Guillain-Barré heilkennið skráð sem mjög sjaldgæf aukaverkun hjá bóluefni Janssen

29.7.2021

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur tilkynnt að Guillain-Barré heilkennið (GBS) muni verða skráð sem mjög sjaldgæf aukaverkun af bóluefni Janssen (COVID-19 Vaccine Janssen) og að bætt verði við viðvörun í lyfjatextum bóluefnisins til að vekja athygli heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem bólusettir eru á tilfellum Gullain-Barré heilkennis sem tilkynnt hafa verið í kjölfar bólusetningar.

Guillain-Barré heilkenni er sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu