Góð ráð

Þvoum okkur um hendurnar

Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.

Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.

Bros er betra en koss og knús

Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu. Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.

Virðum sóttkví

Sóttkví fyrir þau sem mögulega eru smituð og einangrun þeirra sem greinast er nauðsynleg til að hægja á útbreiðslu. Ef þú ert í viðkvæmum hópi er þér ráðlagt að halda þig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum. Forðastu einnig að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.

Til baka á forsíðu