Táknmál
Táknmál
Forskráning fyrir heimkomu

Einkenni COVID-19

Einkennin geta virst lítil, en mikilvægt er að fara strax í sýnatöku hversu lítilvæg sem einkennin eru.

Helstu einkenni COVID-19

Hósti
Hiti
Hálssærindi
Kvefeinkenni
Andþyngsli
Bein- og vöðvaverkir
Þreyta
Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
Höfuðverkur

Farðu í sýnatöku ef þú ert með einkenni eða þig grunar að þú sért með smit, þó þú sért bólusett/ur

Haltu þig heima og skráðu þig strax í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru eða hjá einkaaðilum. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þá er hægt að hafa samband í síma 513 1700, Læknavaktina 1700 eða á netspjalli Heilsuveru. Ekki er skylda að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku. Þó er mikilvægt að sýna varúð, passa upp á fjarlægð, handþvott og nota grímur ef nauðsynlegt er að vera meðal fólks. Það má alls ekki fara í eigin persónu á heilsugæslustöð, Bráðamóttöku LSH eða Læknavaktina ef þú ert með einkenni nema hringja fyrst og fá ráð.

Einkennasýnataka er alltaf ókeypis, líka fyrir ferðamenn.

Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituð

Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi. Ráðlegðu viðkomandi að fara í sýnatöku og einangra sig þar til neikvæð niðurstaða fæst.

Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum

Þvoðu hendur í minnst 20 sek í hvert skipti með vatni og sápu.
Sprittaðu hendur með handspritti reglulega og sérstaklega ef þú hefur komið við fleti sem margir snerta.
Forðastu að snerta andlitið, sérstaklega augu, nef og munn.
Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta/pappír. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög.
Notaðu grímu þar sem ekki er hægt að halda fjarlægð. Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir en koma ekki í stað handþvottar og annara sóttvarna. Rakar og skítugar grímur gera ekkert gagn.
Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sjúkdóms.

Þrífðu oftar algenga snertifleti, og/eða sprittaðu þig eftir snertingu þeirra, svo sem:

Handrið og hurðarhúna
Afgreiðsluborð og greiðslukortaposa
Sameiginlegar kaffivélar og aðstöðu á kaffistofunni
Aðgengilegar upplýsingar um reglurnar á landamærunum
Hér má finna flýtileið á ensku sem útskýrir helstu reglur sem gilda á landamærunum