Boðanir í COVID-19 bólusetningu fyrir heilbrigðisstarfsmenn utan ríkisstofnana

6.4.2021

Skv. reglugerð 1198/2020 eru 3 mismunandi flokkar heilbrigðisstarfsmanna skilgreindir sem bólusetja skal gegn COVID-19 teljast heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að hljóti bólusetningu gegn COVID-19 samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis til fimmta hóps sem boðaður verður í COVID-19 bólusetningu.

Meðal þeirra sem munu fá boð eru trúlega fjölmargir læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar o.s.frv. sem ekki eru í klínisku starfi heldur hafa snúið til annarra starfa eða eru hættir störfum. Einstaklingar í þessari stöðu eru hvattir til að þiggja ekki þetta fyrsta boð í bólusetningu gegn COVID heldur hugleiða að hver skammtur sem er notaður fyrir hóp 5 tefur lítillega bólusetningar einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu undir sextugu. Það kemur að því að allir sem vilja bólusetningu geti fengið hana, en við höfum ekki bóluefni fyrir alla fyrr en síðar á árinu

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu