Notkun COVID-19 bóluefnis Moderna á Íslandi

8.10.2021

Undanfarna daga hafa komið fram gögn frá Norðurlöndum um aukna tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu með Moderna bóluefni umfram bólusetningu með bóluefni Pfizer/BioNTech (Comirnaty).

Í Svíþjóð hefur notkun Moderna verið einskorðuð við einstaklinga fædda fyrir 1991. Í Noregi og Danmörku hefur verið áréttað að mælt er með Pfizer bóluefni frekar en Moderna bóluefni fyrir 12–17 ára.

Hér á landi hefur eingöngu verið mælt með bóluefni Pfizer við grunnbólusetningu 12–17 ára frá því að bólusetningar þessa aldurshóps hófust.

Moderna bóluefni hefur undanfarna tvo mánuði nær eingöngu verið notað við örvunarbólusetningar eftir Janssen bóluefni og eftir tveggja skammta bólusetningar aldraðra og ónæmisbældra. Örfáir einstaklingar hafa fengið seinni skammt grunnbólusetningar sem hófst með Moderna.

Þar sem nægt framboð er af bóluefni Pfizer hér á landi fyrir bæði örvunarbólusetningar skilgreindra forgangshópa og grunnbólusetningar þeirra sem ekki hafa enn fengið bólusetningu hefur sóttvarnalæknir ákveðið að Moderna bóluefni verði ekki notað hér á landi, meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnis Moderna við örvunarbólusetningar.

Upplýsingar um örvunarbólusetningar með mRNA bóluefnum Moderna og Pfizer hjá Lyfjastofnun Evrópu. Opnast í nýjum glugga

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu