Áhættuhópar

Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af COVID-19.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir:

Aldraða (því eldri því meiri ástæða til að hafa leiðbeiningarnar í huga)
Einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri (þ.m.t. barnshafandi konur og börn sem þetta á við)

Eru börn með langvinna sjúkdóma í sérstakri áhættu?

Börn á öllum aldri hafa smitast af veirunni en mörg smituð börn hafa fundist við leit í kringum önnur tilfelli en ekki vegna eigin veikinda. Lítið virðist vera um alvarlegar sýkingar hjá börnum en upplýsingar um sjúkdómsgang hjá þeim eru takmarkaðar enn sem komið er.

Eru barnshafandi konur í sérstakri áhættu?

Engar upplýsingar hafa komið fram um sérstaka hættu fyrir barnshafandi konur eða hættu á fylgikvillum á meðgöngu vegna COVID-19. Engar sérstakar ráðleggingar eru því í gildi fyrir barnshafandi konur sem eru almennt hraustar, aðeins almenn smitgát og hreinlæti.

Leiðbeiningar til notenda og aðstoðarfólks í NPA

Sjá hér leiðbeiningar á auðlesnu máli fyrir NPA notendur og aðstoðar-fólk