Opið hús í 4. skammtinn fyrir 80 ára og eldri

20.6.2022

Undanfarið hefur verið mikil aðsókn í fjórða skammtinn af  COVID-19 bóluefni.

Því mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bjóða upp á opið hús í bólusetningar næstu 2 vikurnar, 21. júní til 1. júlí, milli kl. 13:00 og 15:00, í Mjóddinni.

Bólusetningarnar verða í Álfabakka 14a á 2. hæð. Bólusett er í almannarými og það er grímuskylda. Notað er Pfizer bóluefnið en einnig verður hægt að fá Janssen ef óskað er.

Áfram bjóða allar heilsugæslustöðvarnar upp á ákveðna bólusetningadaga og þar þarf að panta tíma í síma 513-1700 eða í gegnum mínar síður á heilsuvera.is.  

Þetta opna hús er einkum ætlað 80 ára og eldri og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.

Við hvetjum  þessa hópa til að bóka tíma í bólusetningu á heilsugæslustöð eða mæta í opið hús í Álfabakka 14a næstu tvær vikurnar.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu