Líðan okkar

Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum og kvíða þegar óvissa ríkir líkt og nú í tengslum við COVID-19. Það veitir okkur öryggistilfinningu og við upplifum ákveðna stjórn á hlutum þegar við höfum upplýsingar sem hjálpar okkur að takast á við áhyggjurnar. Þannig eykst geta okkar til að takast betur á við krefjandi aðstæður.

Ef þú finnur fyrir áhyggjum er mikilvægt fyrir þig að nota streitulosandi aðferðir sem áður hafa gagnast þér. Það getur verið hreyfing, að hlusta á góða tónlist eða lesa bók.

Gott er fyrir þig að halda daglegum venjum eins og kostur er.

Það er brýnt að við tölum af yfirvegun, án alhæfinga og stórra yfirlýsinga, sérstaklega í kringum börn. Það er mikilvægt að við ræðum líðan okkar við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga eins og kostur er. Ef áhyggjur eru miklar er til að mynda hægt að leita til  heilsugæslu eða sálfræðinga. Einnig er 1717, Hjálparsími Rauða krossins, alltaf opinn. 

Heilræði sem snúa að líðan okkar

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Heilræðin hafa einnig verið þýdd á ensku og pólsku og má finna þær útgáfur hér.
Myndbönd  má sjá hér með hverju heilræði.

Mikilvægt er að hlúa að seiglu og vellíðan og leitast við að draga úr streitu og einmanaleika. Á heilsuveru.is má finna góðar leiðbeiningar til þess. Hér er hlekkur á Heilsuveru undir liðnum „Líðan“.

Sálfræðingar á heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa þýtt bæklinginn Að takast á við áhyggjur og kvíða í heimsfaraldri. Hann inniheldur hagnýtar upplýsingar og æfingar til að hjálpa fólki að takast á við áhyggjur og kvíða í heimsfaraldri á uppbyggilegan hátt. Bæklinginn er einnig hægt að nálgast á ensku og öðrum tungumálum, m.a. pólsku.

Reykjalundur hefur gefið út vefbók á sjálfshjálparsíðu sinni um hugræna atferlismeðferð sem gæti hjálpað þeim sem eru að glíma við vanlíðan. Undir flipanum meðferðarhandbók er texti, sem hægt er að lesa eða hlustaá en einnig er hægt að hlaða niður allri bókinni sem hljóðbók. Svo eru verkefni neðst í hverjum kafla.

Góð ráð til foreldra

Foreldrar eru í flóknu hlutverki við að reyna að samræma vinnu inni á heimili, nám barna og samveru með fjölskyldunni. Á sama tíma eru margir að glíma við áhyggjur af heilsufari, efnahag og atvinnu. Embætti landlæknis, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið tóku höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins Foreldraráðin eru þýdd með leyfi frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og verða foreldrum vonandi leiðarljós í því flókna hlutverki sem þeir standa nú frammi fyrir. Einnig er hægt að nálgast foreldraráðin á ensku.

Góð samskipti eru lykilatriði í jákvæðum tengslum fólks við hvert annað. Hér eru hjálpleg ráð fyrir fjölskyldur um jákvæð samskipti foreldra og barna, hegðun og uppeldi.

Aðstoð

Víða má fá aðstoð ef líðan versnar og almenn ráð duga ekki. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar í heilbrigðiskerfinu og þar er boðið upp á ýmsa góða þjónustu og bjargráð.

Höfuðborgarsvæðið:

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæslan Lágmúla

Heilsugæslan Salahverfi

Heilsugæslan Höfða

Heilsugæslan Urðarhvarfi

Norðurland

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN)

Suðurland

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU)

Suðurnes

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Vesturland

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE)

Vestfirðir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST)

Austurland

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)

Aðstoð félagasamtaka

Ýmis félagasamtök víða um land bjóða upp á aukna ráðgjöf, samtöl og þjónustu til eflingar geðheilsu og farsældar á þessum tímum. Hér eru hlekkir á nokkur úrræði (listinn er ekki tæmandi).

Geðhjálp eru samtök notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu.

Geðhjálp – ráðgjöf í gegnum netið

Geðhjálp – geðheilsa á tímum Covid:

Hugarafl, verkfærakista á tímum Covid:

Bergið Headspace – þjónusta á tímum Covid:

Er erfitt að vera í sóttkví? 

Við erum öll misjöfn og bregðumst ólíkt við í breyttum aðstæðum eins og sóttkví. Það er skiljanlegt að vera þreytt, leið, reið eða eirðarlaus í slíkri stöðu. Sumir taka tilmælum um sóttkví með jafnaðargeði og líta á tímann sem tækifæri til að sinna ýmsu sem annars gefst ekki tími til. Mikilvægt er að hafa í huga að sóttkví er samfélagsleg varúðarráðstöfun.

Ljóst er að ekki væri verið að grípa til þessara ráðstafana nema þær væru taldar nauðsynlegar.

Mikilvægt er að huga að andlegri og líkamlegri heilsu, vera í samskiptum við vini, samstarfsfélaga og fjölskyldu gegnum síma og netið. Að auki er hægt að fara í göngutúra og ökuferðir.  

Hugmyndir að því hvað hægt er að taka sér fyrir hendur meðan á sóttkví stendur: 

Vinna heiman frá sér ef hægt er að sinna einhverjum verkefnum þaðan
Sinna námi 
Spila, púsla 
Horfa á sjónvarpsseríu 
Hvíla sig 
Skápa tiltekt/þrif 
Taka til í geymslunni eða bílskúrnum 
Flokka myndir 
Námskeið á netinu – líkamsrækt, jóga, tölvunámskeið, tungumálanámskeið o.s.frv. 
Líkamsrækt heima 
Lesa, hlusta á hljóðbækur eða hlaðvörp 
Leikir með börnum 
Hannyrðir og föndur
Prófa nýjar uppskriftir eða baka 
Viðgerðir, viðhald, mála heimilið 
Leita eftir stuðningi eftir þörfum hjá vinum/fjölskyldu í síma og á netinu

Gert hefur verið myndband um áhyggjur og kvíða og hvað hægt sé að gera til að draga úr því, lengri útgáfa og styttri útgáfa.

Tengt efni