Frá sóttvarnalækni

28.12.2021

Varðandi einangrun vegna COVID-19

Þann 22. desember tók gildi reglugerð nr. 1483/2021 um lengd einangrunar vegna COVID-19. Þar var kveðið á um að einstaklingi með staðfest smit af völdum SARS-CoV-2 væri gert að dvelja í 10 daga í einangrun frá greiningu. Heimilt væri að stytta eða lengja einangrun með mati lækna á göngudeild COVID.

Mikið er nú hringt í göngudeildina til að fá styttingu einangrunar. Rétt er að ítreka að ekki er hægt að meta styttingu einangrunar fyrr en sjö dagar hafa liðið á einangrunina. Sóttvarnalæknir vill því hvetja þá sem eru einkennalausir og vilja stytta einangrun að hafa ekki samband fyrr en að 7 dagar hafa liðið frá upphafi einangrunar.

Sóttvarnalæknir skoðar nú breytingar á leiðbeiningum um einangrun og sóttkví vegna COVID-19 með hliðsjón af nýjum leiðbeiningum sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna frá 27. desember sl.

Sóttvarnalæknir.

Til baka á forsíðu