Táknmál
Táknmál

Börn, skólar og æskulýðsstarf

Í gildi er sem gildir frá og með 19. október 2020 til og með 10. nóvember 2020. Reglur um fjöldatakmörk og nálægðartakmörk gilda ekki um börn sem eru fædd árið 2005 og síðar. Takmörkun á skólastarfi tekur til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin gildir einnig um frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf.
Sjá reglugerð frá 4. október 2020
Hér er einnig hægt að sjá reglugerð um hertar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu.

Leikskólar

Leikskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi með því skilyrði að starfsfólk gæti að 2 metra nándarreglu þegar andlitsgrímur eru ekki notaðar. Einstaklingar fæddir árið 2004 eða fyrr mega ekki vera fleiri en 30 í hverju rými. Foreldrar og aðstandendur eiga almennt ekki að koma in í skólabyggingar nema af brýnni nauðsyn. Viðvera foreldra vegna aðlögunar þarf að skipuleggja þannig að þeir noti ekki hreinlætis- eða mataraðstöðu á staðnum og þeir þurfa að gæta að 2 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart starfsfólki. Aðeins eitt foreldri má fylgja barni í aðlögun. Stjórnendum í leikskóla er heimilt að krefja foreldra um notkun andlitsgríma í aðlögun.

Þrífa og/eða sótthreinsa þarf húsnæði leikskóla eftir hvern dag.

Grunnskólar

Grunnskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi með því skilyrði að starfsfólk gæti að 2 metra nándarreglu þegar andlitsgrímur eru ekki notaðar. Einstaklingar fæddir árið 2004 eða fyrr mega ekki vera fleiri en 30 í hverju rými. Þetta á einnig við um frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf í grunnskólum. Foreldrar og aðstandendur eiga almennt ekki að koma in í skólabyggingar nema af brýnni nauðsyn.


Þrífa og/eða sótthreinsa þarf húsnæði grunnskóla eftir hvern dag.

Framhalds- og háskólar

Í ölllum byggingum framhaldsskóla er skólastarf heimilt svo framarlega að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndun nemenda milli hópa er ekki leyfði í kennslu en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og á göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndum hópa ef notaðar eru andlitsgrímur. Við sérstakar aðstæður, til að mynda í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi, eiga nemendur og kennarar að nota andlitsgrímur.

Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms eiga ekki að fara fram í skólabyggingu. Takmarka á gestakomur í skólabyggingar.

Við íþróttakennslu á framhaldsskólastigi eru snertingar leyfðar milli nemanda á æfingum og í keppnum. Hins vegar þarf að virða 2 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan æfingasvæðis og keppnissvæðis.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum á að sótthreinsa eftir hverja viðveru nemendahópa. Einnig á að sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti daglega og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Samkomubann og börn

Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur, bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sína.
Notum tækifærið og kennum börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.

Gátlisti fyrir rekstraraðila sem vinna með börnum og unglingum

Hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar

Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt.
Hóstum eða hnerrum í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið.
Pössum að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.
Forðumst faðmlög, kossa og knús.
Forðumst náin samskipti við aðra ef við finnum fyrir einkennum kvefs eða inflúensu, s.s. hósta, nefrennsli o.s.frv.
Forðumst að koma nálægt fólki sem virðist veikt af kvefi eða inflúensu.

Algengar spurningar og svör

Hvað er kórónuveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Krakkafréttir gerðu fróðlegt innslag um veiruna í mars 2020. Einnig mættu Krakkafréttir á upplýsingafund almannavarna og spurðu áhugaverðra spurninga.
Krakkafréttir 29. september 2020
Krakkafréttir 30.september 2020
Krakkafréttir 1. október 2020
Hvernig veikindum veldur veiran? Kórónuveiran veldur veikindum sem svipar mjög til kvefs, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf hjá heilsugæslunni eða hjá netspjalli Heilsuvera.is
Er kórónuveiran hættuleg? Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mikið veikir, en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast.
Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Ef þú hefur verið nálægt einhverjum sem er veikur vegna kórónaveirunnar gætir þú smitast.

Haustfrí í Reykjavík - skemmtilegar hugmyndir fyrir börn

Börn í sóttkví - leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna

Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví - leiðbeiningar til forráðamanna

Barnaspítali Hringsins hefur gefið út ráðleggingar vegna barna og ungmenna.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman upplýsingar fyrir börn og ungmenni um kórónuveiruna (Covid-19)

Ítarlegar upplýsingar fyrir foreldra og börn eru á vefsíðu embættis landlæknis.

Leikskólar og börn. Leiðbeiningar gerðar af embætti landlæknis. Teikningar gerðar af Stefaníu Emilsdóttur.

Einnig hafa Landssamtökin Þroskahjálp hannað upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli.

Halló ég heiti Kóróna - efni fyrir börn.

My Hero is You er barnabók gerð af sérfræðingum til að lesa með börnum um heimsfaraldurinn. Bókin er á ensku.