Ávinningur af AstraZeneca meiri en áhættan

15.4.2021

Lyfjastofnun Evrópu telur ávinning af notkun AstraZeneca meiri en áhættuna af. Gögn um mjög sjaldgæf tilvik blóðtappa ásamt blóðflagnafæð tengd bóluefninu eru skoðuð náið en áhættan er einnig skoðuð í samhengi við faraldsfræðileg gögn um COVID-19, fyrirliggjandi gögn um bólusetningu og þann ávinning sem er af notkun bóluefnisins.

Enn er fylgjst grannt með mjög sjaldgæfum tilvikum blóðtappa þar sem magn blóðflagna er einnig minnkað (blóðflagnafæð) sem fram hafa komið eftir notkun bóluefnisins. Stofnunin mun gera nýtt mat á bóluefninu með tilliti til umræddrar aukverkunar, en nú horft er til að skoða málið í stærra samhengi. Matið fer fram að beiðni framkvæmdastjóra heilsu- og fæðuöryggis hjá Evrópusambandinu (e. EU’s Commissioner for Health and Food Safety) í kjölfar fundar heilbrigðisráðherra í Evrópusambandslöndum.

Mat CHMP mun gagnast heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað til að taka ákvörðun um með hvaða hætti er skynsamlegt að nota bóluefnið. Nefndin mun einnig leggja mat á hvort þörf sé á að uppfæra leiðbeiningar varðandi seinni bóluefnaskammt til þeirra sem fengið hafa þann fyrri.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu