Fermingar
til fyrirmyndar
Gætum að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fermingardaginn
Öðruvísi
   öskudagur
Munum tveggja metra fjarlægð
Þvoum okkur um hendurnar
Forðumst óþarfa snertingu
Táknmál
Táknmál

Sóttkví

Bóluefni COVID-19

Sóttkví

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki með einkenni. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda.

Þú ferð í sóttkví ef

Þú hefur umgengist einhvern sem reyndist smitaður.
Einhver á heimilinu þar sem þú dvelur fer í sóttkví og þú getur ekki farið af heimilinu.
Barn í þinni umsjá fer í sóttkví.
Þú kemur frá áhættusvæðum erlendis.

Þú ferð í sóttkví, þó þú sért með bólefni, ef

Þú ert í verulegri umgengni við smitaðan einstakling, til dæmis barn í þinni umsjá sem þarf að sinna.

Þú ferð ekki í sóttkví ef

Þú hefur umgengist einhvern sem var síðar sendur í sóttkví.
Nágranni þinn smitast (til dæmis í sama stigagangi), nema þið hafið verið í miklum samskiptum.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með bóluefni.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með vottorð um fyrri sýkingu COVID-19.
Þú kemur frá landi sem ekki er skilgreint áhættusvæði (Grænlandi).
Þú ert með bóluefni, nema umgengni við smitaðan einstakling hafi verið veruleg að mati rakningarteymis.
Ef útsetning gagnvart smiti er minniháttar að mati rakningarteymis, má bólusettur einstaklingur beita smitgát í 14 daga í stað sóttkvíar. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga.

Sóttkví í heimahúsi

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi. Sóttkvíarstaður þarf að vera fullnægjandi til sóttkvíar og þau sem eru í sóttkví þurfa að dvelja þar allan tímann sem sóttkví varir. Leiðbeiningar um sóttvarnir og sóttkví fyrir einstaklinga sem eru bólusettir gegn COVID-19.

Í sóttkví

Eftirfarandi reglur eiga við um fólk sem ekki hefur verið bólusett.

Fari einn heimilismaður í sóttkví verða allir sem á heimilinu dvelja að fara í sóttkví. Aðrir heimilismenn skulu ekki vera á heimilinu. Geti fólk ekki eða vilji ekki fara af heimilinu þarf það að vera í sóttkví líka. Skráning þess í sóttkví er á Mínum síðum á heilsuveru.is.
Umgengni við annað fólk er óheimil. Þess vegna þurfa þau sem eru í sóttkví að fá aðstoð við aðföng o.þ.h.
Ef heimilið er í sóttkví geta vinir eða ættingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við útidyr en eiga ekki að hafa bein samskipti við aðila í sóttkví.
Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði á svæðinu er hægt að nýta þá þjónustu á meðan sóttkví stendur. Sá sem er í sóttkví ætti að taka fram að um sóttkví sé að ræða og varning ætti að skilja eftir við útidyr.
Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar ber honum að fara tafarlaust í sýnatöku (nota má einkabíl eða leigubíl og taka skal fram að hann sé í sóttkví).

Athugið að fullbólusettir einstaklingar geta dvalið á heimili með aðila í sóttkví án þess að fara sjálfir í sóttkví.

Ítarlegri leiðbeiningar um sóttkví í heimahúsi.

Húsnæði sem notað er fyrir sóttkví þarf m.a. að uppfylla eftirfarandi:

Einstaklingsherbergi eða einnar fjölskyldu einingar.
Sér salerni fyrir hvert herbergi/einingu.
Til staðar þarf að vera rúm/dýna fyrir hvern einstakling eða þeir koma með slíkt með sér. Fjölskyldueining þarf að vera nægilega stór til að a.m.k. 1 metri geti verið á milli rúmstæða.
Sér aðstaða til að elda/neyta matar.
Ekki mega aðrir dvelja í sömu einingu/íbúð/herbergi nema þeir hinir sömu undirgangist sömu sóttkvíarreglur, eða séu fullbólusettir.

Þeir sem ekki geta dvalist í húsnæði sem uppfyllir ofangreindar kröfur þurfa að dvelja í sóttvarnarhúsi í sinni sóttkví. Þó má dvelja eina nótt nærri landamærastöð á viðeigandi sóttkvíarstað áður en haldið er á endanlegan dvalarstað eftir komuna til landsins. Ekki  má fara á milli gististaða eða landshluta að óþörfu og mikilvægt að tilkynna slíkt til almannavarna, t.d. á netspjalli covid.is.

Börn í sóttkví

Það er mörgum erfitt að vera stíað frá vinum og ættingjum vegna sóttkvíar. Það er enn erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, sem ekki skilja tilganginn með þessum ráðstöfunum. Til eru leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna barna um dægradvöl í sóttkví og hvernig hægt sé að útskýra sóttkví fyrir börnum. Jafnframt hafa verið gerðar leiðbeiningar til forráðamanna barna með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví.

Staðfesting/vottorð um sóttkví

Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt. Þeir hafa þá annað hvort farið í sóttkví vegna ferðalaga eða hafa verið skráðir í sóttkví af heilsugæslunni eða rakningateymi samkvæmt fyrirskipun sóttvarnalæknis. Gert hefur verið myndband um hvernig sótt er um vottorð inni á heilsuveru.is Þeir sem þurfa að vera í sóttkví geta farið inn á heilsuveru.is og fengið vottorð. Þau eru án endurgjalds. Skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

Hægt er að fá vottorð vegna fjarvista frá vinnu vegna:

Sóttkví vegna nándar við tilfelli, sóttkví fyrirskipuð af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Barns sem er skipað í sóttkví, foreldrar fá vottorð vegna barns.
Sjálfskráð sóttkví vegna aðila í sóttkví á heimili og aðskilnaður ekki mögulegur. ATH. Veitir mögulega ekki rétt til bóta vegna vinnutaps.

Vinnusóttkví

Líkt og verið hefur getur sóttvarnalæknir heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkí er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Ákvæði um fyrirkomulag vinnusóttkvíar eru óbreytt.

Úrvinnslusóttkví

Úrvinnslusóttkví er sóttkví sem stendur yfir á meðan unnið er að smitrakningu. Þá fylgir þú þeim leiðbeiningum sem gilda um sóttkví þar til vitað er hvort þú þurfir að fara í sóttkví. Stundum ákveða fyrirtæki eða stofnanir sjálf að senda einstaklinga heim ef smit kemur upp á meðan verið er að meta aðstæður en stundum er það gert að tilmælum rakningateymis. Ekki er gefið út vottorð vegna fjarvista frá vinnu í úrvinnslusóttkví.

Í sóttkví má:

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli
Fara til læknis en hringja fyrst

Í sóttkví má ekki:

Umgangast annað fólk, nema það sé bólusett
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili
Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar

Reglur um sóttkví við komuna til landsins

Allir eiga að fara í sóttkví nema farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu.

Þau sem ekki framvísa vottorði á landamærunum þurfa að halda fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar.

Farþegum er heimilt að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði.

Eftirlit

Allir sem eru í sóttkví og ekki á sóttkvíarhóteli fá að minnsta kosti eitt símtal frá eftirlitsteymi sóttvarnalæknis og Almannavarna. Markmiðið er að allir fái kynningu og leiðbeiningar um þær reglur sem gilda. Þau sem þurfa á frekari stuðningi að halda fá frekari stuðning og eftirfylgni. Eftir atvikum er lögregla upplýst um möguleg brot á sóttvarnalögum. Símanúmer eftirlitsteymis er4442504.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki með einkenni. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda.

Þú ferð í sóttkví ef

Þú hefur umgengist einhvern sem reyndist smitaður.
Einhver á heimilinu þar sem þú dvelur fer í sóttkví og þú getur ekki farið af heimilinu.
Barn í þinni umsjá fer í sóttkví.
Þú kemur frá áhættusvæðum erlendis.

Þú ferð í sóttkví, þó þú sért með bólefni, ef

Þú ert í verulegri umgengni við smitaðan einstakling, til dæmis barn í þinni umsjá sem þarf að sinna.

Þú ferð ekki í sóttkví ef

Þú hefur umgengist einhvern sem var síðar sendur í sóttkví.
Nágranni þinn smitast (til dæmis í sama stigagangi), nema þið hafið verið í miklum samskiptum.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með bóluefni.
Þú kemur frá áhættusvæði en ert með vottorð um fyrri sýkingu COVID-19.
Þú kemur frá landi sem ekki er skilgreint áhættusvæði (Grænlandi).
Þú ert með bóluefni, nema umgengni við smitaðan einstakling hafi verið veruleg að mati rakningarteymis.
Ef útsetning gagnvart smiti er minniháttar að mati rakningarteymis, má bólusettur einstaklingur beita smitgát í 14 daga í stað sóttkvíar. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga.

Sóttkví í heimahúsi

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi. Sóttkvíarstaður þarf að vera fullnægjandi til sóttkvíar og þau sem eru í sóttkví þurfa að dvelja þar allan tímann sem sóttkví varir. Leiðbeiningar um sóttvarnir og sóttkví fyrir einstaklinga sem eru bólusettir gegn COVID-19.

Í sóttkví

Eftirfarandi reglur eiga við um fólk sem ekki hefur verið bólusett.

Fari einn heimilismaður í sóttkví verða allir sem á heimilinu dvelja að fara í sóttkví. Aðrir heimilismenn skulu ekki vera á heimilinu. Geti fólk ekki eða vilji ekki fara af heimilinu þarf það að vera í sóttkví líka. Skráning þess í sóttkví er á Mínum síðum á heilsuveru.is.
Umgengni við annað fólk er óheimil. Þess vegna þurfa þau sem eru í sóttkví að fá aðstoð við aðföng o.þ.h.
Ef heimilið er í sóttkví geta vinir eða ættingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við útidyr en eiga ekki að hafa bein samskipti við aðila í sóttkví.
Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði á svæðinu er hægt að nýta þá þjónustu á meðan sóttkví stendur. Sá sem er í sóttkví ætti að taka fram að um sóttkví sé að ræða og varning ætti að skilja eftir við útidyr.
Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar ber honum að fara tafarlaust í sýnatöku (nota má einkabíl eða leigubíl og taka skal fram að hann sé í sóttkví).

Athugið að fullbólusettir einstaklingar geta dvalið á heimili með aðila í sóttkví án þess að fara sjálfir í sóttkví.

Ítarlegri leiðbeiningar um sóttkví í heimahúsi.

Húsnæði sem notað er fyrir sóttkví þarf m.a. að uppfylla eftirfarandi:

Einstaklingsherbergi eða einnar fjölskyldu einingar.
Sér salerni fyrir hvert herbergi/einingu.
Til staðar þarf að vera rúm/dýna fyrir hvern einstakling eða þeir koma með slíkt með sér. Fjölskyldueining þarf að vera nægilega stór til að a.m.k. 1 metri geti verið á milli rúmstæða.
Sér aðstaða til að elda/neyta matar.
Ekki mega aðrir dvelja í sömu einingu/íbúð/herbergi nema þeir hinir sömu undirgangist sömu sóttkvíarreglur, eða séu fullbólusettir.

Þeir sem ekki geta dvalist í húsnæði sem uppfyllir ofangreindar kröfur þurfa að dvelja í sóttvarnarhúsi í sinni sóttkví. Þó má dvelja eina nótt nærri landamærastöð á viðeigandi sóttkvíarstað áður en haldið er á endanlegan dvalarstað eftir komuna til landsins. Ekki  má fara á milli gististaða eða landshluta að óþörfu og mikilvægt að tilkynna slíkt til almannavarna, t.d. á netspjalli covid.is.

Börn í sóttkví

Það er mörgum erfitt að vera stíað frá vinum og ættingjum vegna sóttkvíar. Það er enn erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, sem ekki skilja tilganginn með þessum ráðstöfunum. Til eru leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna barna um dægradvöl í sóttkví og hvernig hægt sé að útskýra sóttkví fyrir börnum. Jafnframt hafa verið gerðar leiðbeiningar til forráðamanna barna með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví.

Staðfesting/vottorð um sóttkví

Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt. Þeir hafa þá annað hvort farið í sóttkví vegna ferðalaga eða hafa verið skráðir í sóttkví af heilsugæslunni eða rakningateymi samkvæmt fyrirskipun sóttvarnalæknis. Gert hefur verið myndband um hvernig sótt er um vottorð inni á heilsuveru.is Þeir sem þurfa að vera í sóttkví geta farið inn á heilsuveru.is og fengið vottorð. Þau eru án endurgjalds. Skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

Hægt er að fá vottorð vegna fjarvista frá vinnu vegna:

Sóttkví vegna nándar við tilfelli, sóttkví fyrirskipuð af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Barns sem er skipað í sóttkví, foreldrar fá vottorð vegna barns.
Sjálfskráð sóttkví vegna aðila í sóttkví á heimili og aðskilnaður ekki mögulegur. ATH. Veitir mögulega ekki rétt til bóta vegna vinnutaps.

Vinnusóttkví

Líkt og verið hefur getur sóttvarnalæknir heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkí er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Ákvæði um fyrirkomulag vinnusóttkvíar eru óbreytt.

Úrvinnslusóttkví

Úrvinnslusóttkví er sóttkví sem stendur yfir á meðan unnið er að smitrakningu. Þá fylgir þú þeim leiðbeiningum sem gilda um sóttkví þar til vitað er hvort þú þurfir að fara í sóttkví. Stundum ákveða fyrirtæki eða stofnanir sjálf að senda einstaklinga heim ef smit kemur upp á meðan verið er að meta aðstæður en stundum er það gert að tilmælum rakningateymis. Ekki er gefið út vottorð vegna fjarvista frá vinnu í úrvinnslusóttkví.

Í sóttkví má:

Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli
Fara til læknis en hringja fyrst

Í sóttkví má ekki:

Umgangast annað fólk, nema það sé bólusett
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili
Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar

Reglur um sóttkví við komuna til landsins

Allir eiga að fara í sóttkví nema farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu.

Þau sem ekki framvísa vottorði á landamærunum þurfa að halda fimm daga sóttkví og fara í aðra sýnatöku við lok hennar.

Farþegum er heimilt að vera í heimasóttkví að því gefnu að húsnæðið uppfylli ákveðin skilyrði.

Eftirlit

Allir sem eru í sóttkví og ekki á sóttkvíarhóteli fá að minnsta kosti eitt símtal frá eftirlitsteymi sóttvarnalæknis og Almannavarna. Markmiðið er að allir fái kynningu og leiðbeiningar um þær reglur sem gilda. Þau sem þurfa á frekari stuðningi að halda fá frekari stuðning og eftirfylgni. Eftir atvikum er lögregla upplýst um möguleg brot á sóttvarnalögum. Símanúmer eftirlitsteymis er4442504.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Forgangshóparnir eru tíu

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.

Í þessari viku verður áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.

Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.

Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?

Boðun og skráning

Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.

Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.

  • Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
  • Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
  • Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
  • Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
  • Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
  • Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
  • Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
  • Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.