Skanni C-19 - Nýtt smáforrit fyrir viðburðahaldara

1.10.2021

Embætti landlæknis hefur gefið út nýtt smáforrit sem hefur fengið heitið Skanni C-19. Tilgangurinn er að auðvelda viðburðahöldurum að staðfesta að vottorð um neikvæða niðurstöðu skimunar fyrir COVID-19 sé gilt.

Skanni C-19 er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða á einfaldan og fljótvirkan hátt. Skanni C-19 les QR-kóða vottorðsins, hvort sem er af skjá eða af pappír, og staðfestir hvort vottorðið sé gilt eða ekki.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu