Spurt og svarað

Hvernig get ég forðast smit?

Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í lágmark 20 sekúndur eða nota handspritt. Þegar þú mætir í vinnu eða kemur heim skaltu byrja á að þvo hendur vel og vandlega. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta og halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið. Sýndu sérstaka aðgát við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna. Heilsaðu með brosi frekar en handabandi.

Hverjir eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni?

Líkur á alvarlegum sjúkdómi hækka með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál eru einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Þessi vandamál eru: hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. 

Einstaklingar sem reykja virðast vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en ekki er hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

Á þessari stundu er óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.

Ég held að ég hafi smitast af COVID-19, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við Læknavaktina í síma 1700, heilsugæsluna þína eða netspjall á heilsuvera.is og fáðu ráðleggingar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar. 

Hvers vegna er sett á samkomubann?

Samkomubanni var upphaflega komið á 15. mars 2020 í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdóminum. Síðan þá hafa spár gengið eftir og faraldurinn sótt í sig veðrið, bæði hér á landi og ytra.

Nú þegar hefur fjöldi smita hér á landi haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðiþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út.

Markmið yfirvalda er að fækka smitum og hægja á faraldrinum enn frekar til að auðvelda heilbrigðiskerfinu að hlúa að þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu.Í þessu skyni telur sóttvarnalæknir nauðsynlegt að herða á aðgerðum í samkomubanni og takmarka enn frekar en áður samgang og samneyti fólks. Hertar aðgerðir, sem takmarka samkomur fleiri en 20 einstaklinga gilda til 4. maí 2020.  

Hvað mun samkomubannið vara lengi?

Samkomubannið gildir frá og með 16. mars til 4. maí en lengd þess verður endurskoðuð ef þurfa þykir.

Hvers vegna eru aðgerðir í samkomubanni hertar?

Samkomubanni, með banni við samkomum 100 manns eða fleiri, var komið á 15. mars í þeim tilgangi að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Síðan þá hefur faraldurinn sótt í sig veðrið hér á landi og smitum farið fjölgandi.

Smit á Íslandi hefur nú þegar haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðisþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út. Nauðsynlegt er að hægja á faraldrinum enn frekar til að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu. Í þessu skyni telur sóttvarnalæknir nauðsynlegt að herða á aðgerðum í samkomubanni og takmarka enn frekar en áður samgang fólks á milli.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

- Þeir sem grunur leikur á að hafi smitast af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví.  

- Þeir sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví. 

- Allir íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem eru með fasta búsetu á Íslandi og hafa dvalið erlendis 24 klukkustundir eða lengur, þurfa við heimkomuna að fara í sóttkví, án tillits til þess hvaðan þeir koma (gildir frá og með 19. mars 2020).  

Sóttkví stendur í 14 daga og eru nánari leiðbeiningar um sóttkví á vef embættislandlæknis. 

Mikilvægt: Fólk í heimasóttkví á að tilkynna símleiðis til heilsugæslu þegar sóttkví hefst.

Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? 

Sóttkví er fyrir þá sem grunur leikur á að gætu verið smitaðir af Covid-19 en eru einkennalausir. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfest smit. Nánari leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi má finna á vef embættis landlæknis. 

Er kvef án hita og beinverkja tilefni til þess að fleiri á heimilinu fari í sóttkví?

Ef vitað er um útsetningu fyrir kórónaveirusmiti eru öll öndunarfæraeinkenni grunsamleg og kalla á sóttkví annarra á heimilinu. Hægt er að leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eru einhverjir hópar undanþegnir frá sóttkví og hversvegna? 

Flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa eru undanþegnar kröfu um sóttkví við komu til landsins. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar til að tryggja örugga birgðaflutninga til landsins og hins vegar þar sem dvalartími þeirra erlendis fer sjaldnar yfir 24 klukkustundir. Rík áhersla er lögð á að áhafnir sýni ýtrustu varkárni og gæti að sóttvörnum.

Þá þurfa erlendir ferðamenn á Íslandi ekki að fara í sóttkví.

Hvers vegna þurfa ferðamenn ekki að fara í sóttkví við komuna til landsins? 

Fyrir því eru ýmsar ástæður. Tölfræðin sýnir að smithættan sem hlýst af erlendum ferðamönnum er minni en þeim sem búsettir eru hér á landi. Það skýrist af því að ferðamenn eiga síður í nánum samskiptum við þá sem hér búa og ekki við jafn marga og ef heimamenn eiga í hlut. 

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, getur sá kennari haldið áfram störfum?

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, en ekki með einkenni, getur viðkomandi kennari haldið áfram sínum störfum.  Ef sá sem er í sóttkví fær einkenni fer hann í einangrun og eiga aðrir sem hafa verið á heimilinu að fara í sóttkví.

Eiga systkini nemenda í sóttkví að sækja áfram sína skóla?

Á meðan sá sem er í sóttkví hefur engin einkenni er öðru heimilisfólki sem ekki hefur sjálft umgengist einstaklinga með COVID-19 sjúkdóm óhætt að sækja sinn skóla/vinnu. Mikilvægt er þó að huga að sóttvörnum, sýna varkárni og ef grunur vaknar um einkenni hjá þeim sem er í sóttkví skal leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eiga fjölskyldur nemenda í sóttkví líka að vera í sóttkví á sama tíma?

Ef viðkomandi nemandi  er ekki með einkenni en þarf að vera í sóttkví þurfa fjölskyldumeðlimir ekki að vera í sóttkví nema þeir hafi sjálfir umgengist smitaðan einstakling. Mikilvægt er þó að huga vel að sóttvörnum á heimilinu og minnka náin samskipti eins og kostur er.

Sjá leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví.

Ef einstaklingur sem hefur verið útsettur fyrir smiti fær einkenni á meðan á sóttkví stendur er brýnt að viðkomandi hafi samband við sína heilsugæslustöð eða vaktsíma 1700 og fái ráðgjöf.

Ég er í sóttkví og þarf að gista í Reykjavík áður en ég fer heim út á land, hvað geri ég?

Það er engin sérstök gisting í boði fyrir þá sem eru í sóttkví, þú verður að sjá um það sjálfur/sjálf og meta aðstæður.

Fólk sem er í sóttkví getur umgengist aðstandendur og hægt er að bóka hótel og láta það vita af aðstæðum. En biðlað er til þess að halda í lágmarki samneyti við annað fólk og leggja ofuráherslur á hreinlæti og önnur sóttvarnarráð.

Gæti ég þurft að fara ítrekað í sóttkví? 

Já. Það gilda alltaf sömu reglur um sóttkví, bæði varðandi ferðalög til útlanda og umgengni við smitaða einstaklinga.  

Getur fólk þurft að fara aftur í sóttkví sem kemur að utan?

Það hefur verið miðað við það að fólk þurfi ekki að fara aftur í sóttkví ef það hefur lokið sinni sóttkví í útlöndum, en þetta fer eftir aðstæðum. Ef fólk ferðast á áhættusvæði á leið heim og dvelst þar í sólarhring eða lengur þarf það að fara aftur í sóttkví. Einnig, ef kemur upp tilfelli í grennd við það í flugvél á leið heim eða hitta einhvern nákominn hér sem reynist svo smitandi.

Ég er í sóttkví, þarf að láta vita af því?

Já, það er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi yfirsýn yfir þann fjölda sem er í sóttkví hverju sinni.

Þeir sem eru í sóttkví og hafa ekki verið skráðir í gegn um rakningateymi, heilsugæslu eða 1700 geta skráð upplýsingar um sóttkví á vefinn heilsuvera.is. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarf að hafa rafræn skilríki. Hægt er að óska eftir vottorði um sóttkví um leið og hún er skráð í gegn um heilsuveru.is og fæst það endurgjaldslaust.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Get ég fengið vottorð ef ég fer í sóttkví?

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarftu að hafa rafræn skilríki.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Á ég rétt á launum í sóttkví? 

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt ríka áherslu á að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Stéttarfélög, bæði á opinberum og einkamarkaði, hafa flest birt leiðbeiningar til sinna félagsmanna um rétt þeirra til launagreiðslna í sóttkví.  

Ef einstaklingur fer í sjálfskipaða sóttkví, þ.e. án fyrirmæla frá heilbrigðisyfirvöldum, á hann ekki rétt til launa meðan á því stendur. 

Er hægt að sækja um undanþágu frá því að fara í sóttkví? 

Nei. Reglurnar eru skýrar. Þau sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví og þau sem koma að utan og hafa dvalið erlendis lengur en 24 klukkustundir þarf að fara í sóttkví (frá og með 19. mars 2020). Þetta gildir þó ekki um flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. 

  

Get ég farið til læknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opin á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.

Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara til beint læknis eða á heilsugæsluna heldur á að hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opin á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.

Er hægt að veita heilbrigðisþjónustu utan opinberra heilbrigðisstofnana?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta áþó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem og læknaheimsóknum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt Covid-19 smit hjá sjúklingi/skjólstæðingi á hann alls ekki að mæta í bókaðan tíma heldur hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opið á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.    

Hvernig geta heilbrigðisstarfsmenn forðast smit?

Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn, eins ogaðrir sýni varkárni og passi vel upp á sóttvarnir. Ef einstaklingur sem hefureinkenni COVID-19 þarf á bráðaþjónustu að halda ætti að takmarka fjöldastarfsmanna eins og hægt er og reyna að láta viðkomandi ekki sitja með öðrumsjúklingum á biðstofu. Öllum skoðunum og aðgerðum sem mega bíða ætti að frestaþar til veikindi viðkomandi eru gengin yfir.

Má ég nota almenningssamgöngur eftir að ég lendi í Keflavík ef ég kem frá áhættusvæði?

Almennt er ráðlagt að hefja sóttkví þegar lent er á Íslandi og forðast að nota almenningssamgöngur frá Keflavík. Fólk þarf að nota almenningssamgöngur til að komast til Íslands en biðlað er til fólks að nýta eftir það, eins og hægt er, ekki almenningssamgöngur og halda í lágmarki samneyti við annað fólk.  

Þér er því ráðlagt að keyra frekar en að taka leigubíl, rútu eða innanlandsflug. Ef þú færð einkenni innan tveggja daga frá því að þú komst heim þá myndi smitrakningateymi sóttvarnalæknis hafa samband og rekja ferðir þínar aftur um tvo daga. Loftgæðin eru betri í flugvél og því yrðu þeir sem eru tveimur sætaröðum fyrir framan og aftan þig beðnir um að fara í sóttkví. Hins vegar þyrfti öll rútan að fara í sóttkví ef þú ferðast með rútu. Ef þú ferðast í bíl eru það einungis þeir farþegar sem eru með þér í bílnum sem þurfa að fara í sóttkví.  

Ef fólk sem þarf að fara í sóttkví er ekki með bíl á Keflavíkurflugvelli þá er t.d. hægt að biðja ættingja eða vini um að keyra á tveimur bílum til Keflavíkur, skilja annan eftir og skilja lyklana eftir fyrir ferðalangana til að taka bílinn heim. Einnig er hægt að taka bílaleigubíla.

Mun flug til og frá landinu falla niður út af samkomubanninu?

Nei. Takmörkun á samkomum nær hvorki til alþjóðaflugvalla né alþjóðaflugs. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Mega skemmtiferðaskip koma til landsins í samkomubanninu?

Já. Takmörkunin tekur ekki til alþjóðahafna og því mega skip koma til og frá landinu í gegnum alþjóðahafnir.

Er hægt að fá undanþágu frá samkomubanni?

Það er hægt að sækja um undanþágu en skilyrðin eru ströng. Undanþágur eru því aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki, svo sem í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Fyrst eftir að samkomubannið tók gildi bárust heilbrigðisráðuneytinu margar umsóknir um undanþágu. Flestum þeirra hefur verið hafnað.

Hvað með sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, sólbaðsstofur o.fl. í samkomubanni?

  • Allar sundlaugar eiga að vera lokaðar vegna samkomubanns. Af sjálfu leiðir að allt skólasund fellur niður.
  • Sameiginlegir heitir pottar, hvar sem þeir eru, eiga að vera lokaðir rétt eins og sundlaugar.
  • Allar líkamsræktarstöðvar eiga að vera lokaðar, hvort sem þær eru með tæki (eins og í tækjasölum), sameiginleg lóð eins og í crossfit-sal, eða annan sameiginlegan búnað.
  • Sólbaðsstofur eiga að vera lokaðar og gildir þá einu þótt hægt sé að hafa tveggja metra bil á milli fólks. Ástæðan er mikil smithætta af sameiginlegum búnaði.
  • Allar tattústofur skulu vera lokaðar og allar nuddstofur.

 

Eru öll mannamót og skemmtanahald bannað í samkomubannið?

Skemmtanir, viðburðir og önnur mannamót þar sem fleiri en 20 einstaklingar koma saman eru bönnuð á meðan á samkomubanninu stendur. Heimild fólks til að koma saman þegar um ræðir 20 manns eða færri byggist á því að þá reglu að a.m.k. tveir metrar séu á milli einstaklinga.

Eru skemmtistaðir lokaðir í samkomubanni?

Já, allir skemmtistaðir eiga að vera lokaðir meðan samkomubann er í gildi.

Nær samkomubannið til útisamkoma?

Já. Um slíkar samkomur gilda sömu reglur og fyrir samkomur sem haldnar eru innandyra, bæði hvað varðar fjölda og hversu mikið pláss þarf að vera hægt að hafa milli fólks.

Geta trúarlegar athafnir farið fram í samkomubanni?

Takmörkun á samkomum tekur einnig til trúarathafna. Óheimilt er að fleiri en 20 manns komi saman, að meðtöldum þeim sem stýra athöfninni. Dæmi um þetta eru útfarir, giftingar, fermingar, skírnir og sambærilegar athafnir, hvort sem er í kirkju eða á öðrum stöðum.

Geta veislur farið fram eftir að samkomubannið tekur gildi?

Veislur, matarboð og öll önnur tilefni þar sem fólk kemur saman í heimahúsi, í veislusölum, utandyra eða á öðrum stöðum eru bannaðar séu fleiri en 20 manns viðstaddir. Við minni samkvæmi þarf að tryggja að fjarlægð á milli einstaklinga sé a.m.k. 2 metrar.

Geta íþróttaviðburðir farið fram meðan á samkomubanni stendur?

Allt íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og/eða þar sem einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi er bannað. Þetta á líka við um búnað eins og t.d. skíðalyftur sem eru því lokaðar. Um íþróttaviðburði gilda sömu reglur og um aðrar samkomur, þ.e.a.s. að viðburðir geta farið fram ef heildartala allra viðstaddra, keppenda, aðstandanda, starfsfólks og áhorfenda fer ekki yfir 20 manns og unnt er að halda reglu um tveggja metra fjarlægð milli fólks. Það er því augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að keppa. Sóttvarnalæknir hefur beint því til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að tekið verði hlé á æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni.

Hvaða reglur gilda um skipulagt íþróttastarf í samkomubanni?

Allt skipulagt íþróttastarf er óheimilt meðan á samkomubanni stendur. Það á líka við um skipulagt íþróttastarf og æfingar utanhúss.

Hvaða reglur gilda um leikhus og bíóhús í samkomubanni?

Leiksýningar og bíósýningar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að færri en 20 manns sæki sýningarnar þ.m.t. flytjendur og starfsfólk og a.m.k. 2 metrar séu hafðir á milli manna. Því þarf að dreifa fólki um salinn og sviðið sem aftur kann að verða til þess að ekki sé unnt að halda slíkar sýningar í reynd.

Má halda tónleika í samkomubanni?

Tónleikar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að gestir séu ekki fleiri en 20, þar með taldir flytjendur og starfsfólk og að a.m.k. 2 metrar séu hafðir á milli manna.  Á tónleikum skal miða við að sæti séu fyrir alla gesti og því þarf að dreifa fólki um salinn. Þetta kann að hafa þá þýðingu í reynd að ekki sé unnt að halda slíka tónleika.

Má hafa söfn opin meðan á samkomubanni stendur?

Nei. Öll söfn eiga að vera lokuð.

Geta ráðstefnur eða stórir fundir farið fram í samkomubanni?

Nei, námskeið, ráðstefnur, málþing, fundir og kennsla þar sem 20 manns eða fleiri koma saman eru óheimil. Ef færri en 20 einstaklingar koma saman til fundarhalds þarf að tryggja að fjarlægð á milli þeirra sé a.m.k. 2 metrar. Þegar hafa fjölmargir vinnustaðir fært fundahöld yfir í fjarfundi og er reynslan af slíku almennt góð.

Hvernig verður skólahaldi háttað í samkomubanninu?

Töluverðar takmarkanir eru á skólahaldi á meðan á samkomubanninu stendur. Í mörgum tilfellum geta nemendur ekki mætt í skólabyggingar heldur stunda nám í fjarkennslu. Í öðrum tilfellum eru strangar kröfur settar um fjölda og nálægð nemenda.

Takmarkanirnar gilda um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en einnig aðrar menntastofnanir, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf.

·      Framhaldsskólabyggingar og háskólabyggingar eru lokaðar og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

·      Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag.

·      Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag.

·      Hlé er gert á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu.

·      Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla, sjá leiðbeiningar um börn og samkomubann.

Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Hvernig munu leikskólar starfa í samkomubanni?

Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag.

Hvernig munu grunnskólar starfa í samkomubanni?

Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag.

Hvernig munu framhaldsskólar starfa í samkomubanni?

Framhaldsskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

Hvernig munu háskólar starfa í samkomubanni?

Háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

Hvað munu takmarkanir á skólastarfi vara lengi?

Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Af hverju er framhaldsskólum og háskólum lokað en ekki grunnskólum og leikskólum?

Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni að breytast tímabundið.

Geta foreldrar sem vilja haft börnin sín heima?

Hvatt er til þess að heilbrigð börn sæki sinn skóla. Ef nemandi sýnir engin merki um veikindi ætti viðkomandi að mæta í skólann. Engin breyting hefur verið gerð á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Hins vegar er brýnt að nemendur mæti ekki í skólann ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Þar eru settar fram skýrar upplýsingar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

 Hvernig á að haga leikjum barna við vini og félaga utan skólatíma?

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafaskipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftirfyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það ermikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga ítengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessumráðstöfunum.  Sjá nánar leiðbeiningar Almannavarna og Landlæknis.

Hvenær er rétt að nota hanska og hvernig eru þeir notaðir?

Þvoðu hendur og þurrkaðu vel með hreinum klút áður en matvæli eru snert og/eða matar er neytt, alltaf eftir salernisferðir, þegar hendur mengast sem og í lok vaktar.

Ef handlaug er ekki nærri skaltu nota handspritt í stað handþvottar.

Líta ætti á alla hanska sem óhreina. Hætt er við að handhreinsun verði útundan og gleymist að skipta um hanska milli verka, ef þeir eru notaðir að staðaldri.

Hansa á að nota við óhrein verk, s.s. þrif. Einnig ef matvæli sem aðrir neyta, án skolunar eða eldunar, eru handleikin meðberum höndum. Ekki fara á milli verka án þess að skipta um hanska. Hendur á að hreinsa fyrir og eftir hanskanotkun.

Ef hanskar (t.d. plasthanska) eru notaðir þar sem afgreidd eru matvæli sem eru tilbúin til neyslu (t.d bakarí og á veitingastöðum,þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu.

Ef annað afgreiðslufólk vill nota hanska má nota plasthanska, vínilhanska eða nítrílhanska. Latexhanskar eru óæskilegir vegna hættu á ofnæmi hjá viðskiptavinum.

Hvenær er rétt að nota grímur og hvernig eru þær notaðar?

Heilbrigt fólk ætti aðeins að nota grímur ef það sinnir umönnun fólks sem er hugsanlega með COVID-19 sýkingu. Ef þú ert með flensueinkenni, hóstar eða hnerrar og aðrir eru nærri, skaltu nota grímu.

Grímur gagnast aðeins ef regluleg handhreinsun er stunduð líka, með sápu og vatni eða sprittun.

Ef þú notar grímu skaltu gæta vel að því að setja á þig grímuna, taka hana af þér og henda með réttum hætti.

Þarf að loka stórum vinnustöðum í samkomubanninu?

Líkur eru á því að einhverjum vinnustöðvum þurfi að loka eða breyta talsvert fyrirkomulagi vinnu. Allir vinnustaðir þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 20 í sama rými á hverjum tíma og að hægt sé að hafa 2 metra á milli þeirra einstaklinga sem eru í vinnu. Mikilvægt er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Hvaða áhrif hefur samkomubann á minni vinnustaði?

Á þeim vinnustöðum þar sem færri en 20 manns vinna er mælst til þess að haga vinnurými þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga. Gott er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Verða verslanir lokaðar í samkomubanni?

Ekki stendur til að loka verslunum en verslanir þurfa að gæta að því að ekki séu fleiri en 20 einstaklingar inni í verslunarrýminu á sama tíma.

Undantekningin er matvöruverslanir og lyfjabúðir sem mega hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að gætt sé að því að tveir metrar séu á milli einstaklinga. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir 1.000 fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt.

Gott er að hafa í huga að bara einn frá hverju heimili fari í verslunina, að vera skipulögð í innkaupunum með innkaupalista, gæta að því að standa ekki of þétt saman í röðum og virða 2 metra regluna milli einstaklinga.

Hvernig er best að snúa sér í því að versla inn matvörur fyrir heimilið?

Matvöruverslanir verða áfram opnar en mælst er til þess að ekki fari fleiri en einn einstaklingur frá hverju heimili í búðina í einu. Þá er mælt með því að skrifa niður innkaupalista áður en farið er í búðina til að hægt sé að ljúka innkaupunum á sem stystum tíma. Í búðinni þarf svo að gæta að því að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð milli fólks, svo sem í biðröðum við kassa, og eru dæmi um að verslanir séu farnar að setja merki á gólf á biðraðasvæði til að gefa til kynna hvar fólk á að standa til að tryggja nægilega fjarlægð á milli manna.

Þá er víða boðið upp á heimsendingarþjónustu, bæði frá matvöruverslunum og apótekum sem fólk í sóttkví og einangrun getur m.a. nýtt. Hafa þarf í huga að vegna aukinnar eftirspurnar þessa dagana er stundum mikið að gera hjá þeim aðilum sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Verður verslunarmiðstöðvum lokað?

Hvert verslunarrými er sér eining innan verslunarmiðstöðva. Tryggja þarf að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 manns inni í hverju verslunarrými fyrir sig. Sameiginleg rými skal skipuleggja þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga.  

Ekki skal efna til viðburða sem fram fara að stórum hluta í sameiginlegu rými, s.s. sérstaka tilboðsdaga eða aðrar uppákomur sem eru til þess fallnar að laða að fjölda fólks.

Mun lögreglan passa upp á fjölda fólks inni í verslunum?

Nei, við treystum á að eigendur verslana og aðrir fylgi fyrirmælum um samkomubann.  

Verður sundlaugum lokað í samkomubanni?

Já, sundlaugum verður lokað frá og með 24. mars 2020.

Verður líkamsræktarstöðvum lokað í samkomubanni?

Já, líkamsræktarstöðvum verður lokað frá og með 24. mars 2020.

Get ég farið í klippingu og á snyrtistofur í samkomubanni?

Nei, frá og með 24. mars verður hárgreiðslustofum og snyrtistofum lokað.

Get ég farið í nudd og sjúkraþjálfun í samkomubanni?

Frá og með 24. mars verður nuddstofum og annarri slíkri starfsemi þar sem nálægð er mikil lokað. Þurfir þú á mikilvægri sjúkraþjálfun að halda vegna endurhæfingar er heimilt að veita hana með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir.

Get ég spilað í spilakössum í samkomubanni?

Nei, frá og með 24. mars verður spilasölum og spilakössum lokað.

Hvernig get ég forðast smit?

Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í lágmark 20 sekúndur eða nota handspritt. Þegar þú mætir í vinnu eða kemur heim skaltu byrja á að þvo hendur vel og vandlega. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta og halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið. Sýndu sérstaka aðgát við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna. Heilsaðu með brosi frekar en handabandi.

Hverjir eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni?

Líkur á alvarlegum sjúkdómi hækka með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál eru einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Þessi vandamál eru: hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. 

Einstaklingar sem reykja virðast vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en ekki er hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

Á þessari stundu er óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.

Ég held að ég hafi smitast af COVID-19, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við Læknavaktina í síma 1700, heilsugæsluna þína eða netspjall á heilsuvera.is og fáðu ráðleggingar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar. 

Hvers vegna er sett á samkomubann?

Samkomubanni var upphaflega komið á 15. mars 2020 í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdóminum. Síðan þá hafa spár gengið eftir og faraldurinn sótt í sig veðrið, bæði hér á landi og ytra.

Nú þegar hefur fjöldi smita hér á landi haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðiþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út.

Markmið yfirvalda er að fækka smitum og hægja á faraldrinum enn frekar til að auðvelda heilbrigðiskerfinu að hlúa að þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu.Í þessu skyni telur sóttvarnalæknir nauðsynlegt að herða á aðgerðum í samkomubanni og takmarka enn frekar en áður samgang og samneyti fólks. Hertar aðgerðir, sem takmarka samkomur fleiri en 20 einstaklinga gilda til 4. maí 2020.  

Hvað mun samkomubannið vara lengi?

Samkomubannið gildir frá og með 16. mars til 4. maí en lengd þess verður endurskoðuð ef þurfa þykir.

Hvers vegna eru aðgerðir í samkomubanni hertar?

Samkomubanni, með banni við samkomum 100 manns eða fleiri, var komið á 15. mars í þeim tilgangi að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Síðan þá hefur faraldurinn sótt í sig veðrið hér á landi og smitum farið fjölgandi.

Smit á Íslandi hefur nú þegar haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðisþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út. Nauðsynlegt er að hægja á faraldrinum enn frekar til að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu. Í þessu skyni telur sóttvarnalæknir nauðsynlegt að herða á aðgerðum í samkomubanni og takmarka enn frekar en áður samgang fólks á milli.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

- Þeir sem grunur leikur á að hafi smitast af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví.  

- Þeir sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví. 

- Allir íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem eru með fasta búsetu á Íslandi og hafa dvalið erlendis 24 klukkustundir eða lengur, þurfa við heimkomuna að fara í sóttkví, án tillits til þess hvaðan þeir koma (gildir frá og með 19. mars 2020).  

Sóttkví stendur í 14 daga og eru nánari leiðbeiningar um sóttkví á vef embættislandlæknis. 

Mikilvægt: Fólk í heimasóttkví á að tilkynna símleiðis til heilsugæslu þegar sóttkví hefst.

Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? 

Sóttkví er fyrir þá sem grunur leikur á að gætu verið smitaðir af Covid-19 en eru einkennalausir. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfest smit. Nánari leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi má finna á vef embættis landlæknis. 

Er kvef án hita og beinverkja tilefni til þess að fleiri á heimilinu fari í sóttkví?

Ef vitað er um útsetningu fyrir kórónaveirusmiti eru öll öndunarfæraeinkenni grunsamleg og kalla á sóttkví annarra á heimilinu. Hægt er að leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eru einhverjir hópar undanþegnir frá sóttkví og hversvegna? 

Flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa eru undanþegnar kröfu um sóttkví við komu til landsins. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar til að tryggja örugga birgðaflutninga til landsins og hins vegar þar sem dvalartími þeirra erlendis fer sjaldnar yfir 24 klukkustundir. Rík áhersla er lögð á að áhafnir sýni ýtrustu varkárni og gæti að sóttvörnum.

Þá þurfa erlendir ferðamenn á Íslandi ekki að fara í sóttkví.

Hvers vegna þurfa ferðamenn ekki að fara í sóttkví við komuna til landsins? 

Fyrir því eru ýmsar ástæður. Tölfræðin sýnir að smithættan sem hlýst af erlendum ferðamönnum er minni en þeim sem búsettir eru hér á landi. Það skýrist af því að ferðamenn eiga síður í nánum samskiptum við þá sem hér búa og ekki við jafn marga og ef heimamenn eiga í hlut. 

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, getur sá kennari haldið áfram störfum?

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, en ekki með einkenni, getur viðkomandi kennari haldið áfram sínum störfum.  Ef sá sem er í sóttkví fær einkenni fer hann í einangrun og eiga aðrir sem hafa verið á heimilinu að fara í sóttkví.

Eiga systkini nemenda í sóttkví að sækja áfram sína skóla?

Á meðan sá sem er í sóttkví hefur engin einkenni er öðru heimilisfólki sem ekki hefur sjálft umgengist einstaklinga með COVID-19 sjúkdóm óhætt að sækja sinn skóla/vinnu. Mikilvægt er þó að huga að sóttvörnum, sýna varkárni og ef grunur vaknar um einkenni hjá þeim sem er í sóttkví skal leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eiga fjölskyldur nemenda í sóttkví líka að vera í sóttkví á sama tíma?

Ef viðkomandi nemandi  er ekki með einkenni en þarf að vera í sóttkví þurfa fjölskyldumeðlimir ekki að vera í sóttkví nema þeir hafi sjálfir umgengist smitaðan einstakling. Mikilvægt er þó að huga vel að sóttvörnum á heimilinu og minnka náin samskipti eins og kostur er.

Sjá leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví.

Ef einstaklingur sem hefur verið útsettur fyrir smiti fær einkenni á meðan á sóttkví stendur er brýnt að viðkomandi hafi samband við sína heilsugæslustöð eða vaktsíma 1700 og fái ráðgjöf.

Ég er í sóttkví og þarf að gista í Reykjavík áður en ég fer heim út á land, hvað geri ég?

Það er engin sérstök gisting í boði fyrir þá sem eru í sóttkví, þú verður að sjá um það sjálfur/sjálf og meta aðstæður.

Fólk sem er í sóttkví getur umgengist aðstandendur og hægt er að bóka hótel og láta það vita af aðstæðum. En biðlað er til þess að halda í lágmarki samneyti við annað fólk og leggja ofuráherslur á hreinlæti og önnur sóttvarnarráð.

Gæti ég þurft að fara ítrekað í sóttkví? 

Já. Það gilda alltaf sömu reglur um sóttkví, bæði varðandi ferðalög til útlanda og umgengni við smitaða einstaklinga.  

Getur fólk þurft að fara aftur í sóttkví sem kemur að utan?

Það hefur verið miðað við það að fólk þurfi ekki að fara aftur í sóttkví ef það hefur lokið sinni sóttkví í útlöndum, en þetta fer eftir aðstæðum. Ef fólk ferðast á áhættusvæði á leið heim og dvelst þar í sólarhring eða lengur þarf það að fara aftur í sóttkví. Einnig, ef kemur upp tilfelli í grennd við það í flugvél á leið heim eða hitta einhvern nákominn hér sem reynist svo smitandi.

Ég er í sóttkví, þarf að láta vita af því?

Já, það er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi yfirsýn yfir þann fjölda sem er í sóttkví hverju sinni.

Þeir sem eru í sóttkví og hafa ekki verið skráðir í gegn um rakningateymi, heilsugæslu eða 1700 geta skráð upplýsingar um sóttkví á vefinn heilsuvera.is. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarf að hafa rafræn skilríki. Hægt er að óska eftir vottorði um sóttkví um leið og hún er skráð í gegn um heilsuveru.is og fæst það endurgjaldslaust.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Get ég fengið vottorð ef ég fer í sóttkví?

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarftu að hafa rafræn skilríki.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Á ég rétt á launum í sóttkví? 

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt ríka áherslu á að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Stéttarfélög, bæði á opinberum og einkamarkaði, hafa flest birt leiðbeiningar til sinna félagsmanna um rétt þeirra til launagreiðslna í sóttkví.  

Ef einstaklingur fer í sjálfskipaða sóttkví, þ.e. án fyrirmæla frá heilbrigðisyfirvöldum, á hann ekki rétt til launa meðan á því stendur. 

Er hægt að sækja um undanþágu frá því að fara í sóttkví? 

Nei. Reglurnar eru skýrar. Þau sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví og þau sem koma að utan og hafa dvalið erlendis lengur en 24 klukkustundir þarf að fara í sóttkví (frá og með 19. mars 2020). Þetta gildir þó ekki um flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. 

  

Hvaða áhrif hefur samkomubann á minni vinnustaði?

Á þeim vinnustöðum þar sem færri en 20 manns vinna er mælst til þess að haga vinnurými þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga. Gott er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Þarf að loka stórum vinnustöðum í samkomubanninu?

Líkur eru á því að einhverjum vinnustöðvum þurfi að loka eða breyta talsvert fyrirkomulagi vinnu. Allir vinnustaðir þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 20 í sama rými á hverjum tíma og að hægt sé að hafa 2 metra á milli þeirra einstaklinga sem eru í vinnu. Mikilvægt er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Hvenær er rétt að nota grímur og hvernig eru þær notaðar?

Heilbrigt fólk ætti aðeins að nota grímur ef það sinnir umönnun fólks sem er hugsanlega með COVID-19 sýkingu. Ef þú ert með flensueinkenni, hóstar eða hnerrar og aðrir eru nærri, skaltu nota grímu.

Grímur gagnast aðeins ef regluleg handhreinsun er stunduð líka, með sápu og vatni eða sprittun.

Ef þú notar grímu skaltu gæta vel að því að setja á þig grímuna, taka hana af þér og henda með réttum hætti.

Hvenær er rétt að nota hanska og hvernig eru þeir notaðir?

Þvoðu hendur og þurrkaðu vel með hreinum klút áður en matvæli eru snert og/eða matar er neytt, alltaf eftir salernisferðir, þegar hendur mengast sem og í lok vaktar.

Ef handlaug er ekki nærri skaltu nota handspritt í stað handþvottar.

Líta ætti á alla hanska sem óhreina. Hætt er við að handhreinsun verði útundan og gleymist að skipta um hanska milli verka, ef þeir eru notaðir að staðaldri.

Hansa á að nota við óhrein verk, s.s. þrif. Einnig ef matvæli sem aðrir neyta, án skolunar eða eldunar, eru handleikin meðberum höndum. Ekki fara á milli verka án þess að skipta um hanska. Hendur á að hreinsa fyrir og eftir hanskanotkun.

Ef hanskar (t.d. plasthanska) eru notaðir þar sem afgreidd eru matvæli sem eru tilbúin til neyslu (t.d bakarí og á veitingastöðum,þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu.

Ef annað afgreiðslufólk vill nota hanska má nota plasthanska, vínilhanska eða nítrílhanska. Latexhanskar eru óæskilegir vegna hættu á ofnæmi hjá viðskiptavinum.

Hvernig verður skólahaldi háttað í samkomubanninu?

Töluverðar takmarkanir eru á skólahaldi á meðan á samkomubanninu stendur. Í mörgum tilfellum geta nemendur ekki mætt í skólabyggingar heldur stunda nám í fjarkennslu. Í öðrum tilfellum eru strangar kröfur settar um fjölda og nálægð nemenda.

Takmarkanirnar gilda um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en einnig aðrar menntastofnanir, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf.

·      Framhaldsskólabyggingar og háskólabyggingar eru lokaðar og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

·      Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag.

·      Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag.

·      Hlé er gert á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu.

·      Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla, sjá leiðbeiningar um börn og samkomubann.

Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Hvernig munu leikskólar starfa í samkomubanni?

Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag.

Hvernig munu grunnskólar starfa í samkomubanni?

Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag.

Hvernig munu framhaldsskólar starfa í samkomubanni?

Framhaldsskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

Hvernig munu háskólar starfa í samkomubanni?

Háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.

Hvað munu takmarkanir á skólastarfi vara lengi?

Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Af hverju er framhaldsskólum og háskólum lokað en ekki grunnskólum og leikskólum?

Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni að breytast tímabundið.

Geta foreldrar sem vilja haft börnin sín heima?

Hvatt er til þess að heilbrigð börn sæki sinn skóla. Ef nemandi sýnir engin merki um veikindi ætti viðkomandi að mæta í skólann. Engin breyting hefur verið gerð á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Hins vegar er brýnt að nemendur mæti ekki í skólann ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Þar eru settar fram skýrar upplýsingar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

 Hvernig á að haga leikjum barna við vini og félaga utan skólatíma?

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafaskipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftirfyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það ermikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga ítengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessumráðstöfunum.  Sjá nánar leiðbeiningar Almannavarna og Landlæknis.

Er hægt að fá undanþágu frá samkomubanni?

Það er hægt að sækja um undanþágu en skilyrðin eru ströng. Undanþágur eru því aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki, svo sem í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Fyrst eftir að samkomubannið tók gildi bárust heilbrigðisráðuneytinu margar umsóknir um undanþágu. Flestum þeirra hefur verið hafnað.

Hvað með sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, sólbaðsstofur o.fl. í samkomubanni?

  • Allar sundlaugar eiga að vera lokaðar vegna samkomubanns. Af sjálfu leiðir að allt skólasund fellur niður.
  • Sameiginlegir heitir pottar, hvar sem þeir eru, eiga að vera lokaðir rétt eins og sundlaugar.
  • Allar líkamsræktarstöðvar eiga að vera lokaðar, hvort sem þær eru með tæki (eins og í tækjasölum), sameiginleg lóð eins og í crossfit-sal, eða annan sameiginlegan búnað.
  • Sólbaðsstofur eiga að vera lokaðar og gildir þá einu þótt hægt sé að hafa tveggja metra bil á milli fólks. Ástæðan er mikil smithætta af sameiginlegum búnaði.
  • Allar tattústofur skulu vera lokaðar og allar nuddstofur.

 

Eru öll mannamót og skemmtanahald bannað í samkomubannið?

Skemmtanir, viðburðir og önnur mannamót þar sem fleiri en 20 einstaklingar koma saman eru bönnuð á meðan á samkomubanninu stendur. Heimild fólks til að koma saman þegar um ræðir 20 manns eða færri byggist á því að þá reglu að a.m.k. tveir metrar séu á milli einstaklinga.

Eru skemmtistaðir lokaðir í samkomubanni?

Já, allir skemmtistaðir eiga að vera lokaðir meðan samkomubann er í gildi.

Nær samkomubannið til útisamkoma?

Já. Um slíkar samkomur gilda sömu reglur og fyrir samkomur sem haldnar eru innandyra, bæði hvað varðar fjölda og hversu mikið pláss þarf að vera hægt að hafa milli fólks.

Geta trúarlegar athafnir farið fram í samkomubanni?

Takmörkun á samkomum tekur einnig til trúarathafna. Óheimilt er að fleiri en 20 manns komi saman, að meðtöldum þeim sem stýra athöfninni. Dæmi um þetta eru útfarir, giftingar, fermingar, skírnir og sambærilegar athafnir, hvort sem er í kirkju eða á öðrum stöðum.

Geta veislur farið fram eftir að samkomubannið tekur gildi?

Veislur, matarboð og öll önnur tilefni þar sem fólk kemur saman í heimahúsi, í veislusölum, utandyra eða á öðrum stöðum eru bannaðar séu fleiri en 20 manns viðstaddir. Við minni samkvæmi þarf að tryggja að fjarlægð á milli einstaklinga sé a.m.k. 2 metrar.

Geta íþróttaviðburðir farið fram meðan á samkomubanni stendur?

Allt íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og/eða þar sem einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi er bannað. Þetta á líka við um búnað eins og t.d. skíðalyftur sem eru því lokaðar. Um íþróttaviðburði gilda sömu reglur og um aðrar samkomur, þ.e.a.s. að viðburðir geta farið fram ef heildartala allra viðstaddra, keppenda, aðstandanda, starfsfólks og áhorfenda fer ekki yfir 20 manns og unnt er að halda reglu um tveggja metra fjarlægð milli fólks. Það er því augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að keppa. Sóttvarnalæknir hefur beint því til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að tekið verði hlé á æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni.

Hvaða reglur gilda um skipulagt íþróttastarf í samkomubanni?

Allt skipulagt íþróttastarf er óheimilt meðan á samkomubanni stendur. Það á líka við um skipulagt íþróttastarf og æfingar utanhúss.

Hvaða reglur gilda um leikhus og bíóhús í samkomubanni?

Leiksýningar og bíósýningar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að færri en 20 manns sæki sýningarnar þ.m.t. flytjendur og starfsfólk og a.m.k. 2 metrar séu hafðir á milli manna. Því þarf að dreifa fólki um salinn og sviðið sem aftur kann að verða til þess að ekki sé unnt að halda slíkar sýningar í reynd.

Má halda tónleika í samkomubanni?

Tónleikar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að gestir séu ekki fleiri en 20, þar með taldir flytjendur og starfsfólk og að a.m.k. 2 metrar séu hafðir á milli manna.  Á tónleikum skal miða við að sæti séu fyrir alla gesti og því þarf að dreifa fólki um salinn. Þetta kann að hafa þá þýðingu í reynd að ekki sé unnt að halda slíka tónleika.

Má hafa söfn opin meðan á samkomubanni stendur?

Nei. Öll söfn eiga að vera lokuð.

Geta ráðstefnur eða stórir fundir farið fram í samkomubanni?

Nei, námskeið, ráðstefnur, málþing, fundir og kennsla þar sem 20 manns eða fleiri koma saman eru óheimil. Ef færri en 20 einstaklingar koma saman til fundarhalds þarf að tryggja að fjarlægð á milli þeirra sé a.m.k. 2 metrar. Þegar hafa fjölmargir vinnustaðir fært fundahöld yfir í fjarfundi og er reynslan af slíku almennt góð.

Hvað fellur ekki undir samkomubann?

Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til öflugra sóttvarnaráðstafana og að rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Verða verslanir lokaðar í samkomubanni?

Ekki stendur til að loka verslunum en verslanir þurfa að gæta að því að ekki séu fleiri en 20 einstaklingar inni í verslunarrýminu á sama tíma.

Undantekningin er matvöruverslanir og lyfjabúðir sem mega hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að gætt sé að því að tveir metrar séu á milli einstaklinga. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir 1.000 fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt.

Gott er að hafa í huga að bara einn frá hverju heimili fari í verslunina, að vera skipulögð í innkaupunum með innkaupalista, gæta að því að standa ekki of þétt saman í röðum og virða 2 metra regluna milli einstaklinga.

Hvernig er best að snúa sér í því að versla inn matvörur fyrir heimilið?

Matvöruverslanir verða áfram opnar en mælst er til þess að ekki fari fleiri en einn einstaklingur frá hverju heimili í búðina í einu. Þá er mælt með því að skrifa niður innkaupalista áður en farið er í búðina til að hægt sé að ljúka innkaupunum á sem stystum tíma. Í búðinni þarf svo að gæta að því að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð milli fólks, svo sem í biðröðum við kassa, og eru dæmi um að verslanir séu farnar að setja merki á gólf á biðraðasvæði til að gefa til kynna hvar fólk á að standa til að tryggja nægilega fjarlægð á milli manna.

Þá er víða boðið upp á heimsendingarþjónustu, bæði frá matvöruverslunum og apótekum sem fólk í sóttkví og einangrun getur m.a. nýtt. Hafa þarf í huga að vegna aukinnar eftirspurnar þessa dagana er stundum mikið að gera hjá þeim aðilum sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Verður verslunarmiðstöðvum lokað?

Hvert verslunarrými er sér eining innan verslunarmiðstöðva. Tryggja þarf að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 manns inni í hverju verslunarrými fyrir sig. Sameiginleg rými skal skipuleggja þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga.  

Ekki skal efna til viðburða sem fram fara að stórum hluta í sameiginlegu rými, s.s. sérstaka tilboðsdaga eða aðrar uppákomur sem eru til þess fallnar að laða að fjölda fólks.

Mun lögreglan passa upp á fjölda fólks inni í verslunum?

Nei, við treystum á að eigendur verslana og aðrir fylgi fyrirmælum um samkomubann.  

Verður sundlaugum lokað í samkomubanni?

Já, sundlaugum verður lokað frá og með 24. mars 2020.

Verður líkamsræktarstöðvum lokað í samkomubanni?

Já, líkamsræktarstöðvum verður lokað frá og með 24. mars 2020.

Get ég farið í klippingu og á snyrtistofur í samkomubanni?

Nei, frá og með 24. mars verður hárgreiðslustofum og snyrtistofum lokað.

Get ég farið í nudd og sjúkraþjálfun í samkomubanni?

Frá og með 24. mars verður nuddstofum og annarri slíkri starfsemi þar sem nálægð er mikil lokað. Þurfir þú á mikilvægri sjúkraþjálfun að halda vegna endurhæfingar er heimilt að veita hana með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir.

Get ég spilað í spilakössum í samkomubanni?

Nei, frá og með 24. mars verður spilasölum og spilakössum lokað.

Get ég farið til læknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opin á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.

Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara til beint læknis eða á heilsugæsluna heldur á að hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opin á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.

Get ég farið í sjúkraþjálfun í samkomubanninu?

Með hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og því geta þeir sem þurfa nauðsynlega á sjúkraþjálfun að halda vegna endurhæfingar fengið áfram slíka þjónustu.

Er hægt að veita heilbrigðisþjónustu utan opinberra heilbrigðisstofnana?

Já, en aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Samkvæmt hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta áþó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki getur beðið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum valkvæðum læknisheimsóknum eða aðgerðum sem og læknaheimsóknum sem mega bíða.

Ef grunur vaknar um mögulegt Covid-19 smit hjá sjúklingi/skjólstæðingi á hann alls ekki að mæta í bókaðan tíma heldur hringja í símanúmerið 1700 sem er opið allan sólarhringinn, í símanúmer heilsugæslunnar sem er opið á dagvinnutíma eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is.    

Hvernig geta heilbrigðisstarfsmenn forðast smit?

Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn, eins ogaðrir sýni varkárni og passi vel upp á sóttvarnir. Ef einstaklingur sem hefureinkenni COVID-19 þarf á bráðaþjónustu að halda ætti að takmarka fjöldastarfsmanna eins og hægt er og reyna að láta viðkomandi ekki sitja með öðrumsjúklingum á biðstofu. Öllum skoðunum og aðgerðum sem mega bíða ætti að frestaþar til veikindi viðkomandi eru gengin yfir.

Má ég nota almenningssamgöngur eftir að ég lendi í Keflavík ef ég kem frá áhættusvæði?

Almennt er ráðlagt að hefja sóttkví þegar lent er á Íslandi og forðast að nota almenningssamgöngur frá Keflavík. Fólk þarf að nota almenningssamgöngur til að komast til Íslands en biðlað er til fólks að nýta eftir það, eins og hægt er, ekki almenningssamgöngur og halda í lágmarki samneyti við annað fólk.  

Þér er því ráðlagt að keyra frekar en að taka leigubíl, rútu eða innanlandsflug. Ef þú færð einkenni innan tveggja daga frá því að þú komst heim þá myndi smitrakningateymi sóttvarnalæknis hafa samband og rekja ferðir þínar aftur um tvo daga. Loftgæðin eru betri í flugvél og því yrðu þeir sem eru tveimur sætaröðum fyrir framan og aftan þig beðnir um að fara í sóttkví. Hins vegar þyrfti öll rútan að fara í sóttkví ef þú ferðast með rútu. Ef þú ferðast í bíl eru það einungis þeir farþegar sem eru með þér í bílnum sem þurfa að fara í sóttkví.  

Ef fólk sem þarf að fara í sóttkví er ekki með bíl á Keflavíkurflugvelli þá er t.d. hægt að biðja ættingja eða vini um að keyra á tveimur bílum til Keflavíkur, skilja annan eftir og skilja lyklana eftir fyrir ferðalangana til að taka bílinn heim. Einnig er hægt að taka bílaleigubíla.

Mun flug til og frá landinu falla niður út af samkomubanninu?

Nei. Takmörkun á samkomum nær hvorki til alþjóðaflugvalla né alþjóðaflugs. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Mega skemmtiferðaskip koma til landsins í samkomubanninu?

Já. Takmörkunin tekur ekki til alþjóðahafna og því mega skip koma til og frá landinu í gegnum alþjóðahafnir.

Á vef Embætti landlæknis má finna fleiri spurningar og svör í tengslum við COVID-19.
Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má einnig finna upplýsingar um takmarkanir á skólastarfi.

Til baka á forsíðu