Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu
og staða á sýnatöku
Forskráning fyrir heimkomu
og staða á sýnatöku
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Einangrun

Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu. Þá þarf að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi og vera heima eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með COVID-19 mega dveljast saman í einangrun. Landsspítalinn hefur gefið út góðar ráðleggingar fyrir fólk í einangrun.

Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví. Eingöngu COVID göngudeild útskrifar fólk úr einangrun. Ekki er þörf á PCR-prófi í lok einangrunar.

Lengd einangrunar

Einangrun stendur í 7 til 14 daga eftir að jákvætt PCR-próf er tekið (jákvæða niðurstöðu hraðprófs þarf alltaf að staðfesta með PCR-prófi). Lengdin fer eftir aðstæðum þess smitaða og því hvort einkenna verður vart eða ekki.

Bólusett fólk og börn undir 12 ára (fædd 2009 og síðar):

Einkennalaus allan tímann: einangrun er fullir 7 dagar.

Þó fólk fái einkenni: má stytta einangrun í fulla 10 daga ef fólk hefur verið hitalaust síðustu 48 klst og önnur einkenni eru minnkandi.

Fólk með einkenni allan tímann: einangrun er fullir 14 dagar.

Óbólusett fólk 12 ára og eldra (fætt 2008 og fyrr):

Hjá óbólusettu fólki, með eða án einkenna má stytta einangrun í fulla 10 daga ef fólk hefur verið hitalaust síðustu 48 klst og önnur einkenni eru minnkandi.

Fólk með einkenni allan tímann: einangrun er fullir 14 dagar.

Dæmi:

Jákvætt PCR-próf er tekið á mánudegi. Ef fólk finnur ekki fyrir neinum einkennum er einangrun fullir 7 dagar, frá þriðjudegi til miðnættis aðfararnótt þriðjudagsins á eftir. Ef fólk hefur fundið fyrir einkennum en er hitalaust allavega miðvikudag og fimmtudag (9. og 10. dag einangrunar) lýkur sóttkví eftir fulla 10 daga, á miðnætti aðfararnótt föstudags. Þetta gildir einnig fyrir óbólusett fólk. Þau sem finna enn fyrir einkennum þurfa að vera í einangrun fulla 14 daga og losna því á miðnætti aðfararnótt þriðjudags.

Fólk í einangrun:

Má ekki fara af heimilinu.
Þarf að halda sig alfarið frá öðru fólki.
Má ekki hitta vini og ættingja.
Má ekki fara í vinnuna.
Má ekki fara í göngutúr.
Má ekki nota almenningssamgöngur.
Má sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en verður að hafa samband við heilsugæslu fyrst.
Í neyðartilfellum skal hringja í 112.

Sérstök tilfelli

Sambýlisfólk allt í einangrun saman: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar, er hægt að leysa hann úr einangrun (sbr. að ofan) þrátt fyrir að aðrir verði áfram í einangrun. Mikilvægt er að sá útskrifaði þrífi sig vel áður en hann fer út af heimilinu. Eins þarf að passa að fatnaður og aðrir hlutir sem fara með honum út af heimilinu séu ómengaðir og hafi ekki verið handfjatlaðir af þeim sem eru enn í einangrun. Mikilvægt er að allir heimilismenn þrífi sig og heimili vel þegar einangrun allra er aflétt. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn.

Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og mögulegt er. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví.

Sóttkví sem fer fram á heimili þar sem einhver er í einangrun lýkur með neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku eftir að einangrun hefur verið aflétt. Heimilismenn geta þá gert ráð fyrir sóttkví degi lengur en einangrun varir. Mögulegt er að stytta sóttkví en til að uppfylla skilyrði um styttingu í 5 daga þarf að vera fullur aðskilnaður milli einstaklings í einangrun og þess sem er í sóttkví.

Heilbrigðisstarfsfólk: Sömu reglur og um aðra, þarf þó að huga að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum