Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um sóttkví og notkun hraðgreiningaprófa fyrir COVID-19

23.8.2021

Sóttvarnalæknir mun birta á næstu dögum nýjar leiðbeiningar um notkun hraðgreiningaprófa fyrir COVID-19 og sóttkví barna og fullorðinna.

Í nýjum leiðbeiningum sóttvarnalæknis um skóla og fyrirtækja og í reglugerð sem tekur gildi 24. ágúst 2021 er kveðið á um að einungis þeir sem að mati rakningateymis sóttvarnalæknis og almannavarna hafa verið mikið útsettir fyrir smiti, þurfi áfram að fara í sóttkví í 7 daga sem lýkur með með PCR prófi á sjöunda degi. Þeir sem eru hins vegar minna útsettir þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, geta mætt í skóla eða vinnu en þurfa að fara í hraðgreiningarpróf á fyrsta og fjórða degi. Þeim verður hins vegar gert að gæta vel að sínum sóttvörnum og umgangast ekki viðkvæma einstaklinga fyrstu sjö dagana eftir mögulega útsetningu (smitgát). Með þessu verður hægt að fækka til muna þeim sem þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu