Spurt og svarað

Hvernig get ég forðast smit?

Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í lágmark 20 sekúndur eða nota handspritt. Þegar þú mætir í vinnu eða kemur heim skaltu byrja á að þvo hendur vel og vandlega. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta og halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið. Sýndu sérstaka aðgát við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna. Heilsaðu með brosi frekar en handabandi.

Hverjir eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni?

Líkur á alvarlegum sjúkdómi hækka með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál eru einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Þessi vandamál eru: hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. 

Einstaklingar sem reykja virðast vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en ekki er hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

Á þessari stundu er óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.

Ég held að ég hafi smitast af COVID-19, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við Læknavaktina í síma 1700, heilsugæsluna þína eða netspjall á heilsuvera.is og fáðu ráðleggingar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar. 

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir einstaklinga sem útskrifast úr einangrun. Þeir þurfa að uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni:

Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarsýni).
Að hafa verið einkennalausir í 7 daga.

Þá fá allir þau tilmæli að huga sérstaklega vel að handþvotti og hreinlæti í tvær vikur eftir að einangrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga svo sem eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóm í a.m.k. 2 vikur.

Einangrun aflétt - Sérstök tilvik

Einangrun aflétt í sérstökum tilvikum:

Einkennalausir einstaklingar: Í þessu tilviki er átt við einstaklinga sem hafa t.d.  greinst með veiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar (Decode) og eru án einkenna í a.m.k. viku. Viðkomandi er laus úr einangrun 14 dögum eftir að hann greindist jákvæður með sýni. Til að teljast einkennalaus er einstaklingur alveg hitalaus, alveg laus við slappleika/veikindatilfinningu, hósta, mæði og nefrennsli.

Sambýlisfólk sem er saman í sóttkví og einangrun: Það má aflétta sóttkví þeirra sem búa á sama stað og einstaklingur í einangrun, þegar eru liðnir 14 dagar frá því að viðkomandi voru síðast í beinni snertingu. Í því felst náin umgengni, notað var sama salerni eða einstaklingar voru í undir 2 metra fjarlægð í 15 mínútur eða meira. Það á við um alla á sama heimili, einnig börn.

Sambýlisfólk sem er allt í einangrun á sama stað: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar af COVID-19 er hægt að leysa hann úr einangrun með því skilyrði að hinir veiku verði áfram í einangrun og ekki á sama stað og sá sem hefur náð bata. Í ákveðnum tilfellum verður sá sem hefur náð bata að vera áfram á sama stað og hinir veiku. Þá verður einangrun ekki aflétt, fyrr en sá sem síðastur nær bata er útskrifaður úr einangrun. Áður en einangrun er aflétt er mikilvægt að sambýlisfólk gæti ýtrasta hreinlætis, þrífi bæði sig og heimilið. Það á við um alla á sama heimili, einnig börn.

Heilbrigðisstarfsfólk: Um heilbrigðisstarfsfólk gilda sömu reglur og um aðra en huga þarf vel að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

- Þeir sem grunur leikur á að hafi smitast af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví.  

- Þeir sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví. 

- Öllum sem koma til landsins, fyrir utan Grænland og Færeyjar, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga.

Heimasóttkví stendur í 14 daga og eru nánari leiðbeiningar um þá sóttkví á vef embættislandlæknis. Fólk í heimasóttkví á að tilkynna símleiðis til heilsugæslu þegar sóttkví hefst.

Vinnusóttkví á við þegar einstaklingar koma til landsins til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan 14 daga sóttkví þeirra stendur yfir. Sótt er um heimild til vinnusóttkví hjá sóttvarnalækni.

Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? 

Sóttkví er fyrir þá sem grunur leikur á að gætu verið smitaðir af Covid-19 en eru einkennalausir. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfest smit. Nánari leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi má finna á vef embættis landlæknis. 

Er kvef án hita og beinverkja tilefni til þess að fleiri á heimilinu fari í sóttkví?

Ef vitað er um útsetningu fyrir kórónaveirusmiti eru öll öndunarfæraeinkenni grunsamleg og kalla á sóttkví annarra á heimilinu. Hægt er að leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eru einhverjir hópar undanþegnir frá sóttkví og hvers vegna? 

Flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa eru undanþegnar kröfu um sóttkví við komu til landsins. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar til að tryggja örugga birgðaflutninga til landsins og hins vegar þar sem dvalartími þeirra erlendis fer sjaldnar yfir 24 klukkustundir. Rík áhersla er lögð á að áhafnir sýni ýtrustu varkárni og gæti að sóttvörnum.

Frá 1. maí 2020 eru Færeyjar og Grænland ekki á lista yfir áhættusvæði. Einstaklingar sem ferðast til Íslands um Færeyjar eða Grænland á leið frá öðrum löndum sem enn teljast til áhættusvæða þurfa samt sem áður að vera í sóttkví eftir komu hingað til lands, þar til 14 dagar eru liðnir frá því að þeir yfirgáfu áhættusvæði.

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, getur sá kennari haldið áfram störfum?

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, en ekki með einkenni, getur viðkomandi kennari haldið áfram sínum störfum.  Ef sá sem er í sóttkví fær einkenni fer hann í einangrun og eiga aðrir sem hafa verið á heimilinu að fara í sóttkví.

Á fjölskylda nemenda í sóttkví að sækja áfram sína skóla eða vinnustaði?

Á meðan sá sem er í sóttkví hefur engin einkenni er öðru heimilisfólki sem ekki hefur sjálft umgengist einstaklinga með COVID-19 sjúkdóm óhætt að sækja sinn skóla/vinnu. Mikilvægt er þó að huga að sóttvörnum, sýna varkárni og ef grunur vaknar um einkenni hjá þeim sem er í sóttkví skal leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Ef viðkomandi nemandi  er ekki með einkenni en þarf að vera í sóttkví þurfa fjölskyldumeðlimir ekki að vera í sóttkví nema þeir hafi sjálfir umgengist smitaðan einstakling. Mikilvægt er þó að huga vel að sóttvörnum á heimilinu og minnka náin samskipti eins og kostur er.

Sjá leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví.

Ef einstaklingur sem hefur verið útsettur fyrir smiti fær einkenni á meðan á sóttkví stendur er brýnt að viðkomandi hafi samband við sína heilsugæslustöð eða vaktsíma 1700 og fái ráðgjöf.

Hvað er vinnusóttkví og hvernig virkar hún?

Þeir sem koma til landsins til starfa í ákveðnum verkefnum geta sótt um að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan 14 daga sóttkví þeirra stendur. Skilyrði fyrir vinnusóttkví eru að:

Viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví.

Viðkomandi dveljist einungis á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur.

Viðkomandi fylgi öðrum reglum og leiðbeiningum sem við á um sóttvarnaráðstafanir.

Sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis.

Ég er í sóttkví og þarf að gista í Reykjavík áður en ég fer heim út á land, hvað geri ég?

Hót­el og gisti­heim­ili bjóða fólk á leið í sótt­kví vel­komið

Ýmis hótel og gistiheimili bjóða fólki á heimleið í sóttkví velkomið. Á heimasíðu Ferðamálastofu er að finna lista yfir staði sem bjóða upp á gistingu fyrir fólk í sóttkví. Mikilvægt er að halda í lágmarki samneyti við annað fólk og leggja áherslur á hreinlæti og önnur sóttvarnarráð.

Gæti ég þurft að fara ítrekað í sóttkví? 

Já. Það gilda alltaf sömu reglur um sóttkví, bæði varðandi ferðalög til útlanda og umgengni við smitaða einstaklinga.  

Getur fólk þurft að fara aftur í sóttkví sem kemur að utan?

Öllum sem koma til landsins, fyrir utan þá sem koma frá Grænlandi eða Færeyjum, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu.

Ég er í sóttkví, þarf að láta vita af því?

Já, það er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi yfirsýn yfir þann fjölda sem er í sóttkví hverju sinni.

Þeir sem eru í sóttkví og hafa ekki verið skráðir í gegn um rakningateymi, heilsugæslu eða 1700 geta skráð upplýsingar um sóttkví á vefinn heilsuvera.is. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarf að hafa rafræn skilríki. Hægt er að óska eftir vottorði um sóttkví um leið og hún er skráð í gegn um heilsuveru.is og fæst það endurgjaldslaust.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Get ég fengið vottorð ef ég fer í sóttkví?

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarftu að hafa rafræn skilríki.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Á ég rétt á launum í sóttkví? 

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt ríka áherslu á að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Stéttarfélög, bæði á opinberum og einkamarkaði, hafa flest birt leiðbeiningar til sinna félagsmanna um rétt þeirra til launagreiðslna í sóttkví.  

Ef einstaklingur fer í sjálfskipaða sóttkví, þ.e. án fyrirmæla frá heilbrigðisyfirvöldum, á hann ekki rétt til launa meðan á því stendur. 

Er hægt að sækja um undanþágu frá því að fara í sóttkví? 

Undanþágur eru ekki veittar fyrir persónulegar ástæður, s.s. vegna jarðarfara eða veikinda ættingja. Einstaklingar sem eru í sóttkví vegna ferðar til Íslands geta hins vegar verið viðstaddir jarðarför ástvinar skv. sérstökum leiðbeiningum. Ef sóttkví er vegna tengsla við COVID-19 veikan einstakling má einstaklingur ekki vera viðstaddur jarðarför eða aðrar athafnir vegna andláts.

Sóttvarnalæknir getur veitt undanþágu frá sóttkví til að mynda vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast (t.d. á sviði raforku, sorphirðu, heilbrigðisstarfsemi o.fl.). Þá getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu vegna mikilvægrar starfsemi, svo sem til að tryggja fæðuöryggi. Undanþágur þarf að sækja um til sóttvarnalæknis.

Get ég farið til læknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, eftir 4. maí er öll heilbrigðisstarfsemi heimil og tekur það einnig til valkvæðra skurðaðgerða eða annarra valaðgerða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, eftir 4. maí er öll heilbrigðisstarfsemi heimil og fólk getur því farið til tannlæknis án takmarkana.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

Er hægt að veita heilbrigðisþjónustu utan opinberra heilbrigðisstofnana?

Já, 4. maí var öll heilbrigðisstarfsemi heimil. Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

 

Hvernig geta heilbrigðisstarfsmenn forðast smit?

Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn, eins og aðrir sýni varkárni og passi vel upp á sóttvarnir. Ef einstaklingur sem hefur einkenni COVID-19 þarf á bráðaþjónustu að halda ætti að takmarka fjöldastarfsmanna eins og hægt er og reyna að láta viðkomandi ekki sitja með öðrum sjúklingum á biðstofu. Öllum skoðunum og aðgerðum sem mega bíða ætti að fresta þar til veikindi viðkomandi eru gengin yfir.

Má ég nota almenningssamgöngur eftir að ég lendi í Keflavík?

Mikið rask er á almenningssamgöngum eftir að samkomubann hófst. Allir sem koma til landsins þurfa að fara í 14 daga sóttkví fyrir utan þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Öruggast er því að nota fólksbíla (t.d. bílaleigubíla, leigubíla eða einkabíla). Til að mynda er hægt að biðja ættingja eða vini um að keyra á tveimur bílum til Keflavíkur, skilja annan eftir og skilja lyklana eftir fyrir ferðalangana til að taka bílinn heim.

Mun flug til og frá landinu falla niður út af samkomubanninu?

Nei. Takmörkun á samkomum nær hvorki til alþjóðaflugvalla né alþjóðaflugs. Hins vegar er framboð á áætlunarflugi mjög takmarkað og því er mikilvægt að fylgjast með flugáætlun. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Mega skemmtiferðaskip koma til landsins í samkomubanninu?

Já. Takmörkunin tekur ekki til alþjóðahafna og því mega skip koma til og frá landinu í gegnum alþjóðahafnir.

Hvers vegna er sett á samkomubann?

Samkomubanni var upphaflega komið á 15. mars 2020 í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdóminum.

Markmið yfirvalda er að fækka smitum og hægja á faraldrinum til að auðvelda heilbrigðiskerfinu að hlúa að þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu. Í þessu skyni var nauðsynlegt að setja á samkomubann og takmarka samgang og samneyti fólks. Byrjað var að aflétta aðgerðum 4. maí og verður það gert í skrefum í samræmi við þróun faraldursins.

Hvað mun samkomubannið vara lengi?

Reglur um 200 manna samkomubann gilda frá og með 25. maí til 21. júní næstkomandi. Þá verður samkomubannið endurmetið.

Hvers vegna eru tilslakanir á aðgerðum í samkomubanni?

Samkomubanni var fyrst komið á 15. mars hérlendis í þeim tilgangi að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Eftir að faraldurinn sótti í sig veðrið og smitum fjölgaði var hert á aðgerðunum, eða 24. mars sl.

Þessar aðgerðir hafa ásamt öðrum aðgerðum skilað þeim árangri að faraldurinn hefur gefið eftir. Því var talið óhætt að byrja að aflétta aðgerðum frá og með 4. maí að hluta. Hins vegar er ljóst að áfram verður mikilvægt að fara að öllu með gát á næstu vikum og mánuðum og er ástandið metið hverju sinni áður en ákvörðun er tekin um frekari tilslakanir.

Er hægt að fá undanþágu frá samkomubanni?

Það er hægt að sækja um undanþágu en skilyrðin eru ströng. Undanþágur eru því aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki, svo sem í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Fyrst eftir að samkomubannið tók gildi bárust heilbrigðisráðuneytinu margar umsóknir um undanþágu. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Allar undanþátur sem veittar hafa verið vegna takmarkana á samkomum og sóttkví halda gildi sínu.

Eru mannamót og skemmtanahald leyft í samkomubanni?

Leyfilegt er að halda samkomur fyrir 200 manns og færri. Mikilvægt er að huga að 2ja metra fjarlægðrarreglunni. Þá skal einnig hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Verður sundlaugum lokað í samkomubanni?

Frá og með 18. maí er sund- og baðstöðum heimilt að hafa opið með fjöldatakmörkunum þar sem leyfilegur hámarksfjöldi gesta fer aldrei yfir helming hámarksfjölda skv. starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda. Tveggja metra nálægðartakmörk gilda ekki á sundlaugarsvæðum en taka skal tillit til þeirra eins og kostur er hvað varðar viðkvæma hópa.

Eru skemmtistaðir opnir í samkomubanni?

Já, skemmtistaðir, krár og spilastaðir eru opnir til kl. 23 alla daga. Mikilvægt er að huga að 2ja metra fjarlægðarreglunni.

Nær samkomubannið til útisamkoma?

Já. Um slíkar samkomur gilda sömu reglur og fyrir samkomur sem haldnar eru innandyra, bæði hvað varðar fjölda og hversu mikið pláss þarf að vera hægt að hafa milli fólks.

Geta trúarlegar athafnir farið fram í samkomubanni?

Takmörkun á samkomum tekur einnig til trúarathafna. Óheimilt er að fleiri en 200 manns komi saman, að meðtöldum þeim sem stýra athöfninni. Dæmi um þetta eru útfarir, giftingar, fermingar, skírnir og sambærilegar athafnir, hvort sem er í kirkju eða á öðrum stöðum.

Geta veislur farið fram í samkomubanni?

Veislur, matarboð og öll önnur tilefni þar sem fólk kemur saman í heimahúsi, í veislusölum, utandyra eða á öðrum stöðum eru bannaðar séu fleiri en 200 manns viðstaddir. Tryggja skal eins og kostur er að fjarlægð á milli fólks sé a.m.k. 2 metrar. Þá skal sérstaklega hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Hvaða reglur gilda um leikhús og bíóhús í samkomubanni?

Leiksýningar og bíósýningar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að færri en 200 manns sæki sýningarnar þ.m.t. flytjendur og starfsfólk.

Má halda tónleika í samkomubanni?

Tónleikar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að ekki séu fleiri en 200 á tónleikunum, þar með taldir flytjendur og starfsfólk.

Má hafa söfn opin meðan á samkomubanni stendur?

Já, heimilt er að hafa söfn opin, að því tilskildu að ekki séu fleiri á safninu en 200 manns, þ.m.t. starfsfólk safnsins og að tryggt sé að tveir metrar séu milli fólks eins og kostu er. Þá skal sérstaklega hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Geta ráðstefnur eða stórir fundir farið fram í samkomubanni?

Ef færri en 200 manns koma saman er heimilt að halda námskeið, ráðstefnur, málþing, fundi og kennslu, en tryggja þarf að a.m.k. 2 metrar séu milli fólks eins og kostur er.

Þegar hafa fjölmargir vinnustaðir fært fundahöld yfir í fjarfundi og er reynslan af slíku almennt góð.

Eru sólbaðsstofur opnar?

Frá og með 4. maí hafa sólbaðsstofur haft leyfi til að vera opnar. Hvatt er til þess að viðhalda 2ja metra fjarlægð milli viðskiptavina. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Verður líkamsræktarstöðvar opnar í samkomubanni?

Já, líkamsræktarstöðvar eru opnar frá og með 25 maí. Gestafjöldi má aldrei vera meiri en helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Hvernig verður skólahaldi háttað í samkomubanninu?

Takmarkanir á skólahaldi féllu úr gildi 4. maí sl. Starf leik- og grunnskóla er með hefðbundnum hætti. Nemendur í framhalds- og háskólum geta mætt í sínar skólabyggingar en þurfa að fara eftir ákvæðum um hámark 200 manns í rými og taka tillit tveggja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er.

Félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili hafa opnað að nýju á leik- og grunnskólastigi.

Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 200 á sama stað og skulu tryggja tveggja metra nálægðartakmörkun sín á milli eins og unnt er.

Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri (inni og úti) eru í lagi sem og skólasund.

Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi fyrir framhalds- og háskóla og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými í þeim skólum og skulu virða tveggja metra nándarreglu eins og kostur er

Áfram verða sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit.

Hvernig munu leikskólar starfa í samkomubanni?

Leikskólar hafa starfað með hefðbundnum hætti frá 4. maí en þar eru áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi að byggingum. Engar fjöldatakmarkanir eru á fjölda barna sem koma saman.

Mælst er til þess að leikskólar skipuleggi ekki fjölmennar samkomur sem krefjast þátttöku foreldra og takmarki gestakomur í leikskólann.

Öðrum en nemendum ber að fara eftir ákvæðum um hámarksfjölda 200 manns í rými og tveggja metra nálægðartakmörkunum sín á milli eins og unnt er.

Hvernig munu grunnskólar starfa í samkomubanni?

Grunnskólar starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí en þar verða áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi að byggingum.

Engar takmarkanir eru á fjölda nemenda. Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 200 á sama stað skulu fylgja tveggja metra nálægðartakmörkunum sín á milli eins og unnt er.

Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar eru opnar.

Íþróttir (inni og úti) eru í lagi sem og skólasund.

Skólaakstur hefur verið með hefðbundnum hætti frá 4. maí.

Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.

Skemmtanir, t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram en án fullorðinna gesta utan skóla, s.s. foreldra.

Hvernig munu framhaldsskólar starfa í samkomubanni?

Skólabyggingar framhaldsskóla opnuðu að nýju 4. maí fyrir nemendur. Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými.

Hvernig munu háskólar starfa í samkomubanni?

Skólabyggingar háskóla opnuðu að nýju 4. maí. Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými. Fyrirkomulag kennslu fer eftir aðstæðum í hverjum skóla fyrir sig.

Mega nemendur sækja einkatíma í tónlistarskólum, að teknu tilliti til hreinlætis og fjarlægðar?

Já, nemendur á leik- og grunnskólaaldri geta sótt tíma án takmarkana. Nemendur eldri en 16 ára og kennarar ættu að taka tillit til 2ja metra fjarlægðar milli fólks eins og kostur er. Það sama á við um forráðamenn ef þeir eru með í tímum.

Mega nemendur sækja hóptíma í tónlistarskólum, að teknu tilliti til hreinlætis og fjarlægðar?

Já, nemendur á leik- og grunnskólaaldri geta sótt tíma án takmarkana. Kennarar og nemendur eldri en 16 ára þurfa að virða reglur um 200 fullorðna einstaklinga í sama rými og taka tillit til 2ja metra nándarmörkin eins og kostur er.

Af hverju var framhaldsskólum og háskólum lokað en ekki grunnskólum og leikskólum?

Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni að breytast tímabundið.

Geta foreldrar sem vilja haft börnin sín heima?

Hvatt er til þess að heilbrigð börn sæki sinn skóla. Ef nemandi sýnir engin merki um veikindi ætti viðkomandi að mæta í skólann. Engin breyting hefur verið gerð á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Hins vegar er brýnt að nemendur mæti ekki í skólann ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Þar eru settar fram skýrar upplýsingar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

 Hvernig á að haga leikjum barna við vini og félaga utan skólatíma?

Grunnskólar, leikskólar og íþróttafélög starfa nú án takmarkana (fyrir börn á leikskóla og grunnskólaaldri) í samkomubanninu.

Geta íþróttaviðburðir farið fram meðan á samkomubanni stendur?

Íþróttaviðburðir geta farið fram svo lengi sem 200 manns eða færri koma saman.

Hvaða reglur gilda um íþróttastarf í samkomubanni?

Frá og með 25. maí eru engar sérstakar takmarkanir á íþróttastarfi en gæta þarf að hámarksfjöldafullorðinna allt að 200 manns í sama rými. Jafnfram er hvatt til þess að tillit sé tekið til 2ja metra nálægðarmarka.

Hvernig virkar hið nýja úrræði stjórnvalda um minnkað starfshlutfall?

Komist atvinnurekandi og launamaður að samkomulagi um minnkað starfshlutfall tímabundið getur launamaður sótt um atvinnuleysisbætur á móti hinu minnkaða starfshlutfalli.

Umsóknir um minnkað starfshlutfall munu gilda afturvirkt frá þeim degi sem starfshlutfall var minnkað, allt aftur til 15. mars 2020. Lögin gilda til 1. júní 2020.

Hér finnur þú mjög aðgengilegar og góðar upplýsingar um hið nýja úrræði.

Eiga sjálfstætt starfandi aðilar rétt á hinu nýja úrræði um minnkað starfshlutfall?

Samkvæmt lagabreytingunni þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki að stöðva starfsemi til þess að eiga rétt til atvinnuleysisbóta heldur eingöngu að tilkynna skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri (eyðublað RSK 5.02). Sækir sjálfstætt starfandi einstaklingur um hefðbundnar atvinnuleysisbætur og fær greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli áunnina réttinda sinna.

Sjálfstætt starfandi einstaklingur sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður atvinnuleitanda hjá Vinnumálastofnun.

Hér finna sjálfstætt starfandi aðilar góðar upplýsingar um sína möguleika í stöðunni.

Hverjir eiga rétt á og hvernig virkar ferlið um greiðslur í sóttkví ?

Skilyrði fyrir greiðslum skv. lögunum eru m.a. að launamaður hafi sannanlega verið í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og hafi ekki getað sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti þaðan sem hann sætti sóttkví. Sambærileg skilyrði gilda fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Í lögunum er gert ráð fyrir að greidd verði tiltekin hámarksfjárhæð fyrir hvern dag sem einstaklingur sætir sóttkví og almennt gert ráð fyrir að sóttkví vari í 14 daga. Hámarksfjárhæðir laganna taka mið af hámarksgreiðslum til launamanna úr Ábyrgðasjóði launa miðað við heilan almanaksmánuð.

Vinnumálastofnun vinnur nú að útfærslu þeirra stafrænu lausna sem þarf til að annast framkvæmd laganna. Búist má við því að einstaklingar og fyrirtæki geti farið að sækja um greiðslur síðar í aprílmánuði.

Sjá frekari upplýsingar.

Hvenær er rétt að nota hanska og hvernig eru þeir notaðir?

Þvoðu hendur og þurrkaðu vel með hreinum klút áður en matvæli eru snert og/eða matar er neytt, alltaf eftir salernisferðir, þegar hendur mengast sem og í lok vaktar.

Ef handlaug er ekki nærri skaltu nota handspritt í stað handþvottar.

Líta ætti á alla hanska sem óhreina. Hætt er við að handhreinsun verði útundan og gleymist að skipta um hanska milli verka, ef þeir eru notaðir að staðaldri.

Hansa á að nota við óhrein verk, s.s. þrif. Einnig ef matvæli sem aðrir neyta, án skolunar eða eldunar, eru handleikin meðberum höndum. Ekki fara á milli verka án þess að skipta um hanska. Hendur á að hreinsa fyrir og eftir hanskanotkun.

Ef hanskar (t.d. plasthanska) eru notaðir þar sem afgreidd eru matvæli sem eru tilbúin til neyslu (t.d bakarí og á veitingastöðum,þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu.

Ef annað afgreiðslufólk vill nota hanska má nota plasthanska, vínilhanska eða nítrílhanska. Latexhanskar eru óæskilegir vegna hættu á ofnæmi hjá viðskiptavinum.

Hvenær er rétt að nota grímur og hvernig eru þær notaðar?

Heilbrigt fólk ætti aðeins að nota grímur ef það sinnir umönnun fólks sem er hugsanlega með COVID-19 sýkingu. Ef þú ert með flensueinkenni, hóstar eða hnerrar og aðrir eru nærri, skaltu nota grímu.

Grímur gagnast aðeins ef regluleg handhreinsun er stunduð líka, með sápu og vatni eða sprittun.

Ef þú notar grímu skaltu gæta vel að því að setja á þig grímuna, taka hana af þér og henda með réttum hætti.

Þarf að loka stórum vinnustöðum í samkomubanninu?

Allir vinnustaðir þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 200 í sama rými á hverjum tíma. Hvatt er til að hægt sé að hafa 2 metra á milli þeirra einstaklinga sem kjósa þess. Mikilvægt er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Hvaða áhrif hefur samkomubann á minni vinnustaði?

Á þeim vinnustöðum þar sem færri en 200 manns vinna er hvatt til þess að haga vinnurými þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga ef þeir kjósa þess. Gott er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Hvernig er fyrirkomulag á opnun verslana í samkomubanni?

Verslanir þurfa að gæta að því að ekki séu fleiri en 200 einstaklingar inni í verslunarrýminu á sama tíma. Mikilvægt er að sýna tillitsemi og virða 2ja metra fjarlægðarregluna eins og kostur er.

Hvernig er best að snúa sér í því að versla inn matvörur fyrir heimilið?

Gott er að skrifa niður innkaupalista áður en farið er í búðina til að hægt sé að ljúka innkaupunum á sem stystum tíma. Í búðinni þarf svo að gæta að því að halda tveggja metra fjarlægðinni milli fólks, svo sem í biðröðum við kassa. Í mörgum verslunum eru merki á gólfi á biðraðasvæði til að gefa til kynna hvar fólk á að standa til að tryggja nægilega fjarlægð á milli manna.

Þá er víða boðið upp á heimsendingarþjónustu, bæði frá matvöruverslunum og apótekum sem fólk í sóttkví og einangrun getur m.a. nýtt.

Hvernig er fyrirkomulagið á opnun verslunarmiðstöðva?

Í verslunarmiðstöðvum er hvert verslunarrými sér eining. Tryggja þarf að ekki séu á sama tíma fleiri en 200 manns inni í hverju verslunarrými fyrir sig. Sameiginleg rými skal skipuleggja þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga eins og kostur er. Þjónusta sem fólk hefur ekki kost á öðru en að mæta og versla (t.a.m. lyf) þarf að tryggja þeim sem kjósa það að halda 2ja metra fjarlægð frá öðum.

Mun lögreglan passa upp á fjölda fólks inni í verslunum?

Nei, við treystum á að eigendur verslana og aðrir fylgi fyrirmælum um samkomubann.  

Get ég farið í klippingu og á snyrtistofur í samkomubanni?

Já, frá og með 4. maí mega hárgreiðslustofur og snyrtistofur vera opnar, en taka skal tillit til 2ja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Get ég farið í nudd í samkomubanni?

Frá og með 4. maí er hægt að fara í nudd, en taka skal tillit til 2ja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Eru húðflúrstofur opnar?

Frá 4. maí hafa húðflúrstofur leyfi til að vera opnar, en taka skal tillit til 2ja metra nálægðarmörkum eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

 

Hvernig get ég forðast smit?

Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í lágmark 20 sekúndur eða nota handspritt. Þegar þú mætir í vinnu eða kemur heim skaltu byrja á að þvo hendur vel og vandlega. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta og halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið. Sýndu sérstaka aðgát við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna. Heilsaðu með brosi frekar en handabandi.

Hverjir eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni?

Líkur á alvarlegum sjúkdómi hækka með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál eru einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Þessi vandamál eru: hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. 

Einstaklingar sem reykja virðast vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en ekki er hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

Á þessari stundu er óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.

Ég held að ég hafi smitast af COVID-19, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við Læknavaktina í síma 1700, heilsugæsluna þína eða netspjall á heilsuvera.is og fáðu ráðleggingar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar. 

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir einstaklinga sem útskrifast úr einangrun. Þeir þurfa að uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni:

Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarsýni).
Að hafa verið einkennalausir í 7 daga.

Þá fá allir þau tilmæli að huga sérstaklega vel að handþvotti og hreinlæti í tvær vikur eftir að einangrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga svo sem eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóm í a.m.k. 2 vikur.

Einangrun aflétt - Sérstök tilvik

Einangrun aflétt í sérstökum tilvikum:

Einkennalausir einstaklingar: Í þessu tilviki er átt við einstaklinga sem hafa t.d.  greinst með veiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar (Decode) og eru án einkenna í a.m.k. viku. Viðkomandi er laus úr einangrun 14 dögum eftir að hann greindist jákvæður með sýni. Til að teljast einkennalaus er einstaklingur alveg hitalaus, alveg laus við slappleika/veikindatilfinningu, hósta, mæði og nefrennsli.

Sambýlisfólk sem er saman í sóttkví og einangrun: Það má aflétta sóttkví þeirra sem búa á sama stað og einstaklingur í einangrun, þegar eru liðnir 14 dagar frá því að viðkomandi voru síðast í beinni snertingu. Í því felst náin umgengni, notað var sama salerni eða einstaklingar voru í undir 2 metra fjarlægð í 15 mínútur eða meira. Það á við um alla á sama heimili, einnig börn.

Sambýlisfólk sem er allt í einangrun á sama stað: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar af COVID-19 er hægt að leysa hann úr einangrun með því skilyrði að hinir veiku verði áfram í einangrun og ekki á sama stað og sá sem hefur náð bata. Í ákveðnum tilfellum verður sá sem hefur náð bata að vera áfram á sama stað og hinir veiku. Þá verður einangrun ekki aflétt, fyrr en sá sem síðastur nær bata er útskrifaður úr einangrun. Áður en einangrun er aflétt er mikilvægt að sambýlisfólk gæti ýtrasta hreinlætis, þrífi bæði sig og heimilið. Það á við um alla á sama heimili, einnig börn.

Heilbrigðisstarfsfólk: Um heilbrigðisstarfsfólk gilda sömu reglur og um aðra en huga þarf vel að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Hvers vegna er sett á samkomubann?

Samkomubanni var upphaflega komið á 15. mars 2020 í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdóminum.

Markmið yfirvalda er að fækka smitum og hægja á faraldrinum til að auðvelda heilbrigðiskerfinu að hlúa að þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu. Í þessu skyni var nauðsynlegt að setja á samkomubann og takmarka samgang og samneyti fólks. Byrjað var að aflétta aðgerðum 4. maí og verður það gert í skrefum í samræmi við þróun faraldursins.

Hvað mun samkomubannið vara lengi?

Reglur um 200 manna samkomubann gilda frá og með 25. maí til 21. júní næstkomandi. Þá verður samkomubannið endurmetið.

Hvers vegna eru tilslakanir á aðgerðum í samkomubanni?

Samkomubanni var fyrst komið á 15. mars hérlendis í þeim tilgangi að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Eftir að faraldurinn sótti í sig veðrið og smitum fjölgaði var hert á aðgerðunum, eða 24. mars sl.

Þessar aðgerðir hafa ásamt öðrum aðgerðum skilað þeim árangri að faraldurinn hefur gefið eftir. Því var talið óhætt að byrja að aflétta aðgerðum frá og með 4. maí að hluta. Hins vegar er ljóst að áfram verður mikilvægt að fara að öllu með gát á næstu vikum og mánuðum og er ástandið metið hverju sinni áður en ákvörðun er tekin um frekari tilslakanir.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

- Þeir sem grunur leikur á að hafi smitast af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví.  

- Þeir sem hafa umgengist einhvern sem svo reynist smitaður af Covid-19 þurfa að fara í sóttkví. 

- Öllum sem koma til landsins, fyrir utan Grænland og Færeyjar, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga.

Heimasóttkví stendur í 14 daga og eru nánari leiðbeiningar um þá sóttkví á vef embættislandlæknis. Fólk í heimasóttkví á að tilkynna símleiðis til heilsugæslu þegar sóttkví hefst.

Vinnusóttkví á við þegar einstaklingar koma til landsins til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan 14 daga sóttkví þeirra stendur yfir. Sótt er um heimild til vinnusóttkví hjá sóttvarnalækni.

Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? 

Sóttkví er fyrir þá sem grunur leikur á að gætu verið smitaðir af Covid-19 en eru einkennalausir. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfest smit. Nánari leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi má finna á vef embættis landlæknis. 

Er kvef án hita og beinverkja tilefni til þess að fleiri á heimilinu fari í sóttkví?

Ef vitað er um útsetningu fyrir kórónaveirusmiti eru öll öndunarfæraeinkenni grunsamleg og kalla á sóttkví annarra á heimilinu. Hægt er að leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Eru einhverjir hópar undanþegnir frá sóttkví og hvers vegna? 

Flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa eru undanþegnar kröfu um sóttkví við komu til landsins. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar til að tryggja örugga birgðaflutninga til landsins og hins vegar þar sem dvalartími þeirra erlendis fer sjaldnar yfir 24 klukkustundir. Rík áhersla er lögð á að áhafnir sýni ýtrustu varkárni og gæti að sóttvörnum.

Frá 1. maí 2020 eru Færeyjar og Grænland ekki á lista yfir áhættusvæði. Einstaklingar sem ferðast til Íslands um Færeyjar eða Grænland á leið frá öðrum löndum sem enn teljast til áhættusvæða þurfa samt sem áður að vera í sóttkví eftir komu hingað til lands, þar til 14 dagar eru liðnir frá því að þeir yfirgáfu áhættusvæði.

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, getur sá kennari haldið áfram störfum?

Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, en ekki með einkenni, getur viðkomandi kennari haldið áfram sínum störfum.  Ef sá sem er í sóttkví fær einkenni fer hann í einangrun og eiga aðrir sem hafa verið á heimilinu að fara í sóttkví.

Á fjölskylda nemenda í sóttkví að sækja áfram sína skóla eða vinnustaði?

Á meðan sá sem er í sóttkví hefur engin einkenni er öðru heimilisfólki sem ekki hefur sjálft umgengist einstaklinga með COVID-19 sjúkdóm óhætt að sækja sinn skóla/vinnu. Mikilvægt er þó að huga að sóttvörnum, sýna varkárni og ef grunur vaknar um einkenni hjá þeim sem er í sóttkví skal leita ráðgjafar í síma 1700, á heilsugæslu eða gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.is.

Ef viðkomandi nemandi  er ekki með einkenni en þarf að vera í sóttkví þurfa fjölskyldumeðlimir ekki að vera í sóttkví nema þeir hafi sjálfir umgengist smitaðan einstakling. Mikilvægt er þó að huga vel að sóttvörnum á heimilinu og minnka náin samskipti eins og kostur er.

Sjá leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví.

Ef einstaklingur sem hefur verið útsettur fyrir smiti fær einkenni á meðan á sóttkví stendur er brýnt að viðkomandi hafi samband við sína heilsugæslustöð eða vaktsíma 1700 og fái ráðgjöf.

Hvað er vinnusóttkví og hvernig virkar hún?

Þeir sem koma til landsins til starfa í ákveðnum verkefnum geta sótt um að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan 14 daga sóttkví þeirra stendur. Skilyrði fyrir vinnusóttkví eru að:

Viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví.

Viðkomandi dveljist einungis á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur.

Viðkomandi fylgi öðrum reglum og leiðbeiningum sem við á um sóttvarnaráðstafanir.

Sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis.

Ég er í sóttkví og þarf að gista í Reykjavík áður en ég fer heim út á land, hvað geri ég?

Hót­el og gisti­heim­ili bjóða fólk á leið í sótt­kví vel­komið

Ýmis hótel og gistiheimili bjóða fólki á heimleið í sóttkví velkomið. Á heimasíðu Ferðamálastofu er að finna lista yfir staði sem bjóða upp á gistingu fyrir fólk í sóttkví. Mikilvægt er að halda í lágmarki samneyti við annað fólk og leggja áherslur á hreinlæti og önnur sóttvarnarráð.

Gæti ég þurft að fara ítrekað í sóttkví? 

Já. Það gilda alltaf sömu reglur um sóttkví, bæði varðandi ferðalög til útlanda og umgengni við smitaða einstaklinga.  

Getur fólk þurft að fara aftur í sóttkví sem kemur að utan?

Öllum sem koma til landsins, fyrir utan þá sem koma frá Grænlandi eða Færeyjum, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu.

Ég er í sóttkví, þarf að láta vita af því?

Já, það er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi yfirsýn yfir þann fjölda sem er í sóttkví hverju sinni.

Þeir sem eru í sóttkví og hafa ekki verið skráðir í gegn um rakningateymi, heilsugæslu eða 1700 geta skráð upplýsingar um sóttkví á vefinn heilsuvera.is. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarf að hafa rafræn skilríki. Hægt er að óska eftir vottorði um sóttkví um leið og hún er skráð í gegn um heilsuveru.is og fæst það endurgjaldslaust.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Get ég fengið vottorð ef ég fer í sóttkví?

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Athugið að til að geta gengið frá slíkri skráningu í heilsuveru þarftu að hafa rafræn skilríki.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Á ég rétt á launum í sóttkví? 

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt ríka áherslu á að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Stéttarfélög, bæði á opinberum og einkamarkaði, hafa flest birt leiðbeiningar til sinna félagsmanna um rétt þeirra til launagreiðslna í sóttkví.  

Ef einstaklingur fer í sjálfskipaða sóttkví, þ.e. án fyrirmæla frá heilbrigðisyfirvöldum, á hann ekki rétt til launa meðan á því stendur. 

Er hægt að sækja um undanþágu frá því að fara í sóttkví? 

Undanþágur eru ekki veittar fyrir persónulegar ástæður, s.s. vegna jarðarfara eða veikinda ættingja. Einstaklingar sem eru í sóttkví vegna ferðar til Íslands geta hins vegar verið viðstaddir jarðarför ástvinar skv. sérstökum leiðbeiningum. Ef sóttkví er vegna tengsla við COVID-19 veikan einstakling má einstaklingur ekki vera viðstaddur jarðarför eða aðrar athafnir vegna andláts.

Sóttvarnalæknir getur veitt undanþágu frá sóttkví til að mynda vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast (t.d. á sviði raforku, sorphirðu, heilbrigðisstarfsemi o.fl.). Þá getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu vegna mikilvægrar starfsemi, svo sem til að tryggja fæðuöryggi. Undanþágur þarf að sækja um til sóttvarnalæknis.

Hvaða áhrif hefur samkomubann á minni vinnustaði?

Á þeim vinnustöðum þar sem færri en 200 manns vinna er hvatt til þess að haga vinnurými þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga ef þeir kjósa þess. Gott er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Þarf að loka stórum vinnustöðum í samkomubanninu?

Allir vinnustaðir þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 200 í sama rými á hverjum tíma. Hvatt er til að hægt sé að hafa 2 metra á milli þeirra einstaklinga sem kjósa þess. Mikilvægt er að leitast við að takmarka samneyti á vinnustöðum og nýta fjarvinnu eins og kostur er þar sem því verður við komið. Hver vinnustaður þarf svo að útfæra nánar starfsemi sína miðað við reglur í samkomubanni og aðstæður hverju sinni.

Hvenær er rétt að nota grímur og hvernig eru þær notaðar?

Heilbrigt fólk ætti aðeins að nota grímur ef það sinnir umönnun fólks sem er hugsanlega með COVID-19 sýkingu. Ef þú ert með flensueinkenni, hóstar eða hnerrar og aðrir eru nærri, skaltu nota grímu.

Grímur gagnast aðeins ef regluleg handhreinsun er stunduð líka, með sápu og vatni eða sprittun.

Ef þú notar grímu skaltu gæta vel að því að setja á þig grímuna, taka hana af þér og henda með réttum hætti.

Hvenær er rétt að nota hanska og hvernig eru þeir notaðir?

Þvoðu hendur og þurrkaðu vel með hreinum klút áður en matvæli eru snert og/eða matar er neytt, alltaf eftir salernisferðir, þegar hendur mengast sem og í lok vaktar.

Ef handlaug er ekki nærri skaltu nota handspritt í stað handþvottar.

Líta ætti á alla hanska sem óhreina. Hætt er við að handhreinsun verði útundan og gleymist að skipta um hanska milli verka, ef þeir eru notaðir að staðaldri.

Hansa á að nota við óhrein verk, s.s. þrif. Einnig ef matvæli sem aðrir neyta, án skolunar eða eldunar, eru handleikin meðberum höndum. Ekki fara á milli verka án þess að skipta um hanska. Hendur á að hreinsa fyrir og eftir hanskanotkun.

Ef hanskar (t.d. plasthanska) eru notaðir þar sem afgreidd eru matvæli sem eru tilbúin til neyslu (t.d bakarí og á veitingastöðum,þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu.

Ef annað afgreiðslufólk vill nota hanska má nota plasthanska, vínilhanska eða nítrílhanska. Latexhanskar eru óæskilegir vegna hættu á ofnæmi hjá viðskiptavinum.

Hverjir eiga rétt á og hvernig virkar ferlið um greiðslur í sóttkví ?

Skilyrði fyrir greiðslum skv. lögunum eru m.a. að launamaður hafi sannanlega verið í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og hafi ekki getað sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti þaðan sem hann sætti sóttkví. Sambærileg skilyrði gilda fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Í lögunum er gert ráð fyrir að greidd verði tiltekin hámarksfjárhæð fyrir hvern dag sem einstaklingur sætir sóttkví og almennt gert ráð fyrir að sóttkví vari í 14 daga. Hámarksfjárhæðir laganna taka mið af hámarksgreiðslum til launamanna úr Ábyrgðasjóði launa miðað við heilan almanaksmánuð.

Vinnumálastofnun vinnur nú að útfærslu þeirra stafrænu lausna sem þarf til að annast framkvæmd laganna. Búist má við því að einstaklingar og fyrirtæki geti farið að sækja um greiðslur síðar í aprílmánuði.

Sjá frekari upplýsingar.

Hvernig verður skólahaldi háttað í samkomubanninu?

Takmarkanir á skólahaldi féllu úr gildi 4. maí sl. Starf leik- og grunnskóla er með hefðbundnum hætti. Nemendur í framhalds- og háskólum geta mætt í sínar skólabyggingar en þurfa að fara eftir ákvæðum um hámark 200 manns í rými og taka tillit tveggja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er.

Félagsmiðstöðvar sem og frístundaheimili hafa opnað að nýju á leik- og grunnskólastigi.

Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 200 á sama stað og skulu tryggja tveggja metra nálægðartakmörkun sín á milli eins og unnt er.

Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri (inni og úti) eru í lagi sem og skólasund.

Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi fyrir framhalds- og háskóla og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými í þeim skólum og skulu virða tveggja metra nándarreglu eins og kostur er

Áfram verða sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit.

Eiga sjálfstætt starfandi aðilar rétt á hinu nýja úrræði um minnkað starfshlutfall?

Samkvæmt lagabreytingunni þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki að stöðva starfsemi til þess að eiga rétt til atvinnuleysisbóta heldur eingöngu að tilkynna skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri (eyðublað RSK 5.02). Sækir sjálfstætt starfandi einstaklingur um hefðbundnar atvinnuleysisbætur og fær greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli áunnina réttinda sinna.

Sjálfstætt starfandi einstaklingur sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður atvinnuleitanda hjá Vinnumálastofnun.

Hér finna sjálfstætt starfandi aðilar góðar upplýsingar um sína möguleika í stöðunni.

Hvernig virkar hið nýja úrræði stjórnvalda um minnkað starfshlutfall?

Komist atvinnurekandi og launamaður að samkomulagi um minnkað starfshlutfall tímabundið getur launamaður sótt um atvinnuleysisbætur á móti hinu minnkaða starfshlutfalli.

Umsóknir um minnkað starfshlutfall munu gilda afturvirkt frá þeim degi sem starfshlutfall var minnkað, allt aftur til 15. mars 2020. Lögin gilda til 1. júní 2020.

Hér finnur þú mjög aðgengilegar og góðar upplýsingar um hið nýja úrræði.

Hvernig munu leikskólar starfa í samkomubanni?

Leikskólar hafa starfað með hefðbundnum hætti frá 4. maí en þar eru áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi að byggingum. Engar fjöldatakmarkanir eru á fjölda barna sem koma saman.

Mælst er til þess að leikskólar skipuleggi ekki fjölmennar samkomur sem krefjast þátttöku foreldra og takmarki gestakomur í leikskólann.

Öðrum en nemendum ber að fara eftir ákvæðum um hámarksfjölda 200 manns í rými og tveggja metra nálægðartakmörkunum sín á milli eins og unnt er.

Hvernig munu grunnskólar starfa í samkomubanni?

Grunnskólar starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí en þar verða áfram í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi að byggingum.

Engar takmarkanir eru á fjölda nemenda. Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 200 á sama stað skulu fylgja tveggja metra nálægðartakmörkunum sín á milli eins og unnt er.

Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar eru opnar.

Íþróttir (inni og úti) eru í lagi sem og skólasund.

Skólaakstur hefur verið með hefðbundnum hætti frá 4. maí.

Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.

Skemmtanir, t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram en án fullorðinna gesta utan skóla, s.s. foreldra.

Hvernig munu framhaldsskólar starfa í samkomubanni?

Skólabyggingar framhaldsskóla opnuðu að nýju 4. maí fyrir nemendur. Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými.

Hvernig munu háskólar starfa í samkomubanni?

Skólabyggingar háskóla opnuðu að nýju 4. maí. Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi og mega aðeins 200 einstaklingar vera í sama rými. Fyrirkomulag kennslu fer eftir aðstæðum í hverjum skóla fyrir sig.

Mega nemendur sækja einkatíma í tónlistarskólum, að teknu tilliti til hreinlætis og fjarlægðar?

Já, nemendur á leik- og grunnskólaaldri geta sótt tíma án takmarkana. Nemendur eldri en 16 ára og kennarar ættu að taka tillit til 2ja metra fjarlægðar milli fólks eins og kostur er. Það sama á við um forráðamenn ef þeir eru með í tímum.

Mega nemendur sækja hóptíma í tónlistarskólum, að teknu tilliti til hreinlætis og fjarlægðar?

Já, nemendur á leik- og grunnskólaaldri geta sótt tíma án takmarkana. Kennarar og nemendur eldri en 16 ára þurfa að virða reglur um 200 fullorðna einstaklinga í sama rými og taka tillit til 2ja metra nándarmörkin eins og kostur er.

Af hverju var framhaldsskólum og háskólum lokað en ekki grunnskólum og leikskólum?

Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni að breytast tímabundið.

Geta foreldrar sem vilja haft börnin sín heima?

Hvatt er til þess að heilbrigð börn sæki sinn skóla. Ef nemandi sýnir engin merki um veikindi ætti viðkomandi að mæta í skólann. Engin breyting hefur verið gerð á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Hins vegar er brýnt að nemendur mæti ekki í skólann ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Þar eru settar fram skýrar upplýsingar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

 Hvernig á að haga leikjum barna við vini og félaga utan skólatíma?

Grunnskólar, leikskólar og íþróttafélög starfa nú án takmarkana (fyrir börn á leikskóla og grunnskólaaldri) í samkomubanninu.

Er hægt að fá undanþágu frá samkomubanni?

Það er hægt að sækja um undanþágu en skilyrðin eru ströng. Undanþágur eru því aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki, svo sem í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Fyrst eftir að samkomubannið tók gildi bárust heilbrigðisráðuneytinu margar umsóknir um undanþágu. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Allar undanþátur sem veittar hafa verið vegna takmarkana á samkomum og sóttkví halda gildi sínu.

Eru mannamót og skemmtanahald leyft í samkomubanni?

Leyfilegt er að halda samkomur fyrir 200 manns og færri. Mikilvægt er að huga að 2ja metra fjarlægðrarreglunni. Þá skal einnig hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Verður sundlaugum lokað í samkomubanni?

Frá og með 18. maí er sund- og baðstöðum heimilt að hafa opið með fjöldatakmörkunum þar sem leyfilegur hámarksfjöldi gesta fer aldrei yfir helming hámarksfjölda skv. starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda. Tveggja metra nálægðartakmörk gilda ekki á sundlaugarsvæðum en taka skal tillit til þeirra eins og kostur er hvað varðar viðkvæma hópa.

Eru skemmtistaðir opnir í samkomubanni?

Já, skemmtistaðir, krár og spilastaðir eru opnir til kl. 23 alla daga. Mikilvægt er að huga að 2ja metra fjarlægðarreglunni.

Nær samkomubannið til útisamkoma?

Já. Um slíkar samkomur gilda sömu reglur og fyrir samkomur sem haldnar eru innandyra, bæði hvað varðar fjölda og hversu mikið pláss þarf að vera hægt að hafa milli fólks.

Geta trúarlegar athafnir farið fram í samkomubanni?

Takmörkun á samkomum tekur einnig til trúarathafna. Óheimilt er að fleiri en 200 manns komi saman, að meðtöldum þeim sem stýra athöfninni. Dæmi um þetta eru útfarir, giftingar, fermingar, skírnir og sambærilegar athafnir, hvort sem er í kirkju eða á öðrum stöðum.

Geta veislur farið fram í samkomubanni?

Veislur, matarboð og öll önnur tilefni þar sem fólk kemur saman í heimahúsi, í veislusölum, utandyra eða á öðrum stöðum eru bannaðar séu fleiri en 200 manns viðstaddir. Tryggja skal eins og kostur er að fjarlægð á milli fólks sé a.m.k. 2 metrar. Þá skal sérstaklega hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Geta íþróttaviðburðir farið fram meðan á samkomubanni stendur?

Íþróttaviðburðir geta farið fram svo lengi sem 200 manns eða færri koma saman.

Hvaða reglur gilda um íþróttastarf í samkomubanni?

Frá og með 25. maí eru engar sérstakar takmarkanir á íþróttastarfi en gæta þarf að hámarksfjöldafullorðinna allt að 200 manns í sama rými. Jafnfram er hvatt til þess að tillit sé tekið til 2ja metra nálægðarmarka.

Hvaða reglur gilda um leikhús og bíóhús í samkomubanni?

Leiksýningar og bíósýningar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að færri en 200 manns sæki sýningarnar þ.m.t. flytjendur og starfsfólk.

Má halda tónleika í samkomubanni?

Tónleikar geta farið fram, að því skilyrði uppfylltu að ekki séu fleiri en 200 á tónleikunum, þar með taldir flytjendur og starfsfólk.

Má hafa söfn opin meðan á samkomubanni stendur?

Já, heimilt er að hafa söfn opin, að því tilskildu að ekki séu fleiri á safninu en 200 manns, þ.m.t. starfsfólk safnsins og að tryggt sé að tveir metrar séu milli fólks eins og kostu er. Þá skal sérstaklega hugað að hreinlæti og sótthreinsun.

Geta ráðstefnur eða stórir fundir farið fram í samkomubanni?

Ef færri en 200 manns koma saman er heimilt að halda námskeið, ráðstefnur, málþing, fundi og kennslu, en tryggja þarf að a.m.k. 2 metrar séu milli fólks eins og kostur er.

Þegar hafa fjölmargir vinnustaðir fært fundahöld yfir í fjarfundi og er reynslan af slíku almennt góð.

Hvað fellur ekki undir samkomubann?

Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til öflugra sóttvarnaráðstafana og að rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Hvernig er fyrirkomulag á opnun verslana í samkomubanni?

Verslanir þurfa að gæta að því að ekki séu fleiri en 200 einstaklingar inni í verslunarrýminu á sama tíma. Mikilvægt er að sýna tillitsemi og virða 2ja metra fjarlægðarregluna eins og kostur er.

Hvernig er best að snúa sér í því að versla inn matvörur fyrir heimilið?

Gott er að skrifa niður innkaupalista áður en farið er í búðina til að hægt sé að ljúka innkaupunum á sem stystum tíma. Í búðinni þarf svo að gæta að því að halda tveggja metra fjarlægðinni milli fólks, svo sem í biðröðum við kassa. Í mörgum verslunum eru merki á gólfi á biðraðasvæði til að gefa til kynna hvar fólk á að standa til að tryggja nægilega fjarlægð á milli manna.

Þá er víða boðið upp á heimsendingarþjónustu, bæði frá matvöruverslunum og apótekum sem fólk í sóttkví og einangrun getur m.a. nýtt.

Hvernig er fyrirkomulagið á opnun verslunarmiðstöðva?

Í verslunarmiðstöðvum er hvert verslunarrými sér eining. Tryggja þarf að ekki séu á sama tíma fleiri en 200 manns inni í hverju verslunarrými fyrir sig. Sameiginleg rými skal skipuleggja þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga eins og kostur er. Þjónusta sem fólk hefur ekki kost á öðru en að mæta og versla (t.a.m. lyf) þarf að tryggja þeim sem kjósa það að halda 2ja metra fjarlægð frá öðum.

Eru sólbaðsstofur opnar?

Frá og með 4. maí hafa sólbaðsstofur haft leyfi til að vera opnar. Hvatt er til þess að viðhalda 2ja metra fjarlægð milli viðskiptavina. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Mun lögreglan passa upp á fjölda fólks inni í verslunum?

Nei, við treystum á að eigendur verslana og aðrir fylgi fyrirmælum um samkomubann.  

Má ég fara í sund og heita potta?

Frá og með 18. maí má fara í sund. Sund- og baðstöðum er heimilt að hafa opið með fjöldatakmörkunum þar sem leyfilegur hámarksfjöldi gesta fer aldrei yfir helming hámarksfjölda skv. starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda. Tveggja metra nálægðartakmörk gilda ekki á sundlaugarsvæðum en taka skal tillit til þeirra eins og kostur er hvað varðar viðkvæma hópa.

Eftir bestu vitneskju í dag er ekki talin hætta á að veiran berist í fólk úr vatni í heitum pottum eða sundlaugum. Í heitum pottum (og á líkamsræktarstöðvum) er hins vegar oft mikil nánd við marga einstaklinga og þar af leiðandi smithætta. Veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru er einstaklingum með undirliggjandi vandamál ráðlagt að halda sig frá fjölmenni, þar á meðal líkamsræktarstöðvum og sundlaugum.

Verður líkamsræktarstöðvar opnar í samkomubanni?

Já, líkamsræktarstöðvar eru opnar frá og með 25 maí. Gestafjöldi má aldrei vera meiri en helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Get ég farið í klippingu og á snyrtistofur í samkomubanni?

Já, frá og með 4. maí mega hárgreiðslustofur og snyrtistofur vera opnar, en taka skal tillit til 2ja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Get ég farið í nudd í samkomubanni?

Frá og með 4. maí er hægt að fara í nudd, en taka skal tillit til 2ja metra fjarlægðarreglunnar eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

Eru húðflúrstofur opnar?

Frá 4. maí hafa húðflúrstofur leyfi til að vera opnar, en taka skal tillit til 2ja metra nálægðarmörkum eins og kostur er. Gætt skal að sótthreinsun og þrifum.

 

Get ég farið til læknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, eftir 4. maí er öll heilbrigðisstarfsemi heimil og tekur það einnig til valkvæðra skurðaðgerða eða annarra valaðgerða.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?

Já, eftir 4. maí er öll heilbrigðisstarfsemi heimil og fólk getur því farið til tannlæknis án takmarkana.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

Get ég farið í sjúkraþjálfun í samkomubanninu?

Já, heilbrigðisþjónusta á borð við sjúkraþjálfun er í boði. Með hertum reglum í samkomubanni frá og með 24. mars er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil. Þetta á þó ekki við um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og því geta þeir sem þurfa nauðsynlega á sjúkraþjálfun að halda vegna endurhæfingar fengið áfram slíka þjónustu.

Er hægt að veita heilbrigðisþjónustu utan opinberra heilbrigðisstofnana?

Já, 4. maí var öll heilbrigðisstarfsemi heimil. Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

 

Hvernig geta heilbrigðisstarfsmenn forðast smit?

Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn, eins og aðrir sýni varkárni og passi vel upp á sóttvarnir. Ef einstaklingur sem hefur einkenni COVID-19 þarf á bráðaþjónustu að halda ætti að takmarka fjöldastarfsmanna eins og hægt er og reyna að láta viðkomandi ekki sitja með öðrum sjúklingum á biðstofu. Öllum skoðunum og aðgerðum sem mega bíða ætti að fresta þar til veikindi viðkomandi eru gengin yfir.

Má ég nota almenningssamgöngur eftir að ég lendi í Keflavík?

Mikið rask er á almenningssamgöngum eftir að samkomubann hófst. Allir sem koma til landsins þurfa að fara í 14 daga sóttkví fyrir utan þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Öruggast er því að nota fólksbíla (t.d. bílaleigubíla, leigubíla eða einkabíla). Til að mynda er hægt að biðja ættingja eða vini um að keyra á tveimur bílum til Keflavíkur, skilja annan eftir og skilja lyklana eftir fyrir ferðalangana til að taka bílinn heim.

Mun flug til og frá landinu falla niður út af samkomubanninu?

Nei. Takmörkun á samkomum nær hvorki til alþjóðaflugvalla né alþjóðaflugs. Hins vegar er framboð á áætlunarflugi mjög takmarkað og því er mikilvægt að fylgjast með flugáætlun. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Mega skemmtiferðaskip koma til landsins í samkomubanninu?

Já. Takmörkunin tekur ekki til alþjóðahafna og því mega skip koma til og frá landinu í gegnum alþjóðahafnir.

Á vef Embætti landlæknis má finna fleiri spurningar og svör í tengslum við COVID-19.
Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má einnig finna upplýsingar um takmarkanir á skólastarfi.

Til baka á forsíðu