Jól og áramót 2020
Jól og áramót 2020
Jólakúlujól 2020
Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman, þó ekki fleiri en 10 saman, því samkvæmt þeim reglum sem við fylgjum til 12. janúar þá mega ekki fleiri vera í hverri jólakúlu. Því er ljóst að þessi jól verði mögulega lágstemmdari og með breyttu sniði fyrir marga. Athygli er vakin á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19.
Hér eru nokkur atriði sem innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.
Eigum góðar stundir í okkar jólakúlu
Verndum viðkvæma hópa
Njótum rafrænna samverustunda
Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu okkar
Veljum jólavini (okkar jólakúlu)
Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
Verslum á netinu ef hægt er
Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta
Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.
Heimboð og veitingar
Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið.
Fylgjumst með þróun faraldursins.
Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir.
Forðumst samskotsboð („pálínuboð") og hlaðborð.
Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma.
Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur.
Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega.
Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega.
Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá.
Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn.
Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis.
Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur.
Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra.
Gisting
Algengt er að vinir og/eðafjölskyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun,heilbrigðisþjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi.
Ferðalög til og á Íslandi
Jólin eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hittum fólk þurfum við að velta fyrir okkur eftirfarandi atriðum.
Eru einhver tilmæli eða takmarkanir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sóttkví við komuna til landsins. Í boði er 14 daga sóttkví sem hægt er að stytta um 5-6 daga ef farið er í sýnatöku við upphaf og lok sóttkvíar.
Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi?
Er smithættan á þínu búsetusvæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til, mikil eða að aukast?
Hvernig höfum við og þau sem við ætlum að heimsækja hagað samskiptum við aðra í tvær vikur fram að brottför? Hafa átt sér stað náin samskipti við aðra en heimilisfólk?
Verður erfitt að halda nálægðarmörkin á meðan ferðalagi stendur (flug, rúta og/eða bátur).
Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið?
Í ferðalaginu
Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur
Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn
Höldum fjarlægð frá öðru fólki
Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt
Koma til landsins
Fólk sem kemur til Íslands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18.desember.
Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flugvöll.
Rekstraraðilar og fyrirtæki
Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna.
Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum.
Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum.
Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila.
Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum
Þvoum hendur reglulega
Virðum nálægðarmörkin
Loftum reglulega út
Notum andlitsgrímur þegar við á
Þrífum snertifleti reglulega
Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.
Gleðilega hátíð!
Jólakúlujól 2020
Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman, þó ekki fleiri en 10 saman, því samkvæmt þeim reglum sem við fylgjum til 12. janúar þá mega ekki fleiri vera í hverri jólakúlu. Því er ljóst að þessi jól verði mögulega lágstemmdari og með breyttu sniði fyrir marga. Athygli er vakin á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19.
Hér eru nokkur atriði sem innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.
Eigum góðar stundir í okkar jólakúlu
Verndum viðkvæma hópa
Njótum rafrænna samverustunda
Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu okkar
Veljum jólavini (okkar jólakúlu)
Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
Verslum á netinu ef hægt er
Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
Sýnum varúð í ferðalögum milli landshluta
Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.
Heimboð og veitingar
Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið.
Fylgjumst með þróun faraldursins.
Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir.
Forðumst samskotsboð („pálínuboð") og hlaðborð.
Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma.
Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur.
Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega.
Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega.
Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá.
Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn.
Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis.
Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur.
Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra.
Gisting
Algengt er að vinir og/eðafjölskyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun,heilbrigðisþjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi.
Ferðalög til og á Íslandi
Jólin eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hittum fólk þurfum við að velta fyrir okkur eftirfarandi atriðum.
Eru einhver tilmæli eða takmarkanir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sóttkví við komuna til landsins. Í boði er 14 daga sóttkví sem hægt er að stytta um 5-6 daga ef farið er í sýnatöku við upphaf og lok sóttkvíar.
Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi?
Er smithættan á þínu búsetusvæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til, mikil eða að aukast?
Hvernig höfum við og þau sem við ætlum að heimsækja hagað samskiptum við aðra í tvær vikur fram að brottför? Hafa átt sér stað náin samskipti við aðra en heimilisfólk?
Verður erfitt að halda nálægðarmörkin á meðan ferðalagi stendur (flug, rúta og/eða bátur).
Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið?
Í ferðalaginu
Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur
Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn
Höldum fjarlægð frá öðru fólki
Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt
Koma til landsins
Fólk sem kemur til Íslands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18.desember.
Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flugvöll.
Rekstraraðilar og fyrirtæki
Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna.
Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum.
Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum.
Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila.
Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum
Þvoum hendur reglulega
Virðum nálægðarmörkin
Loftum reglulega út
Notum andlitsgrímur þegar við á
Þrífum snertifleti reglulega
Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.
Gleðilega hátíð!
Forgangshóparnir eru tíu
Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.
Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.
Í þessari viku verður áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.
Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.
Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.
Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?
Boðun og skráning
Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.
Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.
Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.
- Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
- Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
- Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
- Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
- Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
- Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
- Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
- Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.