Táknmál
Táknmál

Gildandi takmörkun á samkomum

Bóluefni COVID-19

Gildandi takmörkun á samkomum

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 13. janúar 2021 og gildir til og með 17. febrúar 2021.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2005 eða síðar.

Sérstök reglugerð er fyrir skólastarf og gildir sú reglugerð frá 1. janúar til 28. febrúar 2021. Sjá að neðan.

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.
Börn Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar.
Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

‍Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.
Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, auk þess í menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.
Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum.  Heimilt er að taka á móti allt að 100 sitjandi gestum og þeim skylt að nota andlitsgrímu, einnig er heimilt að hafa að auki allt að 100 börn fædd 2005 og síðar. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Hvorki hlé né áfengissala er heimil.
Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22:00 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 20 manna fjöldatakmörkunum og 2 metra nálægðarmörkum milli ótengdra einstaklinga. Heimilt er að selja mat út úr húsi til klukkan 23:00. 
Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.  Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.
Við útfarir mega allt að 100 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 20 einstaklingar í rými.
Sundstaðir eru opnir og heimilt er að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Heilsu og líkamsræktarstöðvar er heimilt að hafa opið fyrir skipulagða hópatíma þar sem þátttakendur eru skráðir og hafa skal hlé á milli tíma svo unnt sé að sótthreinsa búnað og snertifleti. Búnaður skal ekki fara á milli notenda í sama hópatíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu.  Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19.
Skemmtistaðir, krár, spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

Íþróttaæfingar og-keppnir barna  og fullorðinna innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju rými er 50 manns. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Þó er heimilt að hafa fjölmiðlafólk á slíkum viðburðum að gættum réttum sóttvörnum.

Sóttvarnir: Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag, loftræsting skal vera í lagi og loftað út reglulega yfir daginn.

Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt leið 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma er 25% af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit verður með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vefsvæði upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með.

Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

Vinnustaðir, verslanir, opinberar byggingar og þjónusta


Tryggja þarf 2ja metra nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og viðeigandi hámarksfjölda.  Enginn samgangur má vera á milli rýma.


Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.
Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.
Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.
Skylt er að nota andlitsgrímur í verslunum og annarri þjónustu.

Gildandi takmörkun í skólastarfi


Reglugerð heilbrigðisráðherra um
takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða gildir til 28. febrúar 2021.

Leikskólar og dagforeldrar
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: Engin
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Engin ákvæði eru um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna

Grunnskólar og frístundastarf barna

1.- 10. bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef starfsfólk notar andlitsgrímur
Íþróttakennsla og skólasund: Heimil
Blöndun milli hópa: Heimil

Frístundastarf

Sömu takmarkanir og gilda í leik- og grunnskólum.

Framhaldsskólar
Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustusóttvörnumog sótthreinsað á milli hópa
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla.

Háskólar
Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Tilfærsla nemenda milli hópa: Óheimil
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla

Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum


Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, nálægðartakmörkun, sóttkví og vegna einangrunar.

‍Aðgerðir á landamærum

Ferðalög til og á Íslandi

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 13. janúar 2021 og gildir til og með 17. febrúar 2021.

Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.

Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2005 eða síðar.

Sérstök reglugerð er fyrir skólastarf og gildir sú reglugerð frá 1. janúar til 28. febrúar 2021. Sjá að neðan.

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.
Börn Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar.
Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

‍Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.
Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, auk þess í menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.
Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum.  Heimilt er að taka á móti allt að 100 sitjandi gestum og þeim skylt að nota andlitsgrímu, einnig er heimilt að hafa að auki allt að 100 börn fædd 2005 og síðar. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Hvorki hlé né áfengissala er heimil.
Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22:00 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 20 manna fjöldatakmörkunum og 2 metra nálægðarmörkum milli ótengdra einstaklinga. Heimilt er að selja mat út úr húsi til klukkan 23:00. 
Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.  Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.
Við útfarir mega allt að 100 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 20 einstaklingar í rými.
Sundstaðir eru opnir og heimilt er að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Heilsu og líkamsræktarstöðvar er heimilt að hafa opið fyrir skipulagða hópatíma þar sem þátttakendur eru skráðir og hafa skal hlé á milli tíma svo unnt sé að sótthreinsa búnað og snertifleti. Búnaður skal ekki fara á milli notenda í sama hópatíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu.  Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19.
Skemmtistaðir, krár, spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

Íþróttaæfingar og-keppnir barna  og fullorðinna innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar. Hámarksfjöldi í hverju rými er 50 manns. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Þó er heimilt að hafa fjölmiðlafólk á slíkum viðburðum að gættum réttum sóttvörnum.

Sóttvarnir: Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag, loftræsting skal vera í lagi og loftað út reglulega yfir daginn.

Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt leið 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma er 25% af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit verður með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vefsvæði upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með.

Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

Vinnustaðir, verslanir, opinberar byggingar og þjónusta


Tryggja þarf 2ja metra nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og viðeigandi hámarksfjölda.  Enginn samgangur má vera á milli rýma.


Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.
Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.
Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.
Skylt er að nota andlitsgrímur í verslunum og annarri þjónustu.

Gildandi takmörkun í skólastarfi


Reglugerð heilbrigðisráðherra um
takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða gildir til 28. febrúar 2021.

Leikskólar og dagforeldrar
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: Engin
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Engin ákvæði eru um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna

Grunnskólar og frístundastarf barna

1.- 10. bekkur
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 20
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef starfsfólk notar andlitsgrímur
Íþróttakennsla og skólasund: Heimil
Blöndun milli hópa: Heimil

Frístundastarf

Sömu takmarkanir og gilda í leik- og grunnskólum.

Framhaldsskólar
Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustusóttvörnumog sótthreinsað á milli hópa
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla.

Háskólar
Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Tilfærsla nemenda milli hópa: Óheimil
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla

Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum


Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, nálægðartakmörkun, sóttkví og vegna einangrunar.

‍Aðgerðir á landamærum

Ferðalög til og á Íslandi

Forgangshóparnir eru tíu

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.

Í þessari viku fá þeir sem fyrst voru bólusettir seinni bólusetninguna og einnig verður bólusett í elstu aldurshópunum, þá sem þurfa mesta þjónustu. Áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.

Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.

Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?

Boðun og skráning

Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.

Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.

  • Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
  • Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
  • Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
  • Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
  • Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
  • Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
  • Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
  • Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.