Táknmál
Táknmál
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Ferðalög til og á Íslandi

Ferðalög til og á Íslandi

Ferðatakmarkanir gilda um alla ríkisborgara þriðju landa, þ.e. einstaklingar sem hvorki eru EES/EFTA- borgarar né ríkisborgarar Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins, óháð því hvort viðkomandi þurfi vegabréfsáritun eða geti ferðast án vegabréfsáritunar inn á Schengen-svæðið.

Núgildandi aðgerðir á landamærunum gilda til 30.4.2021.

Allir sem koma til landsins verða að

Forskrá sig rafrænt fyrir brottför. Forskráning er ekki ferðaheimild.
Sýna vottorð um neikvætt PCR- próf gegn COVID-19 (SARS-CoV-2) áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands og einnig við komuna. Prófið verður að hafa verið tekið í síðasta lagi 72 klukkustundum fyrir brottför (á fyrsta legg ferðar). Eingöngu eru tekin gild vottorð á íslensku, norsku, sænsku, dönsku eða ensku. Forskrá þarf niðurstöður rannsóknar. Sekt fyrir brot á reglu um neikvætt PCR- próf eru 100.000.- krónur.
Fara í tvær sýnatökur til greiningar á COVID-19 eftir komuna til landsins með 5-6 daga sóttkví á milli. Sýnataka er gjaldfrjáls. Sjá undanþágur frá reglunni neðar.
Ljúka sóttkví með neikvæðri niðurstöðu (veira finnst ekki) úr seinni skimun.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.
Fara beint á sóttkvíarstað af landamærastöð með flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Ferðalöngum er bent á að hvíla sig yfir nótt á gistiheimili nálægt landamærastöð ef þeir eru þreyttir eða veður slæmt.
Einstaklingar sem ekki geta sýnt fram á viðunandi einangrunar-/sóttkvíarstað er gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er skilyrðislaust gert að dvelja í sóttvarnarhúsi.

Börn fædd 2005 og síðar

Ef börnin ferðast með foreldri/forráðamanni þá fara þau í sóttkví með þeim en þurfa ekki að fara í sýnatöku.
Ef barn ferðast án foreldra/forráðamanna þarf það að fara í 5 daga sóttkví og seinni sýnatöku. Ef niðurstaða er neikvæð þá er sóttkví aflétt.
Ef barn ferðast með foreldri/forráðamanni sem hefur vottorð um undanþágu við landamærin þá þarf það að fara í 5 daga sóttkví og seinni sýnatöku.

Undanþágur frá reglum um skimun og sóttkví á landamærum veita ekki undanþágu frá ferðatakmörkunum.

Farþegar sem koma frá Grænlandi og hafa ekki dvalið utan Grænlands undanfarna 14 daga.
Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa ekki að fara í skimun og sóttkví.
Tengifarþegar sem dvelja innan við 48 tíma á Íslandi er heimilit að fara í sóttkví í stað sýnatöku.
Þeir sem hafa staðfest með PCR- prófi eða mótefnamælingu frá EES/EFTA ríki að hafa áður fengið COVID-19 sýkingu. Ath. jákvætt PCR- próf þarf að vera að minnsta kosti 14 daga gamalt.
Þeir sem hafa gilt vottorð um fulla bólusetningu frá EES/EFTA ríki með viðurkenndu bóluefni gegn COVID-19.
Þeir sem framvísa gildu alþjóða bólusetningaskírteini um fulla bólusetningu með viðurkenndu bóluefni gegn COVID-19.

Vottorð vegna undanþágu við landamærin þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Vottorð vegna fyrri COVID-19 sýkingar

Vottorð þarf að vera á íslensku, sænsku, dönsku, norsku eða ensku.
Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).
Fæðingardagur.
Hvenær sýnataka fór fram (dagsetning).
Hvar sýnatakan fór fram (land/borg/heimilisfang).
Heiti rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs.
Dagsetning vottorðs.
Símanúmer hjá þeim aðila sem er ábyrgur fyrir útgáfu vottorðsins eða rannsóknarstofu.
Tegund prófs (PCR- próf eða mótefnamæling með ELISA blóðvatnsprófi).
Niðurstaða rannsóknar (PCR-próf jákvætt fyrir SARS-CoV-2 eða mótefni til staðar).

Vottorð um bólusetningu

Bólusetningavottorð sem gefið er út í EES/EFTA-ríki með einhverju af eftirfarandi bóluefni sem hefur markaðsleyfi í Evrópu:

1. Comirnaty; Pfizer BioNTech

2. COVID-19 Vaccine Moderna

3. COVID-19 Vaccine AstraZeneca

Skírteini á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) eru einnig tekin gild (gula bókin) þegar WHO hefur fjallað um og viðurkennt bóluefni sem skráð er í skírteinið óháð því hvar bólusetning var gerð. Hér er listi yfir bóluefni sem má skrá í gulu bókina:

1. Comirnaty; Pfizer/BioNTech

2. COVID-19 Vaccine AstraZeneca

3. Covidshield COVID-19 Vaccine AstraZeneca

Vottorð má vera á pappír eða á rafrænu formi. Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er metið ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnaráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. að framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf og gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli.

Bólusetningavottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku eða frönsku. Vottorð á öðru tungumáli má taka gilt ef þýðing stimpluð af löggildum skjalaþýðanda fylgir á einu af tungumálunum sem krafist er.
Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).
Fæðingardagur.
Ríkisfang.
Númer vegabréfs.
Heiti sjúkdóms sem bólusett var gegn (COVID-19).
Hvenær bólusetningar fóru fram (dagsetningar)
Skilyrði er að bólusetningu sé lokið; sjá hér að neðan um fjölda skammta sem þarf til að bólusetningu sé lokið fyrir hvert bóluefni.
Upplýsingar um útgefanda vottorðs (heilbrigðisstarfsmann/stofnun), með undirskrift ef alþjóðabólusetningaskírteinið.
Heiti bóluefnis.
Framleiðandi bóluefnis og lotunúmer.

Tvöföld skimun og sóttkví

Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi.

Listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.

Sóttvarnarhús á vegum yfirvalda tekur eingöngu við gestum sem hafa tilvísun frá heilbrigðisyfirvöldum og landamæravörðum.

Seinni skimun er á heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið og strikamerki er sent í farsíma kvöldið fyrir sýnatöku. Vinsamlega athugið mismunandi opnunartíma fyrir sýnatökur.

Jákvæð niðurstaða úr skimun leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greinist einstaklingur með afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er viðkomandi skilyrðislaust gert að dvelja í sóttvarnarhúsi.

Vakin er athygli á því að brot á sóttkví eða einangrun getur leitt til sekta og aðkomu yfirvalda til að koma í veg fyrir brot.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Mikilvægt er að fólk sem á í erfiðleikum með að komast burtu þaðan sem það er statt hafi samband við borgaraþjónustuna með tölvupósti á netfangið hjalp@utn.is eða með skilaboðum á Facebook. Í neyð er hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, 545 0112. Þar eru veittar upplýsingar allan sólarhringinn. Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Skilgreind hættusvæði – Ferðalög frá Íslandi

Mikilvægt er að kynna sér hvað gildir hverju sinni um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri. Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði.

Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.