Tímabundin frestun á notkun AstraZenica bóluefnisins á Íslandi

11.3.2021

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fresta tímabundið frekari notkun AstraZenica bóluefnisins hér á landi. Ástæðan er fréttir af mjög sjaldgæfum, alvarlegum veikindum eftir bólusetningu með efninu annars staðar í Evrópu. Óvíst er um orsakatengsl milli veikindanna og bólusetningar en til að gæta fyllsta öryggis var ákveðið að fresta frekari bólusetningum um tíma. Lyfjastofnun Evrópu gerir greiningu á því hvort tíðni þessara veikinda er aukin eftir bólusetningu eða ekki og niðurstöðu þeirrar vinnu verður beðið áður en bólusetningum verður haldið áfram. Þau sem þegar hafa fengið bólusetningu með efninu eiga að leita til heilsugæslunnar ef þau finna fyrir óvæntum bráðum veikindum.

Fólk sem átti að fá bólusetningu með efninu í þessari viku eða næstu bíða því lengur eftir bólusetningu. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á bólusetningar með öðrum bóluefnum í þessari viku eða næstu fá bólusetningu skv. áætlun. Þetta á sérstaklega við um árganga fædda 1943 og fyrr sem ekki fá Astra Zeneca bóluefni skv. ákvörðun sóttvarnalæknis.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu