Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Eftir COVID-19 smit - ekki uppfært

Samantekt á ráðleggingum fyrir fólk með sögu um COVID-19

Þörf fyrir sýnatöku ef einkenni koma fram sem líkjast COVID-19:

Já.

Þörf fyrir einangrun ef fólk er endursmitað:

Ef fólk er með einkenni þá er mælst til þess að fólk einangri sig, en fylgi annars smitgát.

Bólusetningar:

Hafi fólk ekki verið bólusett fyrir COVID-19 smit er mælt með bólusetningu, fyrir 12 ára og eldri - þó ekki fyrr en 3 mánuðum eftir staðfest smit, til að bólusetning veiti sem besta langtímavörn.

Ath! Á Íslandi eru tveggja skammta bóluefni notuð á sama hátt hvort sem er saga um COVID-19 eða ekki. Ef fólk sem smitast hefur af COVID-19 fær Janssen bóluefni er ekki brýn þörf fyrir viðbótarskammti eftir 2 mánuði.

Ráðleggingar varðandi örvunarskammt eftir grunnbólusetningu og COVID-19:

COVID-19 smit og bólusett eftir veikindi: Já, 6 mánuðum eftir grunnbólusetningu.
Fullbólusett fyrir COVID-19 smit:, 6 mánuðum eftir COVID-19 smit.
70 ára og eldri, eða ónæmisbældir einstaklingar 12─69 ára: Mælt með örvunarskammti eftir 3 mán. frekar en 6 mán.
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum