Líðan okkar

Hvenær verða áhyggjur vandamál?

Allir hafa áhyggjur og það að hugsa fram í tímann getur hjálpað okkur við að skipuleggja hluti og bregðast við aðstæðum. Erfitt getur verið fyrir fólk að meta hvenær áhyggjur eru orðnar of miklar. Í núverandi ástandi er eðlilegt að hafa áhyggjur, en ef áhyggjur eru orðnar óhóflegar og farnar að stjórna lífi fólks - t.d. ef þær valda kvíða eða svefnvanda, er mikilvægt að leita leiða til að bæta líðan og takmarka þann tíma sem fer í áhyggjur.  

Hvernig get ég brugðist við áhyggjum?

Höldum jafnvægi í daglegu lífi. Sálfræðingar líta á vellíðan sem samspil athafna sem veita ánægju og nánd og gefa fólki þá upplifun að það hafi áorkað einhverju. Mælt er með því að fólk sé í samskiptum en nú gæti þurft að beita nýstárlegum aðferðum til þess að halda nægjanlegri fjarlægð í samskiptum, til dæmis með myndsamtali og annarskonar netsamskiptum.
Látum áhyggjur snúast um raunveruleg vandamál en ekki möguleg vandamál. Ef við erum með áhyggjur af mörgum mögulegum vandamálum er mikilvægt að við minnum okkur á að hugurinn er upptekinn af vandamálum sem við höfum ekki tök á að leysa núna. Í framhaldinu er hjálplegt að finna leiðir til að sleppa áhyggjunum og einbeita sér að öðru.
Æfum okkur í að fresta áhyggjum. Áhyggjur geta verið ágengar og valdið því að fólki finnist nauðsynlegt að bregðast strax við. Með því að æfa sig í að fresta áhyggjum af mögulegum vandamálum fær fólk gjarnan annað sjónarhorn og upplifun af áhyggjum sínum. Í framkvæmd snýst þetta um að taka daglega frá tíma (t.d. 15-30 mínútur) til þess að hugsa um áhyggjurnar og reyna svo að sleppa hugsunum um þær annars.
Skrifum niður neikvæðar hugsanir. Góð leið til að draga úr áhyggjum er að skrifa niður hugsanir sem eru neikvæðar eða valda kvíða og velta fyrir sér mögulegum lausnum við þeim.
Beitum núvitund. Að læra núvitund og stunda slíkar æfingar getur hjálpað fólki að sleppa áhyggjum og að draga athyglina að líðandi stund. Full athygli að önduninni eða umhverfishljóðum getur verið hjálplegt “akkeri” til þess að beina athyglinni að núinu og til að sleppa áhyggjum.
Hreyfum okkur. Dagleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Regluleg hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að sporna gegn fjölmörgum sjúkdómum. Hún veitir ekki síst andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld almennt.

Aðstoð sem tengist líðan

Neðst á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um aðila um allt land sem veita aðstoð sem tengist líðan.

Gagnlegar upplýsingar

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði um heilsu og líðan. Heilræðin hafa einnig verið þýdd á ensku og pólsku.

Bæklingur um hvernig takast má við áhyggjur og kvíða á tímum COVID-19. Sjá enska útgáfa og öðrum tungumálum, m.a. pólsku.

Bæklingur um góð ráð til foreldra og uppalenda.

Upplýsingar á vef heilsuveru.is um vellíðan, samskipti, einmanaleika og streitu.

Handbók um hugræna atferlismeðferð, þróuð af starfsfólki geðsviðs Reykjalundar.

Gert hefur verið myndband um áhyggjur og kvíða og hvað hægt sé að gera til að draga úr þeim, lengri útgáfa og styttri útgáfa.

Líðan og börn

Eins og fyrir aðra aldurshópa er faraldurinn ákveðin áskorun. Hér er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast fræðslu, afþreyingu og umönnun á tímum faraldursins.

Fræðsla:

Ítarlegar upplýsingar fyrir foreldra og börn eru á vefsíðu embættis landlæknis.

Upplýsingar fyrir börn og ungmenni um kórónuveiruna - Umboðsmaður barna
Hvað er kórónuveiran? - Umboðsmaður barna
Kórónuveiran: Spurt og svarað - Umboðsmaður barna
Hvernig á að tala við börn um kórónuveiruna? - Umboðsmaður barna
Upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli - Landssamtökin Þroskahjálp
Leikskólar og börn. Leiðbeiningar gerðar af embætti landlæknis
Halló ég heiti Kóróna - efni fyrir börn - Guðlaug Marion Mitchison, sálfræðingur
My Hero is You er barnabók á ensku, gerð af sérfræðingum til að lesa með börnum um heimsfaraldurinn.

Afþreying

Afþreying á tímum kórónuveirunnar - Umboðsmaður barna

Afþreying

Ráðleggingar varðandi börn og unglinga vegna COVID-19 - Barnaspítali Hringsins
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví,  leiðbeiningar til forráðamanna - Embætti Landlæknis
Börn í sóttkví, leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna - Embætti Landlæknis

Viltu hafa samband?

Heilsuvera.is

Netspjall í boði kl. 9-12 og 13-22 virka daga og kl. 10-16 á frídögum.

Einnig er hægt að ná sambandi gegnum Mínar síður.

Heilsuvera.is

Netspjall í boði kl. 9-12 og 13-22 virka daga og kl. 10-16 á frídögum.

Einnig er hægt að ná sambandi gegnum Mínar síður.

Til baka á forsíðu