. Æskilegt er að hver og einn kanni, áður en lagt er í ferð, hvaða reglur gilda í því landi sem farið er til með því að kynna sér ferðaráð utanríkisráðuneytisins.

Helstu upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19 er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Sýnataka einkennalausra vegna ferðalaga til útlanda.

Hraðpróf

COVID-19 hraðpróf (e. rapid antigen test) er hægt að fá hjá:

Öryggismiðstöðinni
COVIDTEST.IS

PCR-próf

Ef þú ætlar að ferðast og þarft neikvætt PCR próf verður þú að skipuleggja sýnatöku með það í huga að vottorðið sé komið tímalega fyrir ferð.

Á höfuðborgarsvæðinu: Þú skráir þig og greiðir rafrænt og vottorðin eru send rafrænt með tölvupósti. Vanti þig vottorð á pappír með stimpli þá skaltu hafa samband við heilsugæslustöð og greiða sérstaklega fyrir vottorðið þar.

Á landsbyggðinni: Athugið að hvert umdæmi ákveður hvort boðið er upp á brottfararskimun á heilsugæslustöðvum. Ef óskað er eftir brottfararskimun þarf að hafa samband við heilsugæslustöð sem sér um að sinna komuskimun fyrir ferðalanga.

Einkennalausir einstaklingar sem koma í brottfararskimun greiða samkvæmt gjaldskrá og reglugerð.

Bólusetningarskírteini

Þau sem hafa lokið bólusetningu gegn COVID-19 geta nálgast bólusetningarvottorð á vefnum heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið. Gildistími vottorðanna eru 9 mánuðir eftir fulla bólusetningu en við örvunarskammt fellur gildistíminn niður. Misjafnt er þó hvaða reglur gilda þó á landamærum annarra landa.

Á bólusetningarskírteini kemur fram að það sé ekki ferðaskilríki (þ.e.a.s. ekki vegabréf) en vottorðin gilda sem staðfesting á bólusetningu við eftirlit vegna sóttvarna, hvort sem er á landamærum eða annarsstaðar.

Neyðartilvik

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum