COVID-19: Ráðleggingar Lyfjastofnunar Evrópu varðandi viðbótar- og örvunarskammta af Comirnaty og Spikevax

7.10.2021

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur ályktað að það megi gefa aukaskammt af bóluefnunum Comirnaty (Pfizer/BioNTech) og Spikevax (Moderna) fólki með mjög veikt ónæmiskerfi, a.m.k 28 dögum eftir seinni skammt.

Tilmælin koma í kjölfar rannsókna sem sýna að aukaskammtur af þessum bóluefnum eykur getu líkamans til að framleiða mótefni gegn vírusnum sem veldur COVID-19 í sjúklingum sem hafa fengið líffæraígræðslu og hafa veikt ónæmiskerfi.

Þó engar vísbendingar séu um að aukin geta til að framleiða mótefni hjá þessum sjúklingum veiti vörn gegn COVID-19, er áætlað að aukaskammtur muni auka vörn hjá a.m.k. hjá sumum sjúklingum. EMA mun því halda áfram að fylgjast með öllum gögnum sem möguleg eru til að meta árangur þessara bóluefna. Fylgiseðlar og samantekt um eiginleika lyfs fyrir bæði bóluefnin verða uppfærð í samræmi við þessi tilmæli.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu