Táknmál
Táknmál

Höfuðborgarsvæðið: Hertar takmarkanir á samkomum

Reglugerðir heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar taka gildi frá og með 20. október og gilda til og með 10. nóvemer nk.

Viðbótarákvæði í reglugerðinni, sem gilda um höfuðborgarsvæðið, gilda hins vegar til og með 3. nóvember nk. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ. 

Hertar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu

Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Skilyrðin eru eftirfarandi:

Skylt að virða 2 metra regluna
Þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur
Allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma.
Sameiginleg notkun á búnaði sem er fastur við gólf, loft eða vegg, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.

Veitingastaðir: Þeir veitingastaðir sem mega hafa opið (krár og skemmtistaðir skulu vera lokaðir) mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.

Sund-og baðstaðir: Sund-og baðstaðir eru lokaðir almenningi.

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskóla­aldri, þ.m.t. skólasund, sem krefst snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi er óheimilt.

Þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nándar: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða ef hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar er óheimil. Þetta á við svo sem um hársnyrtistofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hundasnyrtistofur, sólbaðsstofur og aðra sambærilega starfsemi. Framangreint á þó ekki við um starfsemi heilbrigðisstarfsfólks við veitingu heilbrigðisþjónustu en í þeim tilvikum er skylt að nota andlitsgrímur. Þessar takmarkanir tekur ekki til innan­lands­flugs og -ferja, leigubifreiða, hópbifreiða og almenningssamgangna.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Reglugerð um 2. breytingu á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Munur á samkomutakmörkunum á landsvísu annars vegar og höfuðborgarsvæðinu, hins vegar.