Krafa um neikvæð PCR-próf fyrir COVID-19 við komu til Íslands

19.2.2021

Allir sem koma til Íslands eftir meira en sólarhringsdvöl á skilgreindu áhættusvæði þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARSCoV-2/COVID-19 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna skv. reglugerð nr. 161/2021 sem tekur gildi 19. febrúar 2021.

Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um vottorð um neikvætt PCR-próf

Neikvæð niðurstaða á PCR-prófi (RNA) fyrir SARS-CoV-2/COVID-19.
Vottorði skali framvísa við byrðingu í brottfararlandi og aftur á landamærum við komu.
Hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför.
Ef farþegi er að koma með tengiflugi þá telur 72 klst. frá byrðingu fyrsta flugleggjar.
Þarf að vera á ensku eða einhverju Norðurlandamáli (íslensku, dönsku, norsku, sænsku) þó ekki finnsku.
Vottorð á öðru tungumáli má taka gilt ef þýðing stimpluð af löggildum skjalaþýðanda fylgir á einu af tungumálunum sem krafist er.
Fornafn og eftirnafn og fæðingardagur þess sem sýni var tekið frá (sambærilegt við ferðaskilríki).
Dagsetning sýnatöku.
Heiti og símanúmer rannsóknarstofu.
Niðurstöðu rannsóknar skal forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför.
Hraðgreiningarpróf (mótefnavakapróf/e. antigen) eru ekki tekin gild.

Undanþegnir því að framvísa neikvæðu PCR-prófi eru:

Þeir sem hafa vottorð um afstaðna COVID-19 sýkingu (jákvætt PCR-próf sem er eldra en 14 daga gamalt eða mæld mótefni (IgG)).
Þeir sem hafa gilt bólusetningarvottoð vegna COVID-19.
Börn fædd 2005 og síðar.
Þeir sem hafa dvalið skemur en sólarhring erlendis á skilgreindu áhættusvæði.
Áhafnir og ákveðnar stéttir á vinnuferðum erlendis, enda hafi þær undanþágubréf frá sóttvarnalækni.
Tengifarþegar, enda haldi þeir áfram för innan 48 klst.

Til athugunar

Einstaklingum sem ekki geta framvísað vottorði við komu til landsins verður annað hvort snúið til baka eða þeim gert að greiða sekt.
Íslenskum ríkisborgurum og þeir sem eru með dvalarleyfi á Íslandi verður þó ekki meinað að koma til landsins.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu