Árétting um sóttvarnarreglur við komu til landsins

3.9.2021

Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga mætti ráða að farþegar á leið til landsins þurfi ekki að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi við komuna. Til að fyrirbyggja misskilning skal áréttað að í reglugerð nr. 938/2021 er kveðið á um að íslenskir ríkisborgarar á leið til Íslands sem hafa nýlega fengið COVID-19 og geta því framvísað jákvæðu PCR-prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga séu undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR prófi eða antigen hraðprófi. Þetta er eina undantekningin frá þeirri reglu að framvísa verði neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi

Til baka á forsíðu