Tilslakanir og aðferðafræði temprunar ákveðin á fundi ríkisstjórnar

26.8.2021

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um  tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala  heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými.

Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á  tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum.

Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu