Táknmál
Táknmál
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn
– þau eru í sóttkví fram
   yfir seinni sýnatöku
Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl eða keyra sjálf.

Bóluefni eða mótefni

Fólk sem hefur fengið COVID-19 eða er bólusett  

Reglurnar hér að neðan gilda um öll þau sem hafa fengið bólusetningu eða hafa vottorð um fyrri sýkingu vegna COVID-19, jafnvel þó fólk komi frá skilgreindum há-áhættusvæðum.

Frá 1. júlí: - vottorð telst gilt þegar 14 dagar eru liðnir frá seinni skammti (eða 14 dagar frá Janssen skammti). Ef vottorð er ekki gilt þarf einstaklingur að fara í tvær sýnatökur og 5 daga sóttkví á milli.

Allir ferðamenn skulu forskrá sig fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
Sýna viðurkennt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu á landamærunum.
Þurfa ekki að sýna fram á neikvætt PCR-próf.
Allir þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins, líka börn.
Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi þar til neikvæð niðurstaða fæst úr sýnatökunni á landamærunum. Ef engin skilaboð berast innan 24 tíma er sýnið neikvætt. Hér er listi yfir gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.
Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Þau eru undanþegin skyldu til að framvísa neikvæðu PCR vottorði við komu. Ferðist barn með manneskju sem hefur bólusetningarvottorð, eða vottorð um fyrra smit, fylgir barnið viðkomandi í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst úr sýnatöku á landamærunum. Sömu reglur gilda um barn sem ferðast eitt.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.

Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli.