Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Fólk með vottorð um fulla bólusetningu eða fyrri COVID-19 sýkingu  

Mælt er með því að fólk sem er á ferðalagi kynni sér ferðaráð stjórnvalda vegna COVID-19.

Reglur á landamærunum gilda til 28. febrúar 2022.

Reglur á landamærunum

Allir ferðamenn skulu forskrá sig fyrir komuna til landsins og hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
Sýna vottorð um fulla bólusetningu, eða vottorð um fyrri sýkingu, á landamærunum. Teljist vottorð ekki gilt þarf að fara í tvær sýnatökur og 5 daga sóttkví á milli.
14 dagar þurfa að vera liðnir frá seinni skammti bóluefnis (eða 14 dagar frá Janssen skammti) til að vottorð teljist gilt. Sé styttra liðið frá bólusetningu þarf ferðamaður að fara í eina sýnatöku á landamærunum og fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi þar til neikvæð niðurstaða fæst úr henni.  
Þau sem eru búsett hér á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, þurfa að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands en þurfa ekki að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi á landamærunum. Sýnatöku er hægt að fá við landamærin í Keflavík eða hjá heilsugæslunni um allt land innan 48 stunda eftir komuna til Íslands. Ekki þarf að sæta sóttkví meðan beðið er niðurstöðu þessarar sýnatöku en ferðamenn eru beðnir að sinna persónulegum sóttvörnum, takmarka umgengni við viðkvæma einstaklinga og vera vakandi fyrir einkennum COVID-19.
Reglur fyrir ferðamenn án tengslanets á Íslandi: Bólusettir ferðamenn, og þau sem eru með staðfesta fyrri sýkingu, þurfa að framvísa neikvæðu COVID-prófi áður en farið er um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands. Bæði er tekið á móti PCR-prófi og COVID-19 hraðprófi (e. rapid antigen test). Ekki er tekið á móti sjálfsprófum. Prófið þarf að vera tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar. Sé vottorði ekki framvísað á landamærunum liggur við því 100.000 kr. sekt og skylda til að fara í sýnatöku á landamærunum.
Ef ferðamaður hefur nýlega greinst með COVID-19 þarf viðkomandi ekki að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf á landamærunum. Þess í stað þarf að sýna jákvætt PCR próf sem er eldra en 14 daga gamalt (einangrun lokið) en yngra en 180 daga. Þetta fólk þarf heldur ekki að fara í hraðpróf eða PCR-próf innan 48 tíma vegna tengsla við landið.  
Sýnataka og sóttkví barna: Ólögráða börnum yngri en 18 ára er í öllum tilvikum heimilt að ferðast til Íslands með foreldrum sínum að því gefnu að foreldrarnir hafi leyfi til að koma til landsins. Börn fædd 2004 og fyrr þurfa þó að fara í sýnatöku á landamærunum, 5 daga sóttkví, og aðra sýnatöku að henni lokinni nema þau sýni vottorð um fulla bólusetningu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin aðgerðum á landamærunum.
Mælt er með að ferðalangar hlaði niður smáforritinu Rakning C-19. Það er m.a. notað til að miðla neikvæðum niðurstöðum úr skimun og hjálpar til að rekja smit ef þörf krefur.

Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Íslendingar og íbúar á Íslandi sem lenda í vanda við heimkomu s.s. vegna ferðatakmarkana  geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á hjalp@utn.is, eða á Facebook. Fyrirspurnum er svarað á skrifstofutíma.

Í neyðartilvikum sem ekki þola bið er neyðarnúmer borgaraþjónustu opið allan sólarhringinn.

Helstu upplýsingar um réttindi fólks vegna ferðalaga er að finna á síðu Ferðamálastofu.

Upplýsingar um persónuverndarstefnu varðandi sóttvarnarráðstafanir á landamærum.

Á vef Stjórnarráðsins má sjá spurt og svarað um sóttvarnarráðstafanir á landamærunum.

Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum