Ferðalög

Mjög mörg ríki heims hafa sett takmarkanir á komu ferðamann til landa sinna eða lokað landamærum sínum alveg. Þá hefur framboð á flugferðum minnkað verulega og íslensk stjórnvöld ráða Íslendingum frá ferðalögum. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að ferðatakmarkanir sem tóku gildi þann 20. mars sl. verði framlengdar til 15. júní 2020, í samræmi við tilmæli framkvæmdastjórnar ESB til aðildarríkja Schengen samstarfsins.

Öllum sem koma til landsins frá og með 24. apríl er gert að fara í 14 daga sóttkví samkvæmt reglum frá heilbrigðisráðherra.

Þá hefur tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins verið tekið upp.

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19  og kynna sér vel upplýsingar um flugáætlanir sem hafa verið staðfestar. Einnig er mikilvægt fyrir erlent ferðafólk sem hugar að ferð til Íslands að kynna sér ferðatakmarkanir á Íslandi.

Íslensk stjórnvöld hafa gert samning við Icelandair um að flogið verður til Boston, London og Stokkhólms til að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu til og með 27. júní. Upplýsingar um þessar ferðir er að finna á heimasíðu Icelandair.

Utanríkisráðuneytið hvetur ferðalanga erlendis til að skrá ferðir sínar hjá utanríkisráðuneytinu. Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í öryggisskyni og til að hægt sé að ná í þig ef þörf krefur.

Mikilvægt er að fólk sem á í erfiðleikum með að komast burtu þaðan sem það er statt hafi samband við borgaraþjónustuna með tölvupósti á netfangið hjalp@utn.is eða með skilaboðum á Facebook.

Fylgstu vel með tilmælum yfirvalda, t.d.ferða- og samkomutakmörkunum á þeim svæðum sem þú heimsækir og aðlagaðu ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.
Gættu vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.
Ferðamálastofa hefur tekið saman helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga. Einnig er gott að þú hafir samband við tryggingafélagið þitt vegna skilmála ferðatrygginga.

Í neyð getur þú haft samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, 545 0112. Þar færðu upplýsingar allan sólarhringinn.

Hér má sjá lista yfir gististaði sem taka vel á móti fólki sem þarf að dvelja í sóttkví.

Sjá einnig Ferðamálastofa - upplýsingar til ferðaþjónustuaðila.

Ef þú starfar í ferðaþjónustu þar sem smit kemur upp þarf ákveðið ferli að fara í gang samkvæmt leiðbeiningum.

Sjá einnig leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra


Tengt efni