Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu
Áhættuhópar
Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af COVID-19. Leiðbeiningarnar eru til að mynda ætlaðar fyrir eldri borgara, einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma eða langvinna lungnasjúkdóma.
Við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar með því að
Þvo okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu í hið minnsta 20 sekúndur. Jafnframt er gott að nota handspritt.
Hósta og hnerra í olnbogann, ekki í hendurnar eða út í loftið.
Gæta þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, sérstaklega augun, munninn og nefið. Þannig berst veiran inn í líkamann.
Forðast faðmlög, kossa og knús, brosa frekar.
Nota sótthreinsandi klúta til að þurrka af snertiflötum sem margir koma við.
Nota síma og aðra samskiptamiðla til að viðhalda tengslum, miðla upplýsingum og passa upp á þá sem minna bakland hafa.
Stunda einhverja hreyfingu. Hægt er að gera líkamsæfingar innanhúss eftir leiðsögn sjúkraþjálfara ef við á. Einnig er hægt að nálgast leiðsögn um æfingar í útvarpi, sjónvarpi eða á netinu.
Listi yfir leiðbeiningar sem tengjast fólki í áhættuhópum
Leiðbeiningar til starfsmanna hjúkrunarheimila og dagdvala
Leiðbeiningar til notenda og aðstoðarfólks í NPA
Leiðbeiningar á auðlesnu máli fyrir NPA notendur og aðstoðarfólk
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví
Góð ráð vegna COVID-19 til þeirra sem eiga langveik börn og ungmenni
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum