Bóluefni BioNTech/Pfizer samþykkt hjá 12-15 ára

3.6.2021

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) mælir með að ábending bóluefnis BioNTech/Pfizer (Comirnaty) verði útvíkkuð þannig að einstaklingar 12-15 ára geti fengið bólusetningu með bóluefninu. Í dag er bóluefnið samþykkt fyrir einstaklinga 16 ára og eldri. Notkun bóluefnis í umræddum hópi verður eins og fyrir eldri einstaklinga; það á að gefa í vöðva á upphandlegg tvisvar sinnum og eiga þrjár vikur að líða á milli bólusetninga.

Rannsóknin, sem liggur til grundvallar meðmælum CHMP, náði til 2.260 barna á aldrinum 12-15 ára. Ónæmissvarið í bólusetta hópnum reyndist áþekkt ónæmissvari einstaklinga á aldrinum 16-25 ára fyrir sama bóluefni. Reyndist vörnin í bólusettum hópi 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk COVID-19 sjúkdóm samanborið við 16 börn (af 978) sem fengu lyfleysu.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu