Tilkynningar

Aukið aðgengi að hraðprófum með kostnaðarþátttöku ríkisins

17.9.2021

Ráðherra hefur ákveðið með reglugerð að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum, frá og með 20. september. Markmiðið er að auka aðgengi almennings að hraðprófum þar sem fleiri aðilum verður kleift að bjóða þessa þjónustu, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna.

Hingað til hafa hraðpróf fyrst og fremst verið notuð annars vegar þegar einstaklingum er gert að viðhafa smitgát í stað sóttkvíar og vegna sýnatöku við komu til landsins. Heilsugæslustöðvar hafa annast slíkar sýnatökur án endurgjalds. Hins vegar hafa hraðpróf staðið til boða gegn gjaldi þeim sem á þurfa að halda vegna ferða frá landinu.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Eftirlit með vottorðum vegna COVID-19 á landamærum Íslands

16.9.2021

Varðandi verklag á landamærum Íslands við skoðun vottorða þá vill sóttvarnalæknir að gefnu tilefni benda á að ekki eru alltaf skoðuð öll vottorð hjá öllum komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Á ákveðnum álagstímum mun hluti farþega sem er skráður með bólusetningarvottorð eða vottorð um afstaðna sýkingu fara í gegn án skoðunar á vottorðum til að koma í veg fyrir mannmergð og of langan biðtíma farþega. Þá er einnig tekið slembiúrtak í skoðun neikvæðra PCR-/hraðgreiningaprófa eins og verið hefur. Á þessum álagstímum mun lögregla taka slembiúrtak farþega og spyrja um vottorð og þeir sem hafa ekki tilskilin vottorð geta átt von á sektum.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Skilaboð í Heilsuveru ef greinist með COVID-19 í PCR prófi

16.9.2021

Sóttvarnalæknir mun nú senda skilaboð í Heilsuveru til þeirra sem greinast með COVID-19. Þetta á við þegar PCR próf er jákvætt (veiran finnst). Til að fá skilaboð í Heilsuveru þarf að hafa íslenska kennitölu. Hingað til hefur eingöngu verið hringt í einstaklinga þegar veiran finnst en skilaboð um neikvæða niðurstöðu (þegar veiran finnst ekki) hafa borist í Heilsuveru. Með nýju fyrirkomulagi verða því send skilaboð bæði fyrir jákvæðar og neikvæðar niðurstöður úr PCR prófi.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 15. september

14.9.2021

Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum á fundi ríkisstjórnar í morgun, en þær eru í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 15. september og gildir til 6. október.

Almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hraðprófsviðburðum verður nú unnt að hafa standandi gesti enda gæti þeir að 1 metra reglu en beri ella grímu. Ekki þarf að viðhafa 1 metra fjarlægð eða bera grímu meðan setið er á hraðprófsviðburðum. Reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða að öðru leyti óbreyttar. Þá verður sérstök heimild til að halda skemmtanir fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur án nálægðatakmörkunar eða grímuskyldu fyrir allt að 1.500 manns.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Hraðpróf vegna viðburða

13.9.2021

Nú er mögulegt að fara í hraðpróf vegna viðburða á Suðurlandsbraut 34. Hægt er að fara í hraðpróf frá kl. 8-20 alla virka daga og frá kl. 9-15 um helgar.

Einstaklingar þurfa að skrá sig í  þessi hraðpróf á:

heilsuvera.is - inn á mínum síðum

eða

á vefsíðunni hradprof.covid.is

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Hraðpróf vegna smitgátar og stærri viðburða

6.9.2021

Með nýlegri breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir COVID-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát skal fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt.

Með nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er heimilt að halda stærri viðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt slíkt skilyrði er að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem má ekki vera eldra en 48 klst.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Árétting um sóttvarnarreglur við komu til landsins

3.9.2021

Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga mætti ráða að farþegar á leið til landsins þurfi ekki að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi við komuna. Til að fyrirbyggja misskilning skal áréttað að í reglugerð nr. 938/2021 er kveðið á um að íslenskir ríkisborgarar á leið til Íslands sem hafa nýlega fengið COVID-19 og geta því framvísað jákvæðu PCR-prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga séu undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR prófi eða antigen hraðprófi. Þetta er eina undantekningin frá þeirri reglu að framvísa verði neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 28. ágúst

26.8.2021

Fjöldatakmarkanir miðast áfram við 200 manns og reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Aftur á móti verður sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi, eins metra regla felld niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum, auk fleiri tilslakana sem nánar eru raktar hér að neðan. Heilbrigðisráðherra kynnti þessar breytingar á fundiríkisstjórnar í morgun og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 28. ágúst og gildir til 17. september.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Tilslakanir og aðferðafræði temprunar ákveðin á fundi ríkisstjórnar

26.8.2021

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um  tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala  heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými.

Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á  tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum.

Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Hraðpróf og sjálfspróf

24.8.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð nr. 415/2004 sem fjallar m.a. um hraðpróf. Breytingin er unnin í samráði við sóttvarnalækni.

Í reglugerðinni segir að heilbrigðisstarfsmanni sem hlotið hefur þjálfun, eða sérþjálfaður starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, er heimilt að framkvæma greininu á SARS-CoV-2 veirunni með CE-vottuðu hraðprófi. Þannig er ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar með gerðar eru með hraðprófum hér á landi. Hraðprófin skulu hafa a.m.k. 90% næmi og 97% sértæki samkvæmt mati hlutlausra aðila og hlotið leyfi heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn embætti landlæknis.

Fjöldi
Smit innanlands
Virk smit, landamæraskimun
Smit með mótefni, landamæraskimun
Smit í bið, landamæraskimun
Fjöldi sýna innanlands
Fjöldi sýna, landamæraskimun
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Fjöldi
Fjöldi sýna innanlands. Heildarfjöldi.
Fjöldi sýna á landamærum. Heildarfjöldi.
Fjöldi í einangrun
Fjöldi virkra smita innanlands frá 15. júní
Fjöldi virkra sýna á landamærum frá 15. júní 2020
Fjöldi smita á Íslandi frá upphafi
Fjöldi smita innanlands

Fleiri tilkynningar á vef landlæknis

Til baka á forsíðu

Tilkynna brot