Táknmál
Táknmál
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Einangrun

Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu. Þá þarf að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi og vera heima eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með smit mega dveljast saman í einangrun. Landsspítalinn hefur gefið út góðar ráðleggingar fyrir fólk í einangrun.

Fólk í einangrun:

Má ekki fara af heimilinu.
Þarf að halda sig alfarið frá öðru fólki.
Má ekki hitta vini og ættingja.
Má ekki fara í vinnuna.
Má ekki fara í göngutúr.
Má ekki nota almenningssamgöngur.
Má sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en verður að hafa samband við heilsugæslu fyrst.
Í neyðartilfellum skal hringja í 112.

Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví.

Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Starfsfólk COVID-göngudeildar Landspítala annast útskriftarsímtöl fyrir einstaklinga sem útskrifast úr einangrun.

Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar BÆÐI eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

14 dagar eru liðnir frá greiningu OG
sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir fólk sem útskrifast úr einangrun.

Sérstök tilvik

Læknir má aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga.
Sambýlisfólk í sóttkví og einangrun saman: Aflétta má með sýnatöku sóttkví sambýlismanna þess sem var í einangrun þegar einangrun lýkur skv. ákvörðun læknis COVID-19 teymis. Sambýlisfólk fær þá sjálfkrafa strikamerki með boðum í sýnatöku. Sambýlisfólk á við um alla á sama heimili, einnig börn.
Sambýlisfólk allt í einangrun saman: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar, er hægt að leysa hann úr einangrun (sbr. að ofan) með því skilyrði að hinir veiku verði áfram í einangrun gagnvart hinum læknaða og öðrum. Ef ekki er hægt að aðskilja hinn læknaða frá hinum sem ennþá eru veikir, verður að hafa þá alla saman og er þá einangrun ekki aflétt fyrr en sá seinasti útskrifast úr einangrun. Mikilvægt er að allt heimilisfólk þrífi sig og heimili vel áður en einangrun er aflétt. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn
Heilbrigðisstarfsfólk: Sömu reglur og um aðra, þarf þó að huga að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.