Vegna COVID-19 bólusetninga sumarið 2021

30.6.2021

Ekki stendur til að bjóða upp á fyrstu skammta með Pfizer bóluefni fyrir áður óbólusetta, þ.m.t. börn 12–15 ára, á sumarleyfistíma heilsugæslustarfsmanna 28.6.–27.8.2021.

Mögulega verða þó gerðar einhverjar fyrstu bólusetningar með Pfizer fyrir einstaklinga í áhættuhópum sem vegna læknisfræðilegra ástæðna hafa ekki getað þegið bólusetninguna þegar hún var boðin fyrr á árinu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að mæla með almennri bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12–15 ára. Meta þarf líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 á móti hættu á alvarlegum aukaverkunum og ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um alvarlegar aukaverkanir til að réttlæta almenna bólusetningu hraustra barna sem eru í afar lítilli hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Ef til þess kemur að mælt verði með almennri bólusetningu barna á grunnskólaaldri er líklegt að hún verði boðin í gegnum skólaheilsugæslu eins og aðrar almennar bólusetningar barna á grunnskólaaldri.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu