Börn og ungmenni

Börn og ungmenni eru ekki skilgreind í áhættuhópi vegna smits og lítið er um alvarleg veikindi af völdum veirunnar meðal þeirra. Ef börn eða ungmenni smitast fá flest þeirra væg einkenni. Barnaspítali Hringsins hefur gefið út ráðleggingar vegna barna og ungmenna.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman upplýsingar fyrir börn og ungmenni um kórónuveiruna (Covid-19)

Ítarlegar upplýsingar fyrir foreldra og börn eru á vefsíðu embættis landlæknis.

Leikskólar og börn. Leiðbeiningar gerðar af embætti landlæknis. Teikningar gerðar af Stefaníu Emilsdóttur.

Einnig hafa Landssamtökin Þroskahjálp hannað upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli.

Halló ég heiti Kóróna - efni fyrir börn.

My Hero is You er barnabók gerð af sérfræðingum til að lesa með börnum um heimsfaraldurinn. Bókin er á ensku en er í þýðingu á fleiri tungumál.

Samkomubann og börn

Gátlisti fyrir rekstraraðila sem vinna með börnum og unglingum

Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.


Algengar spurningar og svör:

Hér á síðunni undir spurt og svarað er ýmiss fróðleikur.
Hvað er nýja kórónuveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Krakkafréttir hafa gert fróðlegt innslag um veiruna.
Hvernig veikindum veldur veiran? Nýja kórónuveiran veldur veikindum sem svipa mjög til kvefs, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf hjá heilsugæslunni eða hjá netspjalli Heilsuvera.is
Er nýja kórónuveiran hættuleg? Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mikið veikir, en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið eða ekkert veikir.
Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast.

Við getum öll hjálpast að við að hægja á útbreiðslu veirunnar. Til dæmis með því að:

Þvo okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt.
Hósta eða hnerra í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið.
Passa að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.
Forðast faðmlög, kossa og knús, einkum í skólanum og leikskólanum.
Forðast náin samskipti við aðra ef maður finnur fyrir einkennum kvefs eða inflúensu, s.s. hósta, nefrennsli o.s.frv.
Forðast að koma nálægt fólki sem virðist veikt af kvefi eða inflúensu.


Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð.