Táknmál
Táknmál

Áhættuhópar

Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af COVID-19.

Leiðbeiningarnar eru til að mynda ætlaðar fyrir eldri borgara, einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma eða langvinna lungnasjúkdóma.


Ef þú ert í hópi eldri borgara (67 ára og eldri) áttu í meiri hættu á að fá alvarleg einkenni. Því skaltu fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis hverju sinni.


Við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar með því að:

Þvo okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu í hið minnsta 20 sekúndur. Jafnframt er gott að nota handspritt.
Hósta og hnerra í olnbogann, ekki í hendurnar eða út í loftið.
Gæta þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, sérstaklega augun, munninn og nefið. Þannig berst veiran inn í líkamann.
Forðast faðmlög, kossa og knús, brosa frekar.
Nota sótthreinsandi klúta til að þurrka af snertiflötum sem margir koma við.
Sýna sérstaka aðgát í samskiptum við fólk í áhættuhópum ásamt því að huga að eigin áhættu.
Nota síma og aðra samskiptamiðla til að viðhalda tengslum, miðla upplýsingum og passa upp á þá sem minna bakland hafa.
Stunda einhverja hreyfingu. Hægt er að gera líkamsæfingar innanhúss eftir leiðsögn sjúkraþjálfara ef við á. Einnig er hægt að nálgast leiðsögn um æfingar í útvarpi, sjónvarpi eða á netinu.

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til starfsmanna hjúkrunarheimila og dagdvala.

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til notenda og aðstoðarfólks í NPA og leiðbeiningar á auðlesnu máli fyrir NPA notendur og aðstoðar-fólk