Sýnatökur vegna COVID-19
28.4.2022
Að gefnu tilefni vill sóttvarnlæknir ítreka að áfram verður boðið upp á sýnatökur vegna COVID-19. Sýnatökum hefur fækkað en um 50–100 manns greinast enn á dag. Þeir sem hafa einkenni COVID-19 eða hafa greinst með heimaprófi geta pantað PCR eða hraðpróf hjá heilsugæslu á Heilsuveru til að staðfesta greiningu. Staðfest greining er skráð í sjúkraskrá og er grundvöllur þess að fá útgefið opinbert vottorð um sýkingu og bata (samevrópskt rafrænt vottorð). Þá er mikilvægt að halda áfram PCR prófum til að hægt sé að raðgreina sýni og þannig fylgjast með þeim afbrigðum sem eru í gangi í samfélaginu. Úrtak sýna er raðgreint af Landspítala í hverri viku í þessum tilgangi.
Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi