Sameiginleg yfirlýsing Lyfjastofnunar Evrópu og Sóttvarnarmiðstöðvar Evrópu um stöðu COVID-19 í Evrópu

12.8.2021

Vegna aukinnar útbreiðslu Delta afbrigðis SARS-CoV-2 veirunnar í ESB/EES löndum hvetja Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og evrópska sóttvarnarmiðstöðin (ECDC) alla þá sem hafa ekki verið bólusettir en eru gjaldgengir í bólusetningu, eindregið til þess að hefja og ljúka ráðlögðum bólusetningum vegna COVID-19 tímanlega.

Full bólusetning með einhverju af þeim bóluefnum sem eru samþykkt af ESB/EES veitir mikla vörn gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða af völdum SARS-CoV-2, þ.m.t Delta afbrigðinu. Mestu mögulegu verndinni er náð eftir að nægilegur tími (7-14 dagar) hefur liðið frá því að seinni skammturinn var gefinn.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu