Fermingar
til fyrirmyndar
Gætum að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fermingardaginn
Öðruvísi
   öskudagur
Munum tveggja metra fjarlægð
Þvoum okkur um hendurnar
Forðumst óþarfa snertingu
Táknmál
Táknmál

Frá sóttvarnalækni

Bóluefni COVID-19

Frá sóttvarnalækni

17.11.2021

Frá því að síðasta reglugerð um takmarkandi aðgerðir gegn COVID-19 tók gildi þ. 13. nóvember sl. þá hafa verið sveiflur í fjölda daglegra smita og ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Fjöldi innlagna á sjúkrahús hefur hins vegar aukist og eru nú 18 inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19 og þar af fjórir á gjörgæsludeild. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggja nú þrír sjúklingar vegna COVID-19 en enginn á gjörgæsludeild. Vert er að minna á að alvarleg veikindi koma ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því mun það taka u.þ.b. tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar má búast við að sjá fækkun daglegra smita u.þ.b. 7 dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær bera þá árangur á annað borð.

Undanfarna daga hefur talsvert verið rætt um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum.

Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gætui til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.

Hvað varðar umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra þá verður hún að byggja á faglegum forsendum. Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður.  Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu.

Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.

Sóttvarnalæknir vill því hvetja alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnfram örvunarskammtinn sem í boði er. Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður komin grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum.    

Sóttvarnalæknir

09.11.2021

Áfram heldur greindum smitum af völdum COVID-19 að fjölga hér á landi. Sl. sólarhring greindust 168 með COVID-19 innanlands og 14 á landamærum. Smitin greindust í öllum landshlutum en lang flest á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ljóst að að faraldurinn er áfram í veldisvexti hér á landi.

Innlögnum á sjúkrahús fjölgar jafnframt samhliða aukinni útbreiðslu því um 2% þeirra sem greinast geta búist við að þurfa að leggjast inn á spítala vegna alvarlegra veikinda. Í dag eru 13 inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19 og þar af þrír á gjörgæsludeild. Auk þess liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyrir og er sá einnig á gjörgæsludeild.

Nú er að hefjast átak í bólusetningum gegn COVID-19 þar sem að þeim sem fengið hafa tvo skammta bóluefnis verður boðinn þriðji skammtur eða svokallaður örvunarskammtur með bóluefni Pfizer. A.m.k. 5 mánuðir verða að líða frá skammti nr. tvö þar til að þriðji skammtur er gefinn. Fólk mun fá boð um mætingu í örvunarskammtinn  og vonast er til að það nást að bólusetja um 170 þúsund manns fyrir næstu áramót og 240 þúsund fyrir mars 2022.

Rannsóknir erlendis frá benda til að örvunarskammtur veiti um 90% vörn gegn smiti og alvarlegum veikindum umfram skammt nr. tvö og þannig eru sterkar vísbendingar um að hjarðónæmi muni nást með útbreiddri örvunarbólusetningu. Reynslan mun hins vegar skera úr um hver raunverulegur árangur verður eða hvort fleiri örvunarskammta þurfi að gefa á næstu mánuðum eða árum. Alvarlegar aukaverkanir eftir örvunarskammtinn eru afar fátíðar og síst algengari en eftir skammt nr. tvö. Einu frábendingar örvunarskammts eru hjá þeim sem fengu alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö og eins hjá þeim sem eru með sjálfofnæmissjúkdóm sem gæti versnað við bólusetninguna. Ef fólk er með alvarlegan sjálfofnæmissjúkdóm þá ætti það að ráðfæra sig við sinn lækni um hvort bólusetning sé ráðlögð.

Talsvert hefur borið á því að fólk hafi farið í mótefnamælingu gegn SARS-CoV-2 til að ákveða hvort raunveruleg þörf sé á örvunarskammti. Því er til að svara að ekki er hægt með góðu móti að meta út frá mótefnamagni í blóði hver verndin er gegn COVID-19. Því er alls ekki ráðlagt að fara í mótefnamælingu í slíkum tilgangi nema samkvæmt ákvörðun læknis.  

Allir (nema þeir sem ofangreindar frábendingar eiga við um) eru því hvattir til að mæta í örvunarbólusetningu bæði til að vernda sjálfan sig gegn smiti og alvarlegum veikindum, og einnig til að koma í fyrir samfélagslegt smit. Aðeins með góðri þátttöku mun okkur takast að skapa hér hjarðónæmi sem mun koma í veg fyrir útbreitt smit.

Sóttvarnalæknir

05.11.2021

Af tölum undanfarinna daga er ljóst að COVID-19 faraldurinn er í miklum vexti og hefur náð að dreifa sér um allt land. Síðast liðna tvo daga hafa 319 einstaklingar greinst smitaðir af COVID-19 innanlands og er það mesti fjöldi á tveimur dögum frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Álag er áfram mikið á Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri en nú liggja 15 einstaklingar inni á Landspítala með COVID-19 og þar af 4 á gjörgæsludeild. Auk þess liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og er sá í öndunarvél. Búast má við fleiri innlögnum á næstunni vegna vaxandi fjölda smita í samfélaginu sem mun auka enn frekar á vanda spítalakerfisins.

Eins og marg oft hefur komið fram þá er eina ráðið til að koma í veg fyrir neyðarástand á sjúkrahúsum landsins að fækka smitum í samfélaginu. Til þess þarf takmarkandi aðgerðir í samfélaginu því einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki einar og sér til að bæla faraldurinn niður.

Sóttvarnalæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem bent er á alvarlega stöðu faraldursins og bent á fyrri aðgerðir innanlands sem skilað hafa árangri til að fækka smitum.

Nú gildir að sýna samstöðu og viðhafa þær sóttvarnir sem við vitum að skila árangri. Forðumst hópamyndanir, virðum eins metra nándarreglu, notum andlitsgrímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra nánd við ótengda aðila og/eða í illa loftræstum rýmum, þvoum og sprittum hendur, höldum okkur til hlés ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 og mætum í PCR próf. Einnig er mikilvægt að viðhafa góða smitgát þar til niðurstaða úr PCR prófi liggur fyrir.

Sóttvarnalæknir

03.11.2021

Fjöldi einstaklinga sem greinast með COVID-19 heldur áfram að aukast en í gær greindist 91 innanlands og þrír á landamærum. Samhliða vaxandi fjölda smita smita þá fjöldar þeim sem eru alvarlega veikir af völdum COVID-19 og sl. tvo sólarhringa lögðust 6 inn á Landspítala en þrír voru útskrifaðir. Í dag liggja 16 inni á spítalanum og þar af eitt barn. Fjórir eru á gjörgæsludeild og þar af er einn á hjarta- og lungnavél (ECMO) og tveir á öndunarvél. Helmingur þeirra er full bólusettur. Auk þess er einn einstaklingur inniliggjandi í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlega veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með COVID-19 þurfa á spítalavist að halda og er um 60% þeirra full bólusettir.

Nú er að hefjast átak í áframhaldandi bólusetningum gegn COVID-19. Allir 60 ára og eldri verða kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu (örvunarbólusetningu) sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og ýmsar framvarðasveitir t.d heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Til skoðunar er einnig að bjóða öllum almenningi örvunarbólusetningu. Örvunarbólusetning verður fyrst gefin 5-6 mánuðum eftir skammt númer tvö.

Ekki er komin víðtæk reynsla á örvunarbólusetningu vegna COVID-19. Mesta reynslan hefur fengist í Ísrael en þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni frá Pfizer um 5-6 mánuðum eftir bólusetningu númer tvö. Niðurstaða rannsóknar í Ísrael sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Lancet sýnir að örvunarbólusetning er um 90% virk til að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi samanborið við tvær sprautur. Í kynningu Ísraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvo en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar.

Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur. Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.

Sóttvarnalæknir

01.11.2021

Um helgina (föstudag-sunnudag) greindust 226 einstaklingar með COVID-19 innanlands og 19 á landamærum. Sjö lögðust inn á Landspítala en 10 voru útskrifaðir. Þrettán liggja nú inn á Landspítala vegna COVID-19 og þar af tveir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er á hjarta- og lungnavél (ECMO) og hinn á öndunarvél. Einn einstaklingur með COVID-19 lést um helgina. Tveir af þessum þremur voru óbólusettir.  

Undanfarið hefur talsvert verið rætt um samburð á svínaflensunni sem hér gekk 2009 og svo COVID-19. Í þessari umræðu hefur borið nokkuð á staðreyndarvillum og ályktunum sem illa standast.

Hið rétta er að í svínaflensunni 2009 sem stóð yfir frá september til ársloka 2009 er áætlað að um 60.000 manns hafi smitast og voru flestir yngri en 30 ára. Um 160 voru lagðir inn á sjúkrahús (0,3% af öllum sýkingum), 20 lögðust inn á gjörgæslu (0,03% af öllum sýkingum) og tveir létust. Ástæðan fyrir því að að ekki smituðust fleiri og alvarlegar afleiðingar urðu ekki víðtækari var að byrjað var að bólusetja með mjög virku bóluefni í október 2009 og veirulyfið (Tamiflu) var tiltækt til almennrar notkunar. Lokið var við að bólusetja helming þjóðarinnar gegn flensunni í upphafi árs 2010.

COVID-19 á hinn bóginn hegðar sér öðru vísi. Um 2-5% sýktra leggjast inn á sjúkrahús, 0,4% leggst inn á gjörgæsludeild og 34 hafa látist. Engin vel virk lyf eru til við sýkingunni og virkni bóluefna er einungis um 50% gegn smiti þó þau séu um 90% virk til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.  

Þá var á árinu 2009 heildarfjöldi gjörgæslurýma á Landspítalanum um 20 rúm, en í dag er fjöldi þeirra alls 14.

Af ofangreindu má því sjá að alvarleiki COVID-19 mældur í innlögnum á sjúkrahús, er um tíu sinnum meiri en svínaflensunnar 2009 auk þess eru bóluefni gegn COVID-19 minna virk, engin vel virk lyf eru til við COVID-19 og fjöldi gjörgæsluplássa er nú minni en árið 2009.

Þannig er allur samanburður á COVID-19 og svínaflensunni 2009 COVID í óhag. Baráttan við COVID-19 er margfalt erfiðari en baráttan var við svínaflensuna 2009.  

Sóttvarnalæknir

29.10.2021

Heldur færri greindust með COVID-19 í gær en í fyrradag eða 78 innanlands og 3 á landamærum. Sl. sólarhring lögðust þrír inn á Landspítalann en sex útskrifuðust. Alls eru því 13 inniliggjandi vegna COVID-19 á spítalanum og þar af fjórir á gjörgæsludeild og einn er á öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi sjúklinga er 56 ár. Erfitt er að túlka smittölur einstakra daga en þróun faraldursins mun skýrast betur á næstu dögum.

Nokkuð hefur verið rætt um árangur bólusetninga barna á aldrinum 12-15 ára gegn COVID-19. Áður hafði verið greint frá því að ekkert fullbólusett barn hefði greinst með COVID-19. Vegna tæknilegra vandamála þá hefur komið í ljós að þetta er ekki rétt. Af um rúmlega 12.000 fullbólusettum börnum 12-15 ára þá hafa 9 greinst með COVID-19 eða 0,07%. Til samanburðar þá hafa um 3.750 af um 266.000 fullbólusettum einstaklingum eldri en 15 ára greinst með COVID-19 (1,4%). Vísbendingar eru því um að bólusetning barna kunni að vera áhrifaríkari en bólusetning fullorðinna til að koma í veg fyrir smit af völdum COVID-19.

Ákvörðun um bólusetningu barna yngri en 12 ára hefur ekki verið tekin enda hafa engin bóluefni verið samþykkt hér á landi fyrir börn á þeim aldri. Bóluefni frá Pfizer er nú umsóknarferli hjá Lyfjastofnun Evrópu og er von á niðurstöðu í desember 2021.

Sóttvarnalæknir

28.10.2021

COVID-19 smitum innanlands heldur áfram að fjölga. Í gær greindust tæplega 100 manns innanlands og voru aðeins um 40% í sóttkví við greiningu og eins og áður um helmingur full bólusettur. Meðalaldur þeirra sem greindust er um 30 ár og spannaði aldursbil þeirra frá nokkrum mánuðum til 92 ára. Lögheimili einstaklinganna var víða á landinu en flestir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Síðastliðinn sólarhring lögðust þrír inn á Landspítalann vegna COVID-19 og eru nú alls 15 inniliggjandi vegna COVID og þrír á gjörgæsludeild, þar af einn á öndunarvél.

Þróun faraldursins hér er því enn versnandi og faraldurinn í veldisvexti. Líklegt er að þessi þróun  hvað varðar heildarfjölda smita haldi áfram sem mun leiða til versnandi ástands á Landsspítalanum.

Þó að litlar opinberar takmarkanir séu nú í gildi þá getum við öll sem einstaklingar lagt okkar af mörkum  til að hindra útbreiðslu veirunnar. Við getum forðast hópamyndanir með ókunnugum, viðhaft eins metra nándarreglu, notað andlitsgrímur í aðstæðum þar sem nánd við ókunnuga er undir einum metra og gætt að góðri sótthreinsun handa. Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá ættum við að halda okkur til hlés, forðast margmenni og umgengni við viðkvæma einstaklinga og fara í sýnatöku.

Hollt er hins vegar að hafa í huga þá reynslu okkar að samfélagslegum smitum fækkar ekki fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.

Sóttvarnalæknir

26. október 2021

Undanfarnar vikur hefur nokkuð hröð fjölgun sést á greindum smitum af völdum COVID-19 hér á landi. Smitin hafa greinst í svo til öllum landshlutum, um 50% voru í sóttkví við greiningu og um 50% full bólusettir. Í gær greindust 80 einstaklingar innanlands og er 14 daga nýgengi nú komið upp íum 230 á 100.000 íbúa. Þetta er með því mesta sem sést hefur frá því faraldurinn hófst.

Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4% lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur.

Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af núverandi þróun COVID-19 á Íslandi. Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.

Rétt er að hvetja alla til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum svo síður þurfi að koma til opinberra takmarkana á umgengni fólks. Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.

Sóttvarnalæknir

17.11.2021

Frá því að síðasta reglugerð um takmarkandi aðgerðir gegn COVID-19 tók gildi þ. 13. nóvember sl. þá hafa verið sveiflur í fjölda daglegra smita og ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Fjöldi innlagna á sjúkrahús hefur hins vegar aukist og eru nú 18 inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19 og þar af fjórir á gjörgæsludeild. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggja nú þrír sjúklingar vegna COVID-19 en enginn á gjörgæsludeild. Vert er að minna á að alvarleg veikindi koma ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því mun það taka u.þ.b. tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar má búast við að sjá fækkun daglegra smita u.þ.b. 7 dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær bera þá árangur á annað borð.

Undanfarna daga hefur talsvert verið rætt um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum.

Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gætui til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.

Hvað varðar umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra þá verður hún að byggja á faglegum forsendum. Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður.  Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu.

Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.

Sóttvarnalæknir vill því hvetja alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnfram örvunarskammtinn sem í boði er. Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður komin grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum.    

Sóttvarnalæknir

09.11.2021

Áfram heldur greindum smitum af völdum COVID-19 að fjölga hér á landi. Sl. sólarhring greindust 168 með COVID-19 innanlands og 14 á landamærum. Smitin greindust í öllum landshlutum en lang flest á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ljóst að að faraldurinn er áfram í veldisvexti hér á landi.

Innlögnum á sjúkrahús fjölgar jafnframt samhliða aukinni útbreiðslu því um 2% þeirra sem greinast geta búist við að þurfa að leggjast inn á spítala vegna alvarlegra veikinda. Í dag eru 13 inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19 og þar af þrír á gjörgæsludeild. Auk þess liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyrir og er sá einnig á gjörgæsludeild.

Nú er að hefjast átak í bólusetningum gegn COVID-19 þar sem að þeim sem fengið hafa tvo skammta bóluefnis verður boðinn þriðji skammtur eða svokallaður örvunarskammtur með bóluefni Pfizer. A.m.k. 5 mánuðir verða að líða frá skammti nr. tvö þar til að þriðji skammtur er gefinn. Fólk mun fá boð um mætingu í örvunarskammtinn  og vonast er til að það nást að bólusetja um 170 þúsund manns fyrir næstu áramót og 240 þúsund fyrir mars 2022.

Rannsóknir erlendis frá benda til að örvunarskammtur veiti um 90% vörn gegn smiti og alvarlegum veikindum umfram skammt nr. tvö og þannig eru sterkar vísbendingar um að hjarðónæmi muni nást með útbreiddri örvunarbólusetningu. Reynslan mun hins vegar skera úr um hver raunverulegur árangur verður eða hvort fleiri örvunarskammta þurfi að gefa á næstu mánuðum eða árum. Alvarlegar aukaverkanir eftir örvunarskammtinn eru afar fátíðar og síst algengari en eftir skammt nr. tvö. Einu frábendingar örvunarskammts eru hjá þeim sem fengu alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö og eins hjá þeim sem eru með sjálfofnæmissjúkdóm sem gæti versnað við bólusetninguna. Ef fólk er með alvarlegan sjálfofnæmissjúkdóm þá ætti það að ráðfæra sig við sinn lækni um hvort bólusetning sé ráðlögð.

Talsvert hefur borið á því að fólk hafi farið í mótefnamælingu gegn SARS-CoV-2 til að ákveða hvort raunveruleg þörf sé á örvunarskammti. Því er til að svara að ekki er hægt með góðu móti að meta út frá mótefnamagni í blóði hver verndin er gegn COVID-19. Því er alls ekki ráðlagt að fara í mótefnamælingu í slíkum tilgangi nema samkvæmt ákvörðun læknis.  

Allir (nema þeir sem ofangreindar frábendingar eiga við um) eru því hvattir til að mæta í örvunarbólusetningu bæði til að vernda sjálfan sig gegn smiti og alvarlegum veikindum, og einnig til að koma í fyrir samfélagslegt smit. Aðeins með góðri þátttöku mun okkur takast að skapa hér hjarðónæmi sem mun koma í veg fyrir útbreitt smit.

Sóttvarnalæknir

05.11.2021

Af tölum undanfarinna daga er ljóst að COVID-19 faraldurinn er í miklum vexti og hefur náð að dreifa sér um allt land. Síðast liðna tvo daga hafa 319 einstaklingar greinst smitaðir af COVID-19 innanlands og er það mesti fjöldi á tveimur dögum frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Álag er áfram mikið á Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri en nú liggja 15 einstaklingar inni á Landspítala með COVID-19 og þar af 4 á gjörgæsludeild. Auk þess liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og er sá í öndunarvél. Búast má við fleiri innlögnum á næstunni vegna vaxandi fjölda smita í samfélaginu sem mun auka enn frekar á vanda spítalakerfisins.

Eins og marg oft hefur komið fram þá er eina ráðið til að koma í veg fyrir neyðarástand á sjúkrahúsum landsins að fækka smitum í samfélaginu. Til þess þarf takmarkandi aðgerðir í samfélaginu því einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki einar og sér til að bæla faraldurinn niður.

Sóttvarnalæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem bent er á alvarlega stöðu faraldursins og bent á fyrri aðgerðir innanlands sem skilað hafa árangri til að fækka smitum.

Nú gildir að sýna samstöðu og viðhafa þær sóttvarnir sem við vitum að skila árangri. Forðumst hópamyndanir, virðum eins metra nándarreglu, notum andlitsgrímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra nánd við ótengda aðila og/eða í illa loftræstum rýmum, þvoum og sprittum hendur, höldum okkur til hlés ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 og mætum í PCR próf. Einnig er mikilvægt að viðhafa góða smitgát þar til niðurstaða úr PCR prófi liggur fyrir.

Sóttvarnalæknir

03.11.2021

Fjöldi einstaklinga sem greinast með COVID-19 heldur áfram að aukast en í gær greindist 91 innanlands og þrír á landamærum. Samhliða vaxandi fjölda smita smita þá fjöldar þeim sem eru alvarlega veikir af völdum COVID-19 og sl. tvo sólarhringa lögðust 6 inn á Landspítala en þrír voru útskrifaðir. Í dag liggja 16 inni á spítalanum og þar af eitt barn. Fjórir eru á gjörgæsludeild og þar af er einn á hjarta- og lungnavél (ECMO) og tveir á öndunarvél. Helmingur þeirra er full bólusettur. Auk þess er einn einstaklingur inniliggjandi í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlega veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með COVID-19 þurfa á spítalavist að halda og er um 60% þeirra full bólusettir.

Nú er að hefjast átak í áframhaldandi bólusetningum gegn COVID-19. Allir 60 ára og eldri verða kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu (örvunarbólusetningu) sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og ýmsar framvarðasveitir t.d heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Til skoðunar er einnig að bjóða öllum almenningi örvunarbólusetningu. Örvunarbólusetning verður fyrst gefin 5-6 mánuðum eftir skammt númer tvö.

Ekki er komin víðtæk reynsla á örvunarbólusetningu vegna COVID-19. Mesta reynslan hefur fengist í Ísrael en þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni frá Pfizer um 5-6 mánuðum eftir bólusetningu númer tvö. Niðurstaða rannsóknar í Ísrael sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Lancet sýnir að örvunarbólusetning er um 90% virk til að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi samanborið við tvær sprautur. Í kynningu Ísraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvo en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar.

Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur. Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.

Sóttvarnalæknir

01.11.2021

Um helgina (föstudag-sunnudag) greindust 226 einstaklingar með COVID-19 innanlands og 19 á landamærum. Sjö lögðust inn á Landspítala en 10 voru útskrifaðir. Þrettán liggja nú inn á Landspítala vegna COVID-19 og þar af tveir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er á hjarta- og lungnavél (ECMO) og hinn á öndunarvél. Einn einstaklingur með COVID-19 lést um helgina. Tveir af þessum þremur voru óbólusettir.  

Undanfarið hefur talsvert verið rætt um samburð á svínaflensunni sem hér gekk 2009 og svo COVID-19. Í þessari umræðu hefur borið nokkuð á staðreyndarvillum og ályktunum sem illa standast.

Hið rétta er að í svínaflensunni 2009 sem stóð yfir frá september til ársloka 2009 er áætlað að um 60.000 manns hafi smitast og voru flestir yngri en 30 ára. Um 160 voru lagðir inn á sjúkrahús (0,3% af öllum sýkingum), 20 lögðust inn á gjörgæslu (0,03% af öllum sýkingum) og tveir létust. Ástæðan fyrir því að að ekki smituðust fleiri og alvarlegar afleiðingar urðu ekki víðtækari var að byrjað var að bólusetja með mjög virku bóluefni í október 2009 og veirulyfið (Tamiflu) var tiltækt til almennrar notkunar. Lokið var við að bólusetja helming þjóðarinnar gegn flensunni í upphafi árs 2010.

COVID-19 á hinn bóginn hegðar sér öðru vísi. Um 2-5% sýktra leggjast inn á sjúkrahús, 0,4% leggst inn á gjörgæsludeild og 34 hafa látist. Engin vel virk lyf eru til við sýkingunni og virkni bóluefna er einungis um 50% gegn smiti þó þau séu um 90% virk til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.  

Þá var á árinu 2009 heildarfjöldi gjörgæslurýma á Landspítalanum um 20 rúm, en í dag er fjöldi þeirra alls 14.

Af ofangreindu má því sjá að alvarleiki COVID-19 mældur í innlögnum á sjúkrahús, er um tíu sinnum meiri en svínaflensunnar 2009 auk þess eru bóluefni gegn COVID-19 minna virk, engin vel virk lyf eru til við COVID-19 og fjöldi gjörgæsluplássa er nú minni en árið 2009.

Þannig er allur samanburður á COVID-19 og svínaflensunni 2009 COVID í óhag. Baráttan við COVID-19 er margfalt erfiðari en baráttan var við svínaflensuna 2009.  

Sóttvarnalæknir

29.10.2021

Heldur færri greindust með COVID-19 í gær en í fyrradag eða 78 innanlands og 3 á landamærum. Sl. sólarhring lögðust þrír inn á Landspítalann en sex útskrifuðust. Alls eru því 13 inniliggjandi vegna COVID-19 á spítalanum og þar af fjórir á gjörgæsludeild og einn er á öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi sjúklinga er 56 ár. Erfitt er að túlka smittölur einstakra daga en þróun faraldursins mun skýrast betur á næstu dögum.

Nokkuð hefur verið rætt um árangur bólusetninga barna á aldrinum 12-15 ára gegn COVID-19. Áður hafði verið greint frá því að ekkert fullbólusett barn hefði greinst með COVID-19. Vegna tæknilegra vandamála þá hefur komið í ljós að þetta er ekki rétt. Af um rúmlega 12.000 fullbólusettum börnum 12-15 ára þá hafa 9 greinst með COVID-19 eða 0,07%. Til samanburðar þá hafa um 3.750 af um 266.000 fullbólusettum einstaklingum eldri en 15 ára greinst með COVID-19 (1,4%). Vísbendingar eru því um að bólusetning barna kunni að vera áhrifaríkari en bólusetning fullorðinna til að koma í veg fyrir smit af völdum COVID-19.

Ákvörðun um bólusetningu barna yngri en 12 ára hefur ekki verið tekin enda hafa engin bóluefni verið samþykkt hér á landi fyrir börn á þeim aldri. Bóluefni frá Pfizer er nú umsóknarferli hjá Lyfjastofnun Evrópu og er von á niðurstöðu í desember 2021.

Sóttvarnalæknir

28.10.2021

COVID-19 smitum innanlands heldur áfram að fjölga. Í gær greindust tæplega 100 manns innanlands og voru aðeins um 40% í sóttkví við greiningu og eins og áður um helmingur full bólusettur. Meðalaldur þeirra sem greindust er um 30 ár og spannaði aldursbil þeirra frá nokkrum mánuðum til 92 ára. Lögheimili einstaklinganna var víða á landinu en flestir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Síðastliðinn sólarhring lögðust þrír inn á Landspítalann vegna COVID-19 og eru nú alls 15 inniliggjandi vegna COVID og þrír á gjörgæsludeild, þar af einn á öndunarvél.

Þróun faraldursins hér er því enn versnandi og faraldurinn í veldisvexti. Líklegt er að þessi þróun  hvað varðar heildarfjölda smita haldi áfram sem mun leiða til versnandi ástands á Landsspítalanum.

Þó að litlar opinberar takmarkanir séu nú í gildi þá getum við öll sem einstaklingar lagt okkar af mörkum  til að hindra útbreiðslu veirunnar. Við getum forðast hópamyndanir með ókunnugum, viðhaft eins metra nándarreglu, notað andlitsgrímur í aðstæðum þar sem nánd við ókunnuga er undir einum metra og gætt að góðri sótthreinsun handa. Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá ættum við að halda okkur til hlés, forðast margmenni og umgengni við viðkvæma einstaklinga og fara í sýnatöku.

Hollt er hins vegar að hafa í huga þá reynslu okkar að samfélagslegum smitum fækkar ekki fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.

Sóttvarnalæknir

26. október 2021

Undanfarnar vikur hefur nokkuð hröð fjölgun sést á greindum smitum af völdum COVID-19 hér á landi. Smitin hafa greinst í svo til öllum landshlutum, um 50% voru í sóttkví við greiningu og um 50% full bólusettir. Í gær greindust 80 einstaklingar innanlands og er 14 daga nýgengi nú komið upp íum 230 á 100.000 íbúa. Þetta er með því mesta sem sést hefur frá því faraldurinn hófst.

Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4% lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur.

Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af núverandi þróun COVID-19 á Íslandi. Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.

Rétt er að hvetja alla til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum svo síður þurfi að koma til opinberra takmarkana á umgengni fólks. Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.

Sóttvarnalæknir

Forgangshóparnir eru tíu

Samkvæmt reglugerð nr. 1198/2020 hefur sóttvarnalæknir í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við COVID-19.

Bólusetning vegna COVID-19 hófst á Íslandi þriðjudaginn 29.desember 2020. Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á bólusetningu á Íslandi.

Í þessari viku verður áfram verður bólusett í elstu aldurshópum, einstaklinga yfir 70 ára og framlínustarfsmenn. Að þessu sinni er einnig verið að bólusetja þá einstaklinga yngri er 70 ára með undirliggjandi áhættuþætti.

Sóttvarnalækni er heimilt að víkja frá neðangreindri forgangsröðun ef nauðsynlegt er, svo sem vegna stöðu faraldursins hverju sinni eða tegund bóluefnis, en skal taka mið af þeirri forgangsröðun sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Þeir sem hafa fengið staðfest COVID-19 með PCR greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu.

Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.

Hvernig verður skipulag bólusetningarinnar?

Boðun og skráning

Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir í bólusetningu með skilaboðum frá heilsugæslustöðvum (t.d. með SMS-skilaboðum eða með skilaboðum á Heilsuveru) þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.

Þeir aðilar sem ekki hafa tök á að taka við rafrænum boðum í gegnum Heilsuveru eða öðrum rafrænum aðferðum munu fá boð eftir öðrum leiðum. Slíkt verður auglýst betur síðar.

Embætti landlæknis hefur þróað tölvukerfi sem mun styðja við bólusetningar. Í kerfinu er haldið utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólks, auk eftirlits með að hver og einn einstaklingur sé fullbólusettur. Þannig heldur kerfið utan um feril bólusetninga og skráir beint inn í bólusetningargrunn sóttvarnalæknis.

Starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum verða bólusettir á sjúkrahúsum. Íbúar og starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla verða bólusettir á heimilum. Upplýsingar um staðsetningu bólusetninga fyrir aðra hópa verða birtar þegar það liggur fyrir hvenær hægt verður bólusetja þá.

  • Einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu skv. forgangslista.
  • Ekki verður hægt að panta tíma í bólusetningu.
  • Tölvukerfi heldur utan um alla forgangshópa, boðun í bólusetningar, upplýsingar um bóluefni, skráningu og eftirlit með að einstaklingur hafi verið bólusettur að fullu.
  • Bóluefni verður dreift til afhendingastaða á landinu þar sem heilsugæslan ber ábyrgð á framkvæmd bólusetninga á þjónustusvæði sínu.
  • Einstaklingar í forgangshópum verða boðaðir með skilaboðum í Heilsuveru þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta.
  • Staðsetning bólusetninga fyrir aðra hópa verður kynnt þegar liggur fyrir hvenær þeir fá bólusetningu.
  • Að öllu jöfnu þarf að bólusetja einstaklinga tvisvar með sama bóluefninu með 3 vikna millibili, eftir leiðbeiningum framleiðanda.
  • Aukaverkanir. Almenningur og heilbrigðisstarfsfólk getur tilkynnt um aukaverkanir af völdum bóluefnis á vef Lyfjastofnunnar.