Tilkynningar

Fjórði (örvunar) skammtur COVID-19 bóluefnis

23.6.2022

Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að þiggja fjórða skammtinn af COVID-19 bóluefni sérstaklega þeim sem eru 80 ára og eldri, heimilisfólki á hjúkrunarheimilum og yngri einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál. Aðrir sem þess óska geta einnig fengið fjórða skammtinn.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á opið hús í bólusetningar 21. júní til 1. júlí, milli kl. 13:00 og 15:00, virka daga, í Mjóddinni að Álfabakka 14a á 2. hæð.

Bólusett er í almannarými og það er grímuskylda. Notað er Pfizer bóluefnið en einnig verður hægt að fá Janssen ef óskað er.

Allar heilsugæslustöðvar bjóða upp á ákveðna bólusetningadaga og þar er hægt að panta tíma í síma 513-1700 eða í gegnum Mínar síður á heilsuvera.is.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Opið hús í 4. skammtinn fyrir 80 ára og eldri

20.6.2022

Undanfarið hefur verið mikil aðsókn í fjórða skammtinn af  COVID-19 bóluefni.

Því mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bjóða upp á opið hús í bólusetningar næstu 2 vikurnar, 21. júní til 1. júlí, milli kl. 13:00 og 15:00, í Mjóddinni.

Bólusetningarnar verða í Álfabakka 14a á 2. hæð. Bólusett er í almannarými og það er grímuskylda. Notað er Pfizer bóluefnið en einnig verður hægt að fá Janssen ef óskað er.

Áfram bjóða allar heilsugæslustöðvarnar upp á ákveðna bólusetningadaga og þar þarf að panta tíma í síma 513-1700 eða í gegnum mínar síður á heilsuvera.is.  

Þetta opna hús er einkum ætlað 80 ára og eldri og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.

Við hvetjum  þessa hópa til að bóka tíma í bólusetningu á heilsugæslustöð eða mæta í opið hús í Álfabakka 14a næstu tvær vikurnar.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Landspítalinn endurvekur grímuskyldu og takmarkanir á heimsóknum

20.6.2022

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 19. júní 2022  

1. Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta var endurvakin 16. júní 2022 vegna vaxandi fjölda COVID smita í samfélaginu og fjölda inniliggjandi sjúklinga með COVID-19.
2. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímur á meðan þeir eru á Landspítala.
3. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
4. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Aukning í alvarlegum veikindum vegna COVID-19

16.6.2022

Eins og fram kom í frétt 10. júní þá er útbreiðsla COVID-19 vaxandi hér á landi. Nú greinast opinberlega um og yfir 200 manns á dag en líklega er fjöldinn meiri því margir greinast með heimaprófi og fá ekki greininguna staðfesta með opinberu prófi. Flestir sem greinast hafa ekki fengið COVID-19 áður en endursmit eru undir 10% af daglegum greindum smitum.

Samfara þessari aukinni útbreiðslu þá hefur orðið veruleg aukning á innlögnum sjúklinga með COVID-19. Nú liggja 27 einstaklingar inni á Landspítala með eða vegna COVID-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. Flestir inniliggjandi sjúklinganna eru eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar. Þetta er í samræmi við niðurstöðu erlendra rannsókna um að fjórði bólusetningarskammtur minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Staða COVID-19

10.6.2022

COVID-19 veikindi

Tilfellum og dauðsföllum COVID-19 í heiminum hefur fækkað en hins vegar hefur sýnatökum einnig fækkað mikið. Enn er yfirlýstur heimsfaraldur.

Hérlendis hefur um helmingur íbúa greinst opinberlega með COVID-19 þó að líklegt sé að mun fleiri hafi smitast. Ekki hefur sést aukning á endursmitum. Undanfarna daga hefur tilfellum verið að fjölga og greinast nú á milli 150–200 einstaklingar daglega. Þó hefur hlutfall jákvæðra sýna haldist stöðugt síðustu vikur um 7–10% en það segir til hve margir sem fara í próf greinast með sjúkdóminn. Þannig gæti aukning tilfella að hluta skýrst af aukningu tekinna sýna. Flest tilfelli sem greinast eru ómíkron afbrigðið BA.2 en einnig greinist afbrigðið BA.5.

Vart hefur verið við aukningu á komum sjúklinga í áhættuhópum með COVID-19 á göngudeild Landspítala til vökva- og lyfjagjafar og nú eru átta manns inniliggjandi með COVID-19, þar af einn á gjörgæslu.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu COVID-19 á Íslandi

18.5.2022

Í byrjun apríl 2022 var gerð rannsókn á höfuðborgarsvæðinu þar sem könnuð var útbreiðsla COVID-19 á meðal einstaklinga 20-80 ára. Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar sem miðaði að því að kanna hversu stór hluti fullorðinna einstaklinga hefðu sýkst af COVID-19.

Til að kanna yfirstaðið smit af völdum COVID-19 þá voru mótefni gegn veirunni mæld og einnig var tilvist veirunnar í nefkoki könnuð með PCR prófi. 916 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós, að um 70-80% yngra fólks (20-60 ára) höfðu smitast af COVID-19 í byrjun apríl 2022 en heldur færri eldri einstaklinga voru með merki um fyrra smit eða 50% einstaklinga á aldrinum 60-80 ára. Einstaklingsbundnar niðurstöður verða sendar til viðkomandi nú á næstu dögum.

Þessar upplýsingar styrkja þá tilgátu að útbreitt ónæmi gegn COVID-19 hefur nú náðst í samfélaginu og styður einnig þá ákvörðun sóttvarnalæknis að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni.

Sóttvarnalæknir

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Andlát á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs

17.5.2022

Andlát og dánarvottorð

Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs til 1. apríl 2022. Þetta eru andlát þar sem COVID-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi skv. dánarvottorði.

Dánarvottorð berast að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og eru því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Af hættustigi á óvissustig

29.4.2022

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. Óvissustig Almannavarna vegna COVID-19 var fyrst sett á 27. janúar 2020, síðan þá hefur almannavarnarstig Almannavarna verið fimm sinnum á hættustigi og fjórum sinnum á neyðarstigi vegna COVID-19.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Andlát vegna COVID-19

28.4.2022

Að undanförnu hefur verið talsverð umræða í fjölmiðlum um fjölgun andláta á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við undanfarin ár og látið að því liggja að COVID-19 faraldrinum sé um að kenna. Engir tölfræðilegir útreikningar hafa hins vegar verið gerðir á fjölda andlátanna í samanburði við fjölda andláta undangenginna ára en slíkir útreikningar eru nauðsynlegir til að hægt sé að fullyrða um hvort fjöldinn nú sé marktækt meiri en búast hefði mátt við.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Sýnatökur vegna COVID-19

28.4.2022

Að gefnu tilefni vill sóttvarnlæknir ítreka að áfram verður boðið upp á sýnatökur vegna COVID-19. Sýnatökum hefur fækkað en um 50–100 manns greinast enn á dag. Þeir sem hafa einkenni COVID-19 eða hafa greinst með heimaprófi geta pantað PCR eða hraðpróf hjá heilsugæslu á Heilsuveru til að staðfesta greiningu. Staðfest greining er skráð í sjúkraskrá og er grundvöllur þess að fá útgefið opinbert vottorð um sýkingu og bata (samevrópskt rafrænt vottorð). Þá er mikilvægt að halda áfram PCR prófum til að hægt sé að raðgreina sýni og þannig fylgjast með þeim afbrigðum sem eru í gangi í samfélaginu. Úrtak sýna er raðgreint af Landspítala í hverri viku í þessum tilgangi.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Fleiri tilkynningar á vef landlæknis

Til baka á forsíðu