Táknmál
Táknmál

Gildandi takmörkun á samkomum

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 18. nóvember 2020 og gildir til og með 1. desember 2020.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara ogskipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Sérstök reglugerð tekur til skólastarfs sem tók gildi 18.nóvember og gildir til og með 1. desember 2020.

Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2011 eða síðar.

Helstu takmarkanir í gildi

10 manna fjöldatakmörkun sem meginregla
- Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum
- 50 - 100 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum
- 10 manna fjöldatakmörkun á ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
Íþróttastarf 2005 og eldri óheimil (Innan sem utan ÍSÍ)
Sviðslistir óheimilar
Líkamsræktarstöðvar lokaðar
Sundlaugar lokaðar
Krár, skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar eru lokaðir
Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega hafa opið til 21:00 alla daga
Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum

Gildandi takmörkun á samkomum

‍Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru tíu, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.

Lyfja- og matvöruverslanir sem eru undir 1.000m2 að stærð mega hafa allt að 50 viðskiptavinum inni í versluninni svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Heimilt er að hleypa inn einum viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10m2 umfram 1000 m2, en aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum.

Við útfarir mega allt að 30 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 10 einstaklingar í rými.

Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu,slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

Nálægðarmörk og grímunotkun

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, auk þess í menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa,  hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Sviðslistir og sambærileg starfsemi eru óheimilar.

Sundstaðir og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.  

Skemmtistaðir, krár, spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 21:00 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 10 manna fjöldatakmörkunum og 2 metra nálægðarmörkum milli ótengdra einstaklinga. Heimilt er að selja mat út úr húsi eftir klukkan 21:00.  ‍

Íþróttir einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utan­dyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Vinnustaðir, verslanir, opinberar byggingar og þjónusta

Tryggja þarf 2ja metra nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og er hámarksfjöldi þar 10 viðskiptavinir. Hámarksfjöldi starfsmanna í sama rými er einnig 10. Einnig þarf að tryggja að enginn samgangur sé milli rýma.

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.
Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s.snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.
Minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.
Skylt er að nota andlitsgrímur í verslunum og annarri þjónustu.

‍Gildandi takmörkun í skólastarfi


reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tók gildi 18. nóvember og gildir til og með 1. desember 2020.

Leikskólar og dagforeldrar

Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10 einstaklingar
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: 50 einstaklingar
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin

Grunnskólar og frístundastarf barna

1.-4. bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi nemenda í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli nemenda: Engin
Grímunotkun nemenda: Engin
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef notaðar eru andlitsgrímur
Íþróttakennsla og skólasund: Heimilt

5. – 7. Bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi nemenda í rými:  25
Lágmarksfjarlægð milli nemenda: Engin
Grímunotkun nemenda:  Engin
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef notaðar eru andlitsgrímur
Íþróttakennsla og skólasund: Heimilt

8. – 10. Bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi nemenda í rými: 25
Lágmarksfjarlægð milli nemenda: 2 metrar
Grímunotkun nemenda: Þar sem 2 metrar er ekki mögulegt
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar

Frístundastarf

Halda skal þeirri hópaskiptingu nemenda sem er í grunnskólastarfi á frístundaheimilum þannig að þar verði ekki blöndun á milli nemendahópa.

Framhaldsskólar

Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi nemenda í rými:  25
Lágmarksfjarlægð milli nemenda: 2 metrar
Grímunotkun nemenda:  Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Óheimil

Háskólar


Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 
10
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks:
2 metrar
Grímunotkun starfsfólks:
Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa:
Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi nemenda í rými: 
10
Lágmarksfjarlægð milli nemenda: 2 metrar
Grímunotkun nemenda:
Þar sem 2 m bil er ekki mögulegt
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): 
Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar

Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum


Sektarákvæði vegna brota sem tengjast nálægðartakmörkunum.
Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, sóttkví og vegna einangrunar.

‍Aðgerðir á landamærum

https://www.covid.is/flokkar/ferdalog

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.